Leita í fréttum mbl.is

Sigurvegarar ársins

Forseti Evrópusambandsins, Úrsúla Geirþrúður frá Leyen og Boris Jónsson geta bæði fagnað sigri fyrir það að viðskiptasamningur Breta og Evrópusambandsins sé svo gott sem í höfn. Samningar sigldu ítrekað í strand, en þau Úrsúla og Boris gerðu sitt til að samninganefndirnar settust aftur og aftur við samningaborðið og hlutuðust til um atriði, sem réðu því að samningar náðust. 

Boris og Úrsúla eru ótvíræðir sigurvegarar ársins 2020.

Þar með er lokið margra ára þrautagöngu Breta við að komast þokkalega heilu og höldnu út úr Evrópusambandinu. Vonandi verður samningurinn báðum aðilum til góðs. Eitt er víst, að hefðu samningar milli Evrópusambandsins og Breta ekki náðst, hefðu báðir aðilar liðið fyrir það og mikil verðmæti tapast. 

Sennilega var það rétt hjá hinum skarpskyggna De Gaulle hershöfðingja og fyrrum Frakklandsforseta, að Bretar áttu ekki heima í Evrópusambandinu. Auk þess sá hann, að með aðild þeirra væri hætta á að öxullinn, sem öllu réði þá Þýskaland/Frakkland yrði þá ekki lengur einráður, en svo fór hinsvegar ekki. Fyrir vikið voru breskir hagsmunir hliðsettir oft á tíðum með þeim afleiðingum sem nú eru orðnar. 

Það eru mikil tíðindi, að Bretar sem hafa verið mestu áhrifavaldir á Evrópska þróun frá því á 18.öld fram yfir síðari heimstyrjöld, skuli nú vera utanveltu og algjörlega áhrifalausir. Þeir geta ekki lengur att Evrópuþjóðum í stríð hvort gegn öðru, hlutast til um málamiðlanir eða ógnað Evrópuþjóðum til að sitja og standa eins og þeir vilja, sem þeir hafa gert um aldir. 

Bretar sömdu um að deila fiskimiðum sínum að verulegu leyti með Evrópusambandinu. Um annað gátu þeir ekki samið. Athyglisvert hvað Evrópusambandið sótti það fast að njóta sem víðtækustu réttinda til fiskveiða í breskri lögsögu og vildu í lengstu lög ekki gefa neitt eftir. 

Þessi staðreynd ættu að sýna okkur Íslendingum, að aðild að Evrópusambandinu kemur, því miður eða sem betur fer, ekki til greina. Það er sá pólitíski veruleiki, sem íslenskir stjórnmálamenn ættu að gera sér grein fyrir. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Minn skilningur á samningnum er sá að bretar hafi tekið til sín megnið af kvótanum á ný en að evrópusambandið fái að að fiska um fjórðung þess sem þeir höfðu næstu fimm ár eða svo. Síðan eru bretar með full yfirráði. Það má því segja að ESB hafi fengið hóflegan aðlögunartíma rétt eins og bretar fengu hér eftir síðasta þorskastríð.

Fæ ekki betur séð en að það sé fullnaðarsigur breta þótt hann verði með einhverri töf.

Jón Steinar Ragnarsson, 27.12.2020 kl. 17:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.1.): 30
  • Sl. sólarhring: 823
  • Sl. viku: 5766
  • Frá upphafi: 2472436

Annað

  • Innlit í dag: 23
  • Innlit sl. viku: 5251
  • Gestir í dag: 21
  • IP-tölur í dag: 21

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband