Leita í fréttum mbl.is

Lýðræði í kröppum dansi.

Kommúnistastjórnin í Kína nýtir sér heimsfaraldurinn sinn, til að herða tökin meðan ríki  Evrópu og Ameríku eru nánast lömuð. 

Tíbetbúar og Uigurar búa við harðræði eins og fyrr og eru annars flokks borgarar með öllu því illa sem því fylgir. Nú er einnig hert á aðgerðum gegn lýðræði í Hong Kong.

Þrátt fyrir loforð um eitt ríki tvö kerfi þegar Bretar yfirgáfu Hong Kong og Kína tík við, þá virðist sem að kommúnistastjórnin í Peking telji, að kerfin tvö gangi ekki upp saman. Í gær sögðu síðustu lýðræðissinnarnir á þingi Hong Kong af sér og Vesturlönd láta eins og sú frétt skipti ekki máli. 

Vesturlönd eru sem lömuð m.a. vegna skorts á sameiginlegri stefnumótun hugmyndasnauðra hræddra stjórnmálamanna,sem hafa enga hugmyndafræðilega staðfestu og hafa alist upp við áhyggjulaust líf í partýinu, þar sem embættismennirnir taka í raun nánast allar ákvarðanir.

Kínastjórn tilkynnti 4.9% hagvöxt á síðasta tímabili og segist hafa lagt veiruna að velli. Kommúnistastjórnin telur því að það sé hentugur tími til að leggja til atlögu gegn frelsinu í Hong Kong. 

Kínastjórn telur auk heldur, að ekkert sé að óttast frá Bandaríkjunum ef Biden verður forseti. Frelsið víkur og svonefnd frjáls Vesturlönd láta það yfir sig ganga og halda áfram viðskiptum og öðrum samskiptum við Kína eins og ekkert hafi í skorist. Við deyjum ekki fyrir Dansig eina sögðu undanlátsmenn gagnvart þýsku nasistunum fyrir 80 árum. Nú segja þeir. Hong Kong er hvort sem er í Kína kemur þessi borg okkur við? 

Kemur lýðræði, frelsi og mannréttindi okkur nokkuð við. Eigum við ekki frekar að hafa það gott meðan við getum þó við fljótum sofandi að feigðarósi?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.1.): 22
  • Sl. sólarhring: 818
  • Sl. viku: 5758
  • Frá upphafi: 2472428

Annað

  • Innlit í dag: 21
  • Innlit sl. viku: 5249
  • Gestir í dag: 20
  • IP-tölur í dag: 20

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband