Leita í fréttum mbl.is

Röng viðbrögð ekki gætt meðalhófs.

Sá sem jafnan skrifar af mestu viti í Fréttablaðið fyrir utan Óttar Guðmundsson lækni, er ritstjóri blaðsins Jón Þórisson. Jón hefur verið óhræddur við að andæfa viðteknum skoðunum hins alvalda þríeykis í Covid fræðum. Jón bendir réttilega á, að við þessar aðstæður sé þetta sá tími sem mikilvægt sé að ræða um frelsi, mannréttindi og vernd stjórnarskrárinnar gegn handahófskenndum frelsissviptingum sóttvarnarlækns sem ríkisstjórnin samþykkir jafnan. 

Jón bendir á, að margfalt fleiri hafi fallið fyrir eigin hendi á þessu ári en Covid, samt er ríkisvaldið ekki að beina sérstökum sjónum að slíkum hörmungum. Óttar Guðmundsson gerði þeim málum góð skil fyrir nokkrum árum, en ekki hefur verið brugðist við. 

Þó nokkrir verði til þess, draga í efa heilagleika veirutríósins og þeirra aðgerða sem það hefur gripið til, þá er hræðsluáróðurinn svo mikill, að stór hluti landsmanna finnur til óttakenndar og takmarkar því samskipti sín við annað fólk, sjálfum sér og öðrum til ómældra leiðinda. 

Þó mikilvægt sé, að hver gæti að eigin sóttvörnum, þá er það annað mál en handahófskennd valdboð veirutríósins, sem oft orka tvímælis. Sum þessara valdboða hafa valdið þjóðinni milljarða tjóni eins og það að eyðileggja ferðaþjónustuna. Önnur hafa svipt einstaklinga og smáfyrirtæki lífsviðurværi sínu. Samt er haldið áfram án þess að gerð sé grein fyrir hver sé tilgangurinn eða frelsissviptingar rökstuddar. 

Ég er nýkominn frá Spáni, frá svæði þar sem smit eru örlítið fátíðari en hér miðað við fólksfjölda. Samt sem áður má fólk fara í hársnyrtingu, spila fótbolta og aðra boltaleiki jafnvel í keppnisgreinum. Vikulega er gerð grein fyrir hvar og við hvaða starfsemi fólk er að smitast. Þar kemur í ljós, að smit eru ekki að greinast vegna innstreymis túrista eða þess, að fólk fari í hársnyrtingu eða geri almennt allt sem gert er í frjálsu þjóðfélagi. Smitin eru aðallega vegna skorts á aðgætni á áfengis- og öldrykkjustofum.

Í miðjum ágúst s.l. rofnaði samhengi vitrænnar nálgunar og meðalhófs hjá veirutríóinu og ríkisstjórninni en við tóku þær glórulausu öfgar sem fólu í sér nánast aðkomubanni til landsins. Allir skyldu skimaðir ekki einu sinni heldur tvisvar og það með óundanþægri sóttkví á milli. Þetta hefur ekki haft neina þýðingu við að hefta útbreiðslu C-19 en valdið tugum ef ekki hundruð milljarða tjóni, sem ríkisstjórnin ber ábyrgð á. Reynslan hefur sýnt að þessi ákvörðun var röng og hafði ekkert í för með sér nema tjón. Samt er vitleysunni haldið áfram.

Ég mældist neikvæður við skimun á landamærunum, jafnvel þó sýnatökukonan gerði sitt ítrasta til að troða sýnatökupinnanum í gegnum nefið á mér og upp í heilabúið. Vegna þess að ég mældist neikvæður, fer ég í sóttkví fram á föstudag n.k.  Heil vinnuvika. Vegna þessara reglna eiga margir í  erfiðleikum bæði við að komast heim til sín og afla sér nauðsynja, fyrir utan þann ömurleika sem sumir þurfa að lifa við einir og yfirgefnir í sóttkví vegna þess að þeir mældust ekki með veiruna. 

Er það ekki dæmalaust, að maður sem mælist neikvæður í þessari skimunaræði, skuli þessvegna þurfa að halda sig frá öðru fólki og meðhöndlaður eins og holdveikissjúklingur fyrr á öldum. 

Ríkisstjórnin ber ábyrgð á því,að taka ekki alvöru umræðu um það hvað sé líklegast til að hafa þýðingu, sé vilji til að halda frelsissviptingum áfram, til að reyna að koma í veg fyrir Covid smit og beita þá þeim aðgerðum, sem taldar eru bráðnauðsynlegar en gefa fólkinu í landinu að öðru leyti kost á því að gæta að eigin smitvörnum. Þetta hefur ríkisstjórnin ekki gert, en telur sig hæfasta til að vera í hlutverki jólasveinsins og færa sumum gjafir og það allt með annarra peningum að sjálfsögðu skattgreiðenda.

Þó veiritríóið og landsstjórinn þekki e.t.v. ekki vel til þess sem kallað er meðalhóf við beitingu stjórnvaldsaðgerða, þá ætti samt að vera þekking á því fyrirbæri í ríkisstjórninni. Væri ekki rétt að skoða hvaða aðgerðir koma þá til greina og eru nauðsynlegar einnig að teknu tilliti til þjóðarhags. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Hvað segja lögin Jón? Hvernig færi ef einhver kæmi til landsins og lýsti því yfir eftir að hafa greinst neikvæður, að hann hyggðist ekki virða sóttkvína, og gerði það ekki? Yrði hann ákærður? Hvernig myndu málaferlin fara?

Þorsteinn Siglaugsson, 25.10.2020 kl. 11:41

2 Smámynd: Jón Magnússon

Það er góð spurning Þorsteinn. Gott ef einhver mundi vilja láta á þetta reyna. Ég get ekki séð, að sýnt hafi verið fram á nauðsyn sóttkvíar á millil skimana á landsmærunum, þannig að ekki sé gætt meðalhófs og þarna sé um óþarflega íþyngjandi reglur að ræða, sem standist ekki. 

Jón Magnússon, 25.10.2020 kl. 16:54

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Eg fylgdist ekkert með þessum reglum og varð rasandi þegar bandarísk kærasta dóttursonar míns varð að fara í sóttkví i 5 daga þótt ekkert fyndist smitið. hún varð að leigja og sækja matvælin frá sinum fyrir utan dyr.En gönguferð var leyfð með akveðnum hópi einu sini á dag.  

Helga Kristjánsdóttir, 26.10.2020 kl. 01:31

4 identicon

Varla hefur gamla fólkið á Landakoti farið á öldurhús?

Þrátt fyrir allt aðhaldið hér þá tekst okkur illa að vernda þá veikustu, hvað þá ef aðhaldið væri minna. 

Ef þróunin hefði orðið sú sama hér og á Spáni þá væru næstum 240 manns látnir af völdum veikinnar  í viðbót auk fjölda annarra með alvarleg eftirköst hennar.

Sjálfsvíg á Íslandi eru á milli 30 til 40 á ári, það eru engar þekktar leiðir til að draga stórkostlega úr þeirri tölu ólíkt viðbrögðum við covid 19.  Þar er þó hægt að gera eitthvað þangað til bóluefnið kemur. 

Það er gott að þú mældist neikvæður en getur verið að þú sért orðinn of neikvæður? 

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 26.10.2020 kl. 11:00

5 Smámynd: Jón Magnússon

Bjarni Gunnlaugur dauðsföll af völdum Covid á Spáni eru vafalaust mjög oftalin, en það breytir ekki því, að mjög fáir íslendingar hafa sem betur fer látist úr sóttinni. 

Svo er annað. Þær þjóðir sem beitt hafa hörðustu lokunum eins og Ítalir, Frakkar, Spánverjar og Bretar eru ekki að fara neitt betur út úr sóttinni en hinir sem beittu vægari mannréttindaskerðingum. 

Við erum hér að mörgu leyti í kjörstöðu. Í fyrsta lagi fámenni í öðru lagi gott heilbrigðiskerfi í þriðja lagi öflug smitrakning sem er auðveldari hér en víðast hvar annarsstaðar. í fjórða lagi þá passar fólk sig almennt mjög vel. Samt gengur ekki betur. Mér er nær að halda að þessar ráðstafanir sem verið er að grípa til skili litlu. Mikilvægara að brýna fyrir fólki ábyrgð hvers og eins. 

Jón Magnússon, 26.10.2020 kl. 15:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 368
  • Sl. sólarhring: 1358
  • Sl. viku: 5510
  • Frá upphafi: 2469894

Annað

  • Innlit í dag: 350
  • Innlit sl. viku: 5058
  • Gestir í dag: 349
  • IP-tölur í dag: 342

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband