25.10.2020 | 11:20
Röng viðbrögð ekki gætt meðalhófs.
Sá sem jafnan skrifar af mestu viti í Fréttablaðið fyrir utan Óttar Guðmundsson lækni, er ritstjóri blaðsins Jón Þórisson. Jón hefur verið óhræddur við að andæfa viðteknum skoðunum hins alvalda þríeykis í Covid fræðum. Jón bendir réttilega á, að við þessar aðstæður sé þetta sá tími sem mikilvægt sé að ræða um frelsi, mannréttindi og vernd stjórnarskrárinnar gegn handahófskenndum frelsissviptingum sóttvarnarlækns sem ríkisstjórnin samþykkir jafnan.
Jón bendir á, að margfalt fleiri hafi fallið fyrir eigin hendi á þessu ári en Covid, samt er ríkisvaldið ekki að beina sérstökum sjónum að slíkum hörmungum. Óttar Guðmundsson gerði þeim málum góð skil fyrir nokkrum árum, en ekki hefur verið brugðist við.
Þó nokkrir verði til þess, draga í efa heilagleika veirutríósins og þeirra aðgerða sem það hefur gripið til, þá er hræðsluáróðurinn svo mikill, að stór hluti landsmanna finnur til óttakenndar og takmarkar því samskipti sín við annað fólk, sjálfum sér og öðrum til ómældra leiðinda.
Þó mikilvægt sé, að hver gæti að eigin sóttvörnum, þá er það annað mál en handahófskennd valdboð veirutríósins, sem oft orka tvímælis. Sum þessara valdboða hafa valdið þjóðinni milljarða tjóni eins og það að eyðileggja ferðaþjónustuna. Önnur hafa svipt einstaklinga og smáfyrirtæki lífsviðurværi sínu. Samt er haldið áfram án þess að gerð sé grein fyrir hver sé tilgangurinn eða frelsissviptingar rökstuddar.
Ég er nýkominn frá Spáni, frá svæði þar sem smit eru örlítið fátíðari en hér miðað við fólksfjölda. Samt sem áður má fólk fara í hársnyrtingu, spila fótbolta og aðra boltaleiki jafnvel í keppnisgreinum. Vikulega er gerð grein fyrir hvar og við hvaða starfsemi fólk er að smitast. Þar kemur í ljós, að smit eru ekki að greinast vegna innstreymis túrista eða þess, að fólk fari í hársnyrtingu eða geri almennt allt sem gert er í frjálsu þjóðfélagi. Smitin eru aðallega vegna skorts á aðgætni á áfengis- og öldrykkjustofum.
Í miðjum ágúst s.l. rofnaði samhengi vitrænnar nálgunar og meðalhófs hjá veirutríóinu og ríkisstjórninni en við tóku þær glórulausu öfgar sem fólu í sér nánast aðkomubanni til landsins. Allir skyldu skimaðir ekki einu sinni heldur tvisvar og það með óundanþægri sóttkví á milli. Þetta hefur ekki haft neina þýðingu við að hefta útbreiðslu C-19 en valdið tugum ef ekki hundruð milljarða tjóni, sem ríkisstjórnin ber ábyrgð á. Reynslan hefur sýnt að þessi ákvörðun var röng og hafði ekkert í för með sér nema tjón. Samt er vitleysunni haldið áfram.
Ég mældist neikvæður við skimun á landamærunum, jafnvel þó sýnatökukonan gerði sitt ítrasta til að troða sýnatökupinnanum í gegnum nefið á mér og upp í heilabúið. Vegna þess að ég mældist neikvæður, fer ég í sóttkví fram á föstudag n.k. Heil vinnuvika. Vegna þessara reglna eiga margir í erfiðleikum bæði við að komast heim til sín og afla sér nauðsynja, fyrir utan þann ömurleika sem sumir þurfa að lifa við einir og yfirgefnir í sóttkví vegna þess að þeir mældust ekki með veiruna.
Er það ekki dæmalaust, að maður sem mælist neikvæður í þessari skimunaræði, skuli þessvegna þurfa að halda sig frá öðru fólki og meðhöndlaður eins og holdveikissjúklingur fyrr á öldum.
Ríkisstjórnin ber ábyrgð á því,að taka ekki alvöru umræðu um það hvað sé líklegast til að hafa þýðingu, sé vilji til að halda frelsissviptingum áfram, til að reyna að koma í veg fyrir Covid smit og beita þá þeim aðgerðum, sem taldar eru bráðnauðsynlegar en gefa fólkinu í landinu að öðru leyti kost á því að gæta að eigin smitvörnum. Þetta hefur ríkisstjórnin ekki gert, en telur sig hæfasta til að vera í hlutverki jólasveinsins og færa sumum gjafir og það allt með annarra peningum að sjálfsögðu skattgreiðenda.
Þó veiritríóið og landsstjórinn þekki e.t.v. ekki vel til þess sem kallað er meðalhóf við beitingu stjórnvaldsaðgerða, þá ætti samt að vera þekking á því fyrirbæri í ríkisstjórninni. Væri ekki rétt að skoða hvaða aðgerðir koma þá til greina og eru nauðsynlegar einnig að teknu tilliti til þjóðarhags.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Heilbrigðismál, Mannréttindi, Viðskipti og fjármál | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 368
- Sl. sólarhring: 1358
- Sl. viku: 5510
- Frá upphafi: 2469894
Annað
- Innlit í dag: 350
- Innlit sl. viku: 5058
- Gestir í dag: 349
- IP-tölur í dag: 342
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- Adolf Friðriksson
- Jón Þórhallsson
- Ágúst H Bjarnason
- Agný
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés Magnússon
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Jón Þóroddur Jónsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Baldur Hermannsson
- Námsmaður bloggar
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Björn Halldórsson
- Björn Júlíus Grímsson
- SVB
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Dominus Sanctus.
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Þórólfur Ingvarsson
- Dögg Pálsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Einar G. Harðarson
- Eiríkur Guðmundsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- ESB og almannahagur
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jón Kristjánsson
- Atli Hermannsson.
- Baldur Gautur Baldursson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frjálshyggjufélagið
- Jakob Þór Haraldsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Georg Eiður Arnarson
- Gestur Halldórsson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Guðmundur Júlíusson
- gudni.is
- Jón Þórhallsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Gústaf Níelsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Guðjón Ólafsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Heimir Ólafsson
- G Helga Ingadottir
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Hildur Sif Thorarensen
- Eiríkur Harðarson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Einar Ben
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga G Halldórsdóttir
- Jakob S Jónsson
- Einar B Bragason
- Jens Guð
- jósep sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Jónas Egilsson
- Jón Pétur Líndal
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Eyþór Jóvinsson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Eggertsson
- Kjartan Magnússon
- Högni Snær Hauksson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristján H Theódórsson
- Bjarki Steingrímsson
- Steingrímur Helgason
- Konráð Ragnarsson
- Lífsréttur
- Loncexter
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Júlíusson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Magnús Jónsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Morgunblaðið
- Natan Kolbeinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Bjarki Smárason
- Páll Ingi Kvaran
- Pálmi Gunnarsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Ragnar G
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnar L Benediktsson
- Rannveig H
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- ragnar bergsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jóna Sigurðardóttir
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Skattborgari
- Haraldur Pálsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Guðnason
- Jóhann Pétur
- Sverrir Stormsker
- Sturla Bragason
- Sumarliði Einar Daðason
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Björn Bjarnason
- Óli Björn Kárason
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Þórhallur Heimisson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valsarinn
- Valur Arnarson
- Vefritid
- Ingunn Guðnadóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Eyþórsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Ívar Pálsson
Athugasemdir
Hvað segja lögin Jón? Hvernig færi ef einhver kæmi til landsins og lýsti því yfir eftir að hafa greinst neikvæður, að hann hyggðist ekki virða sóttkvína, og gerði það ekki? Yrði hann ákærður? Hvernig myndu málaferlin fara?
Þorsteinn Siglaugsson, 25.10.2020 kl. 11:41
Það er góð spurning Þorsteinn. Gott ef einhver mundi vilja láta á þetta reyna. Ég get ekki séð, að sýnt hafi verið fram á nauðsyn sóttkvíar á millil skimana á landsmærunum, þannig að ekki sé gætt meðalhófs og þarna sé um óþarflega íþyngjandi reglur að ræða, sem standist ekki.
Jón Magnússon, 25.10.2020 kl. 16:54
Eg fylgdist ekkert með þessum reglum og varð rasandi þegar bandarísk kærasta dóttursonar míns varð að fara í sóttkví i 5 daga þótt ekkert fyndist smitið. hún varð að leigja og sækja matvælin frá sinum fyrir utan dyr.En gönguferð var leyfð með akveðnum hópi einu sini á dag.
Helga Kristjánsdóttir, 26.10.2020 kl. 01:31
Varla hefur gamla fólkið á Landakoti farið á öldurhús?
Þrátt fyrir allt aðhaldið hér þá tekst okkur illa að vernda þá veikustu, hvað þá ef aðhaldið væri minna.
Ef þróunin hefði orðið sú sama hér og á Spáni þá væru næstum 240 manns látnir af völdum veikinnar í viðbót auk fjölda annarra með alvarleg eftirköst hennar.
Sjálfsvíg á Íslandi eru á milli 30 til 40 á ári, það eru engar þekktar leiðir til að draga stórkostlega úr þeirri tölu ólíkt viðbrögðum við covid 19. Þar er þó hægt að gera eitthvað þangað til bóluefnið kemur.
Það er gott að þú mældist neikvæður en getur verið að þú sért orðinn of neikvæður?
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 26.10.2020 kl. 11:00
Bjarni Gunnlaugur dauðsföll af völdum Covid á Spáni eru vafalaust mjög oftalin, en það breytir ekki því, að mjög fáir íslendingar hafa sem betur fer látist úr sóttinni.
Svo er annað. Þær þjóðir sem beitt hafa hörðustu lokunum eins og Ítalir, Frakkar, Spánverjar og Bretar eru ekki að fara neitt betur út úr sóttinni en hinir sem beittu vægari mannréttindaskerðingum.
Við erum hér að mörgu leyti í kjörstöðu. Í fyrsta lagi fámenni í öðru lagi gott heilbrigðiskerfi í þriðja lagi öflug smitrakning sem er auðveldari hér en víðast hvar annarsstaðar. í fjórða lagi þá passar fólk sig almennt mjög vel. Samt gengur ekki betur. Mér er nær að halda að þessar ráðstafanir sem verið er að grípa til skili litlu. Mikilvægara að brýna fyrir fólki ábyrgð hvers og eins.
Jón Magnússon, 26.10.2020 kl. 15:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.