Leita í fréttum mbl.is

Enn skal haldið og engu sleppt

Smitstuðull Covid er lægstur á Íslandi af löndum Evrópu í dag. Samt sem áður segir Þórólfur smitsjúkdómalæknir að veður séu svo válynd, að halda verði að mestu leyti þeim hertu aðgerðum sem gripið var til fyrir rúmum mánuði. Á sama tíma segir tölfræðingurinn Thor Aspelund, að smitstuðullinn sé slíkur að það geti orðið sprenging í fjölda smita.

Þetta er hræðsluáróður.

Samt er smitstuðullinn enn sá lægsti í Evrópu. Ætli menn að halda trúverðugleika verða þeir, að segja fólki satt og neita sér um þann lúxus að stunda hræðsluáróður til að drepa niður frjálst mannlíf og eðlileg samskipti fólksins í landinu. 

Hafi sóttvarnarlæknir haft rétt fyrir sér í byrjun september. Liggur þá ekki fyrir, að hægt er að miða við sambærilegar reglur og þá giltu? Ef hann hefur hins vegar haft rangt fyrir sér þá, ber þá ekki að taka ráðleggingum hans með fyrirvara?

Það vill enginn veikjast af þessari pest og engin smita. Þessvegna skilar jákvæður áróður um smitvarnir sér til fólksins og með því að gera alla meðvirka í að halda eðlilegri varúð í samskiptum vinnum við sigur á þessum vágesti. En við vinnum ekki sigur með því að reyra höftin svo mjög og umfram alla skynsemi, að fólk hætti að taka mark á þeim.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Vel orðað og góðar vangaveltur um hvort við séum á réttri leið í smitvörnum. Í vor var unnið út frá neyðarástandi og gekk vel. Í sumar og haust hefur enn verið unnið eftir neyðarástandi(9 mánuðum seinna) en með afar slökum árangri í raun. Farið að eltast við hitt og þetta án þess að rannsaka árangurinn.

Rúnar Már Bragason, 27.11.2020 kl. 12:14

2 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Sæll Jón

Er hugsanlegt að öll þessi höft og allar þær aðgerðir sem farið hefur verið í s.s. að útdeila milljörðum króna hingað og þangað, séu bara hluti af enn stærra dæmi??? þá er ég ekki einvörðungu að líta til þess sem er að gerast hér á landi heldur um heim allan.

Hefur þú heyrt um "The Great Reset", en nú er það mikið í umræðunni og á upptök sín hjá "The World Economic Forum". Að skoða það ætti að vera upplýsandi um það sem í vændum er fái þeir aðilar sem þar taka ákvarðanir einhverju ráðið. Ég bið til Guðs að svo verði ekki.

Tómas Ibsen Halldórsson, 27.11.2020 kl. 13:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 219
  • Sl. sólarhring: 506
  • Sl. viku: 4435
  • Frá upphafi: 2450133

Annað

  • Innlit í dag: 200
  • Innlit sl. viku: 4129
  • Gestir í dag: 196
  • IP-tölur í dag: 194

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband