Leita í fréttum mbl.is

Vínarborg

Vínarborg hefur verið friðsæl borg frá 11.september 1683 með einni undantekningu. Þann dag gersigraði fjölþjóðlegur her kristinna Evrópuþjóða undir herstjórn  Sobieski konungs Póllands heri Íslamista, sem höfðu setið um borgina og ætluðu að hertaka hana og útrýma kristni í Evrópu. Íslamistar syrgja að svo skyldi farið og þann dag skyldi hafa verið komið í veg fyrir að stofnað yrði kalífadæmi Evrópu og kristni útrýmt. 

Þessvegna völdu Íslamistarnir sem rændu þotum og flugu m.a. á tvíburaturnana í New York og á Pentagon bygginguna í Washington þennan dag 11. september sorgardagsins mikla þegar Íslamistum brást að undiroka kristnar þjóðir Evrópu og færa þær undir ok kenninga spámannsins Múhammeðs. 

Vín veiti um árabil misjöfnum pólitískum sauðum athvarf og hefur um aldir verið háborg lista og menningar. Kommúnistaleiðtogin Trotsky er sennilega þeirra frægastur. Enginn þeirra misjöfnu pólitísku sauða, sem fengu skjól í Vínarborg voru ógn við borgina eða öryggi borgarbúa. Hefðu þeir verið það, þá hefði þeim strax verið vísað burt úr borginni.

Nú bregður svo við að enn eitt viðbjóðslegt hryðjuverk Íslamista í Evrópu er framið einmitt í þessari friðsælu borg. Enn og aftur kemur í ljós, að það er enginn öruggur staður til í Evrópu fyrir ofbeldisöflum hins pólitíska Íslam 

Fróðlegt verður að sjá hver verða viðbrögð Sebastian Kurz kanslara Austurríkis. Mun hann eins og Macron Frakklandsforseti skera upp herör gegn Íslamistunum í landinu. Munu þeir Macron og Kurz sameiginlega hvetja til baráttu sameinaðrar Evrópu gegn þessum ófögnuði. Slíkt er löngu tímabært.

Þau ríki, sem enn kallast kristin, en eru það aðeins að nafninu til verða, hvað sem trúarbrögðum líður, að átta sig á því, að herir ófrelsisins og hatursins, sem eiga rætur sínar í hinu pólitíska Íslam m.a. í samræmi við boðskap Múslimska bræðralagsins í Egyptalandi, ógna nú öryggi og þeim gildum mannréttinda og menningar, sem Evrópubúar hafa. Gildi og menning sem hefur gert Evrópu að miðstöð frelsis, öryggis og mannréttinda. Að þeim gildum sækja þessir miðaldaherir myrkursins og ofstækisins og hafa gert um árabil síðan fylgjendum Múhammeðs í Evrópu fór að fjölga.

Það er næsta sérkennilegt, að leiðtogar Evrópu skuli ekki geta komið sér saman um að bregðast við þessari vá og breyta lögum til að koma í veg fyrir að vegið sé stöðugt að öryggi fólks og það liggi eftir drepið og limlest helst hálshöggvið til dýrðar myrkrinu og hatrinu. 

Hugmyndafræði hatursins og myrkursins náði tökum á mið-Evrópu nokkur ár á síðustu öld með skelfilegum afleiðingum. Nú verður að bregðast við svo að nýir boðendur myrkursins og hatursins missi tökin áður en örlög Evrópu verða enn verri en þau hafa áður verið. Til þess þarf sameiginlega stefnumörkun leiðtoga Evrópu þar sem þau standa saman í því að fordæma og slíta öllu sambandi við ríki og fólk, sem samsamar sig með ofbeldisöflum hins pólitíska Íslam. Þar er m.a. um að ræða lönd eins og Tyrkland og Íran. Sama á að gilda um forustumenn, sem lýsa ánægju með hryðjuverk af þessu tagi. 

Það má ekki halda áfram að gerast, að þau ríki Evrópu, sem verða fyrir ofbeldi íslamistanna standi ein uppi eins og Frakkar hafa gert undanfarna daga og Danir gerðu á sínum tíma eftir myndbirtingu Jyllands Posten af spámanninum Múhammeð. Við verðum sameiginlega að taka upp okkar kross og berjast gegn ofbeldisöflunum og úthýsa þeim úr Evrópu.

Öryggi fólksins í Evrópu er meira virði en friðþægingarstefna á forsendum heimskunnar, Biedermanns og strútsins gagnvart hinum myrku herjum hins pólitíska Íslam. Þessvegna verður vægðarlaust að vísa fylgjendum þessa haturs og öfga burt úr Evrópu. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það var nú ekki friðsamlegt í Vín í stríðslok þegar Bandamenn gerðu loftárásir á Austurríki og Rauði herinn æddi svo þangað inn. Katrín Mixa lýsti þessu í bókinni Liðnir dagar (Rvík 1946). Henni tókst að flýja til Bæjaralands með drengina sína tvo, Franz maður hennar hafði þurft að fara í herinn.

Ingibjörg Ingadóttir (IP-tala skráð) 3.11.2020 kl. 12:43

2 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

"The New World Order Is Islam" Hér vakna margar spurningar. ???

 

25.1.2015 | 10:58

https://jonasg-egi.blog.is/blog/jonasg-egi/entry/1594054/

Here’s how it works:

As long as the Muslim population remains around or under 2% in any given country, they will be for the most part be regarded as a peace-loving minority, and not as a threat to other citizens. This is the case in: 

Egilsstaðir, 02.11.2020   Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 4.11.2020 kl. 02:32

3 Smámynd: Jón Magnússon

Ingibjörg ég sagði líka í færslunni með einni undantekningu og þá var ég að tala um árin eftir að nasistar frömdu valdaránið í Austurríki og fram til þess tíma að Rauði herinn fór. 

Jón Magnússon, 4.11.2020 kl. 16:48

4 identicon

Flest sem er slæmt fyrir Íslenska þjóð er stutt af Rúv. t.d. innflutningur á múslimum. Það er ekki skrítið að ástandið sé svona geggjað með þennann ríkis vinstri áróðursmiðil fremstan í fararbroddi. Það er vægast sagt óþolandi að þessi miðill geti með almannafé sýnt stórum hluta þjóðarinn argasta dónaskap á hverjum degi.

Öll veiðileyfagjöldin renna til Rúv.

Kristinn Bjarnason (IP-tala skráð) 5.11.2020 kl. 07:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 376
  • Sl. sólarhring: 677
  • Sl. viku: 4890
  • Frá upphafi: 2426760

Annað

  • Innlit í dag: 352
  • Innlit sl. viku: 4540
  • Gestir í dag: 346
  • IP-tölur í dag: 331

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband