Leita í fréttum mbl.is

Gargandi minnihluti

Vinstri grænir vilja breyta helmingi landsins í þjóðgarð. Með því aukast völd og áhrif ríkisins þá sérstaklega umhverfisráðuneytisins um málefni þessa helmings landsins. 

Engin sérstök þörf er að gera allt miðbik landsins að þjóðgarði. Samt sem áður skal það knúið fram vegna miðstjórnaráráttu  og ríkishyggju vinstri grænna.

Steingrímur J. Sigfússon hefur verið þingmaður Vinstri grænna frá upphafi. Meginhluta síns þingmannsferils hefur hann staðið á öskrinu í ræðustól Alþingis sem gargandi minnihluti. Í ræðu um þjóðgarðsmálið sagði hann,að gargandi minnihluti eigi ekki neinn rétt til að þvælast fyrir þeim hugumstóru ríkishyggjuáformum, sem Vinstri grænir vilja ná fram.

Með þessari framsetningu gerir Steingrímur J. athugasemd við rétt minnihluta til að hafa skoðun og halda henni fram.

Ólíkir eru þeir Steingrímur J. sem vill meina minnihluta um lýðræðisleg réttindi þegar hann telur sig vera  í meirihluta og sá merki lögfræðingur og stjórnmálamaður dr. Gunnar Thoroddsen, sem oftast var í meirihluta á sínum stjórnmálaferli.

Gunnar  talaði ítrekað um réttindi minnihluta og mikilvægi þess að minnihlutinn léti í sér heyra. Forsenda lýðræðis,væri að menn létu skoðanir sínar í ljósi. Af því tilefni sagði dr. Gunnar eitt sinn:

"Við skulum ekki gleyma því, að minnihlutinn í dag getur orðið meirihluti á morgun."

Þannig er það í lýðræðisþjóðfélagi og þannig á það að vera og það er vonum seinna að forseti elsta þjóðþings Evrópu átti sig á að hann starfar í lýðræðisríki en ekki Hvíta Rússlandi þar sem skoðanabræður hans hanga enn á völdunum og neita að hlusta á það sem þeir kalla gargandi minnihluta. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Steingrímur Jóhann hef ég heyrt að búinn sé að fá 50 milljónir í búsetustyrki þar sem hann segist halda heimili á Gunnarsstöðuum þó hann hafi lengi búið í Breiðholti. En margir draga Gunnarsstaða búsetu hans í efa. Mér var sagt að hann hafi í þessu  verið að kaupa kaupa annað einbýlishús á 80 milljónir.

Enginn gerir athugasemd við neitt þegar vinstri menn eiga í hlut.

Halldór Jónsson, 12.12.2020 kl. 18:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 217
  • Sl. sólarhring: 506
  • Sl. viku: 4433
  • Frá upphafi: 2450131

Annað

  • Innlit í dag: 198
  • Innlit sl. viku: 4127
  • Gestir í dag: 194
  • IP-tölur í dag: 192

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband