Leita í fréttum mbl.is

Covid, kirkjan og jólin

Jólaguðþjónustur opnar almenningi verða ekki í kirkjum um jólin vegna Covid sóttvarna. 

Fyrir margt kristið fólk skiptir máli að fara í kirkju um jólin Í sumum tilvikum er það mikilvægasti hluti jólahátíðarinnar. 

Sumir prestar auglýsa að þeir muni mæta í tóma kirkju og senda guðþjónustu út á netinu. En af hverju má ekki opna kirkjuna á sömu forsendum og með sömu varúðarreglum m.a. fjöldatakmörkunum og viðhafðar eru í stórmörkuðum eða á sundstöðum? 

Í Danmörku mega kirkjur vera opnar um jólin og það er undir sóknunum sjálfum komið til hvaða ráðstafana þær grípa. Þar í landi eru smit nú mun meiri en hér og gripið hefur verið til harðra ráðstafana af hálfu sóttvarnaryfirvalda, sem telja þó að smithætta sé svo lítil í kirkjum, að sjálfsagt sé, að heimila fólki að sækja messur með ákveðnum takmörkunum þó.

Ég veit ekki til þess, að prestar hafi sótt um undanþágu til að halda messur opnar almenningi um jólin. Hafi þeir og biskupar ekki gert það,þá sýnir það því miður lítinn trúarlegan áhuga og skort á trúarlegri sannfæringu.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Jón.

Er ekki einmitt meira smit í Danmörku og miklu víðtækari lokanir núna um jólahátíðina, einmitt vegna þess að þeir hafa ekki verið nógu strangir á svona hlutum í haust??

Er ekki orðið erfitt að rífast við Þórólf og co, svona þegar maður lítur á ástandið í öðrum löndum.

Miklu strangari lokanir, yfirfullar gjörgæslur, allt að tvöföldun dauðsfalla frá því í vor.

Ekki að ég sé ekki líka að rífast, finnst fáránlegt að landsbyggðarfélög, þar sem ekkert smit er, skuli ekki fá að æfa líkt og stóru klúbbarnir fyrir sunnan.

Eins tel ég að það sé hægt að útfæra guðsþjónustur þannig að ekki sé mikil smithætta af þeim, allavega ekki meir en í biðröð matvöruverslana.

En almættið ræður, það er fulltrúar þeirra á jörðu, þríeykið sem er að reyna sitt besta út frá þekktum fræðum.

En það þýðir ekki sama að maður megi ekki hafa skoðanir á gjörðum þeirra, alveg eins og maður tekur stundum debat, reyndar einhliða, við hið æðra almætti um að eitthvað megi vera svona en ekki hins veginn.

Því jafnvel það er ekki óskeikult.

Með jólakveðjum að austan.

Ómar Geirsson, 23.12.2020 kl. 21:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.1.): 22
  • Sl. sólarhring: 817
  • Sl. viku: 5758
  • Frá upphafi: 2472428

Annað

  • Innlit í dag: 21
  • Innlit sl. viku: 5249
  • Gestir í dag: 20
  • IP-tölur í dag: 20

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband