Leita í fréttum mbl.is

Ekki má lina tökin.

Í færslu þegar hertar aðgerðir voru kynntar, benti ég á, að þær væru ónauðsynlegar. Coronu smitum væri að fækka óðfluga. Það máttu og áttu allir að sjá. Eina ógnin var að Landsspítalinn hafði ekki gætt sóttvarna sem skyldi og setti sjálfan sig þar af leiðandi á neyðarstig.

Þrátt fyrir að smitum væri að fækka beið ríkisvaldið samt ekki boðana og afnam frelsi borgarana á mörgum sviðum. Nú þegar fyrir liggur að þessi fullyrðing mín var rétt og smitum hefur fækkað verulega dettur stjórnvöldum samt ekki í hug að aflétta frelsissviptingum og halda áfram að hræða fólk til að réttlæta mistökin.

Afleiðingar þess eru margvíslegar. Dauði og doði færist yfir mannlífið og atvinnulífið í landinu. Fólk er gert að mannafælum. Íslendingar eru nánast komnir í ferðabann þar sem flugvélar fljúga hvorki að né frá Íslandi til Evrópu. Milljarða tjón verður daglega vegna ónauðsynlegra ráðstafana.

Það er gjörsamlega óábyrgt að halda svona áfram.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Jónsson

Læknarnir eru nú flæktir í net eigin hræðsluáróðurs og fá sig hvergi hrært.  Staðan sýnir glögglega, að það eru hvorki virt sjónarmið meðalhófsreglunnar, stjórnarskrárvarinna einstaklingsréttinda né efnahagslegra afleiðinga.  Að herða aðgerðir, þegar daglegum smitum fer fækkandi, er stórfurðuleg ráðstöfun m.v. allan kostnaðinn, sem slíkt hefur í för með sér.  Afleiðingin af svona ráðslagi getur orðið andsefjun, þannig að persónubundnar ráðstafanir sitji á hakanum, af því að fólk setji traust sitt á, að þvingunarráðstafanirnar dugi til að vernda það.  Ef það "að lifa með veirunni" þýðir að halda daglegum smitum undir 5, eins og Thor Aspelund sagði í nýlegu viðtali, þá erum við stödd í blindgötu þjóðfélags í stöðugri spennitreyju.  Þessar vanhugsuðu aðgerðir, sem aðeins færa okkur eina bylgjuna á fætur annarri, verða að fara að taka enda. 

Bjarni Jónsson, 8.11.2020 kl. 10:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.12.): 94
  • Sl. sólarhring: 922
  • Sl. viku: 3782
  • Frá upphafi: 2449266

Annað

  • Innlit í dag: 86
  • Innlit sl. viku: 3549
  • Gestir í dag: 85
  • IP-tölur í dag: 85

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband