Leita í fréttum mbl.is

Er eitthvað að gerast í Kína?

Kínaveiran Covid 19, sem byrjaði í Wuhan héraði í lok ársins 2019 hefur leitt til fjölda dauðsfalla, atvinnuleysis, samdráttar og hættu á efnahagslegri kreppu á flestum stöðum í heiminum nema í Kína og Austurlöndum fjær. 

Hvernig skyldi ástandið vera í Kína? Það þarf að grafa eftir fréttum þaðan, vegna þess að helstu fjölmiðlar veraldar segja sömu fréttir og endurtaka hver eftir öðrum og Kína hefur ekki verið til umfjöllunar svo nokkru nemi í langan tíma.

En er eitthvað að frétta frá Kína?

Er það frétt, að í landinu þar sem Kórónuveiran kom upp, skuli engin sérstök vandamál vera í gangi hvað hana varðar? Dánartíðni er um 3 á hverja milljón íbúa eða svipað og hjá okkur, á sama tíma og dánartíðni í Bretlandi er um 630 á hverja milljón íbúa og 660 í Bandaríkjunum og 116 í Þýskalandi.

Efnahagslífið í Kína virðist vera búið að ná fullum styrkleika. Fjöldi flugferða er um 90% af því sem þær voru á sama tíma í fyrra og meiri fjöldi fólks fer á ýmsar skemmtanir núna eins og t.d. bíó en áður.

Síðan er alltaf spurningin hvað mikið er hægt að treysta tölulegum upplýsingum frá einræðisríkjum eins og Kína. Allavega mundi Kína ekki geta dulið það fyrir heiminum, ef veiran geisaði af hörku í landinu og þúsundir væru á sjúkrahúsum eða dánir.

Kína er einræðisríki og þar leyfist ekki nema ákveðin umræða og ákveðin hegðun. Í síðustu viku handtóku yfirvöld móður veirufræðings sem var handtekinn fyrir löngu og heldur því fram, að Covid 19 hafi verið búin til á tilraunastofu. Þetta má ekki segja. Skrýtnu tilvikin í upphafi veiruárásarinnar voru fjölmörg m.a. dularfullt dauðsfall læknis sem hafði varað við málinu og þá hurfu aðilar, sem höfðu haft ákveðnar meiningar. Eitthvað er, sem kínversk yfirvöld vilja ekki að rætt sé um. En Vesturlönd geta ekki samþykkt, að ekki fari fram fullkomin rannsókn á tilurð veirunnar og með hvaða hætti kínversk yfirvöld komu fram í upphafi faraldursins, þegar þeir dreifðu veirunni til alheimsins á sama tíma og þeir takmörkuðu ferðir innanlands í Kína. Þá verður að fara fram ítarleg rannsókn á því hvort að veiran var búin til í tilraunastofu t.d. í Kína eða ekki.

Ef til vill er það fréttnæmasta frá Kína það sem áður er getið um, að veiran er ekki að hrjá þá, þjóðarframleiðslan er nánast sú sama og hún var fyrir veiru og samgöngur eru með hefðbundnum hætti. 

Það er ýmislegt fleira sem þarfnast skoðunar varðandi veiruna m.a. af hverju hún leggst mun léttar á þjóðir Austurlanda fjær en annarsstaðar. Er fólk þar með virkt mótefni eða er eitthvað annað sem getur skýrt það? Þar kæmi e.t.v. líka til skoðunar hvort að veiran hafi verið útbúin þannig, hafi hún orðið til á tilraunastofu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Margir vilja meina að það sé 5G-símturnakerfið sem  er að senda frá sér óæskilega GEISLAVIRKNI sem að kallar fram þessi áhrif

sem að mælast sem covid-einkenni; 

en að það sé ekki þannig að það séu einhverjar sýklapöddur svífandi allsstaðar inn um öndunarfæri fólks

eða um óhreinar hendur:

https://www.youtube.com/watch?v=IStGVPWdD08&feature=emb_logo

------------------------------------------------------------

https://www.youtube.com/watch?v=FXmGPS9PwqE&feature=emb_logo

-------------------------------------------------------------

https://www.bbc.com/news/53191523

----------------------------------------------------------

https://www.youtube.com/watch?v=yNBYF2ry6lc&feature=emb_logo&fbclid=IwAR1sa_p2OMAbU9BfR70jmg1v4HJX6MgJc3HEKCXrvGXOPYgkWWI5Vj2VZhk

Jón Þórhallsson, 13.10.2020 kl. 10:25

2 Smámynd: Jón Þórhallsson

Það getur varla verið tilviljun að covid einkennin koma fyrst fram í nákvæmlega sama samfélagi og 5G-símturna-kerfið

er sett upp í kína.

Jón Þórhallsson, 13.10.2020 kl. 10:37

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Kenningin um að veiran hafi verið búin til og/eða markvisst dreift frá rannsóknarstofu í Kína er lífseig. Ástæðan er meðal annars sú að svo virðist sem í Kína hafi tekist að ráða niðurlögum hennar hratt. Einfaldari skýring á þessu er að Kína er alræðisríki, mannréttindi eru engin og því auðvelt að fást við svona faraldur án þess að þau séu að flækjast fyrir. Ég veit ekki til þess að veiran leggist léttar á fólk í Austurlöndum fjær en aðra. Var ekki opinbert dánarhlutfall í Wuhan einmitt ansi hátt í byrjun?

Það sem eftir stendur er að veira af þessum toga getur verið mjög öflugt vopn ef markmiðið er að ná undir sig eignum og áhrifum á Vesturlöndum. Við vitum að Kína stefnir markvisst að því og hefur náð miklum árangri, sér í lagi í Afríku. Andstæðingurinn eru stjórnvöld á Vesturlöndum og í öðrum lýðræðisríkjum. Veikleiki andstæðingsins er að hann leggur ofuráherslu á að vernda mannslíf og vegna valddreifingar og lýðræðis hefur hann ekki tök á að samhæfa aðgerðir sínar, eins og Kína hefur. Hernaðaráætlunin væri þá svona: 1. Einangrum, eða þróum veiru og dreifum henni um heiminn. 2. Tryggjum að veiran sé óvenjuleg og ófyrirsjáanleg og sköpum þannig óvissu í herbúðum andstæðingsins. 3. Sýnum andstæðingnum þá leið sem okkur hugnast best að hann noti til að takast á við veiruna. Það fordæmi eru viðbrögðin í Wuhan. Þannig tryggjum við að andstæðingurinn leggi eigið efnahagslíf í rúst með viðbrögðum við veirunni. 4. Þegar efnahagslíf í löndum andstæðingsins er komið að fótum fram kaupum við upp þær eignir sem við þurfum til að tryggja okkur yfirráðin sem við sækjumst eftir.

Mér finnst þessi kenning mjög trúverðug og flott. Eina vandamálið er að það eru engar sannanir fyrir henni. Þess vegna hljótum við að hafna henni, enda er mikilvægt að falla ekki í þá gryfju að trúa kenningu bara vegna þess að hún er flott. Komi sannanir hins vegar fram má dusta rykið af kenningunni.

Þorsteinn Siglaugsson, 13.10.2020 kl. 10:45

4 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Hugleiðing.

Er þetta endurtekning á sögunni?

Erdogan á í erfiðleikum með að halda Armenum í skefjum í Tyrklandi.

Kínverska stjórnin á í erfiðleikum með þjóðarbrotin, og þá herinn.

Þá er einfaldasta leiðin að senda herinn í verkefni. Svo að hann valdi ekki vandræðum, einkum þjóðabrota herinn og helst langt í burtu.  

Hvað segir Biblían, 100 milljón manna her í Ísrael?

Við skulum vona að allt gangi okkur öllum í haginn.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem pestin kemur að austan.

Þegar Konstantínópel féll 1453, þá hafði pestin geisað í löndunum. 

 

Íbúum Aust-Rómverska ríkisins, hafði fækka mjög, og þá fylgdu herir Ottóman ríkisins á eftir eða með veikinni og yfirtóku löndin. 

 

Það var ekki fyrr en 1683, sem tókst að sigra Islam við Vín í Austurríki. og Ottoman ríkið 1920.

Gyðingar voru vítt og breitt um Miðausturlönd árið 600 eftir Krist.

 

Islam varð til um það leiti og yfirtók Sádi-Arabíu og það sem nú er kallað Islamski heimurunn.

 

slóð

Ég tók Sódóma og Gómora, fall Constantinople 1453, ástandið í dag. Árið 1683 var í fyrsta skiptið sem, Polish–Lithuanian Commonwealthand og the Holy Roman Empire höfðu unnið saman gegn Ottoman Turks og síðan voru þeir ekki ógn við Kristna heiminn.

2.4.2020 | 12:39

slóð

Ég tók Sódóma og Gómora, fall Constantinople 1453, ástandið í dag. Árið 1683 var í fyrsta skiptið sem, Polish–Lithuanian Commonwealthand og the Holy Roman Empire höfðu unnið saman gegn Ottoman Turks og síðan voru þeir ekki ógn við Kristna heiminn.

2.4.2020 | 12:39

Egilsstaðir, 13.10.2020   mJónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 13.10.2020 kl. 14:31

5 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Jón, ég hald að flestir hafi nú sannfærst um að veiran var búin til á tilraunastofu, hún er það sérstök. En aðrir hafa gert tilraunir með veirur sem voru sendar út meðal fólks eða sluppu út eins og í suður Ameríku.

Eyjólfur Jónsson, 13.10.2020 kl. 15:39

6 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Kínakommar harðneituðu Trump að senda sérfræðinga til rannsókna á þessu fyrirbæri drápsveiruna Covid-19,sem kviknaði i Wuhan og ógnuðu Bandaríkjunum og nú heiminum öllum.En sú frétt dugar ekki Krötunum,þeir verða að finna eitthvað vítavert á erkióvininn sem truflar fyrr þeim markmiðið að skapa landamæralaust hnattríki þar sem þeir einir ráða.   

Helga Kristjánsdóttir, 14.10.2020 kl. 16:49

7 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Þakka þér fyrir Jón Magnússon. Það er alltaf að hlaðast á Kínversku asna kerruna fleiri og fleiri staðfestingar á að Kínversk stjórnvöld hafi látið leita uppi veiru til að breyta eða smíða til að gera heppilega til að laska Vesturlönd.

 

En um leið og þar landlæg mistök / klaufaskapur / sóðaskapur, samferða ótta við yfirmenn eiga sér stað í Wuhan, þá vita stjórnvöld fljótt við hvað er að eiga og loka Wuhan frá Kína og fangelsa og drepa þá sem ætluðu að vara aðra við þessari pest Kínverska hersins með fullþingi Kínverskra stjórnvalda.

 

En stjórnvöld í Kína gerðu annað einkennilegt og verulega ósvífið sem var að rembast við að halda mistökum starfsmanna sinna sem sumir a.m.k vissu ekki til hvers þeir voru að þessum veiru smíðum og lokuðu stjórnvöld Wuhan frá kína með aðstoð hersins, en héldu leiðum til Vesturlanda opnum og það þarf ekki mikið velta vöngum til þess að skilja þann gerning, sem er náttúrulega til þess að láta veru fjandann ekki fara til ónýtis.

 

Hrólfur Þ Hraundal, 16.10.2020 kl. 18:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 8
  • Sl. sólarhring: 730
  • Sl. viku: 3829
  • Frá upphafi: 2427629

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 3544
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband