Leita í fréttum mbl.is

Undirgefni

Daginn eftir að Landsspítalinn lýsti yfir neyðarstigi var forsætisráðherra landsins efst í huga skv. twitter færslu, að réttindum kvenna væri sérstaklega ábótavant í Póllandi. 

Staðreyndin er samt sú, að konur í Póllandi njóta ekkert minni réttinda en konur annarsstaðar í þeim heimshluta og virðing fyrir og framkvæmd varðandi jafnstöðu kynjana er mun betri í Póllandi en víðast hvar annarsstaðar í veröldinni. 

Hvað skyldi þá vaka fyrir forsætisráðherra og af hverju skyldi hún ráðast sérstaklega að Póllandi í sambandi við kynjamisrétti. Sennilega vegna þess, að pólska ríkisstjórnin og þingið vildu ekki samþykkja evrópska tilskipun um réttindi kynjana o.fl vegna ákvæða um kynfræðslu á forsendum transfólks. Það voru einu athugasemdirnar sem gerðar voru við það regluverk. 

Mikilvægt er að gera athugasemdir og mótmæla þegar réttindi kvenna eru ekki virt. Við eigum að berjist fyrir því að konur hvar sem er í heiminum fái notið jafnstöðu við karlmenn og virðingar og lagalega stöðu ekki síðri en þeir. 

Í stað þess að vísa til Póllands hefði Katrín Jakobsdóttir átt að gera athugasemdir við ófrelsi og réttindaleysi þar sem mest skortir upp á, að réttindi kvenna séu virt þ.e. í múslimska heiminum, ekki síst þar sem sharia lög gilda.

Í múslimsku löndunum er verk að vinna eins og hin hörundsdökka, Ayaan Hirsi Ali frá Sómalíu, sem flýði til Hollands og býr nú  í Bandaríkjunum og er gift sagnfræðingnum Niall Ferguson, hefur ítrekað bent á, m.a. í stuttmyndinni "Submission" eða undirgefni, sem Theo van Gogh kvikmyndaleikstjóri og hún unnu saman að. Vegna þess var Theo van Gogh drepinn af harðlínumúslima og Ayaan Hirsi Ali þurfti að búa við vernd allan sólarhringin í hinu frjálslynda Hollandi vegna morðhótanna og tilrauna til að ráða hana af dögum. Allt vegna þess, að þau bentu á hve réttlausar konur eru í hinum múslimska heimi. 

Þegar yfirstéttarkonur í Evrópu eins og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tísta með þeim hætti sem hún gerði í morgun, þá er tíst hennar móðgun við þær konur sem búa við hvað minnstan rétt meir en milljarður kvenna í múslimska heiminum. Katrín lítur framhjá þeim þjóðfélögum og hugmyndafræði sem veldur undirokun kvenna og er helsti andstæðingur frjálslyndra viðhorfa um jafnstöðu kynjana, sem við Katrín berjumst bæði fyrir.

En hvað veldur, að kona eins og Katrín Jakobsdóttir skuli ekki vera tilbúin til að berjast fyrir réttindum kvenna, þar sem réttindi þeirra eru helst fyrir borð borin eins og í múslimska heiminum, en skuli andskotast út í Pólverja sem hafa ekkert til saka unnið í þessum efnum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Sama sagan um hræsni góða fólksins

Halldór Jónsson, 26.10.2020 kl. 16:57

2 Smámynd: Loncexter

Því fleiri pólverjar sem fæðast því betra. Þá koma fleiri hingað til lands og fá kosningarrétt og kjósa svo flokk Katrínar. Hún þarf að læra að tefla þessi kona .

Loncexter, 27.10.2020 kl. 17:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 176
  • Sl. sólarhring: 391
  • Sl. viku: 4223
  • Frá upphafi: 2427067

Annað

  • Innlit í dag: 149
  • Innlit sl. viku: 3909
  • Gestir í dag: 144
  • IP-tölur í dag: 142

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband