Leita í fréttum mbl.is

Svívirðileg árás á lýðræðið

Árás stuðningsfólks Donald Trump á þinghúsið í Washington DC er svívirðileg árás á lýðræðið. Bandaríkin hafa verið talin meðal fremstu lýðræðisríkja heims og eru það. Það skiptir því máli, að valdaskipti fari fram með friðsamlegum hætti, með þeirri röð og reglu sem reglur lýðræðisins gera kröfu til. 

Donald Trump hefur gengið of langt eftir að úrslit lágu fyrir í forsetakosningunum og ljóst var að þeim yrði ekki hnekkt. Þá var mál að viðurkenna ósigur og vinna í samræmi við þær reglur sem lýðræðið gerir kröfu til og koma tvíefldur til næstu kosninga, ef svo bar undir. 

Því miður hefur Donald Trump ekki sést fyrir. Afleiðingin af því er m.a. að Repúblikanar hafa misst meirihluta sinn í öldungadeild Bandaríkjaþings. 

Donald Trump á ekki annan kost nú, vilji hann halda virðingu sinni sem lýðræðislegur forustumaður en fordæma árásina á þinghúsið, viðurkenna ósigur sinn og lýsa yfir vilja til að aðstoða viðtakandi forseta eftir megni.  

Sennilega var það rétt sem einhver sagði, að það sem fólk telur Trump standa fyrir á meiri möguleika á að ná fram að ganga án Trump en með honum. Hafi það ekki verið orð að sönnu þegar það var sagt, þá verður ekki annað séð en þannig sé það eftir atburði síðustu vikna. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Sæll. 

Ég myndi nú telja Jón að kosningasvik séu mun alvarlegri árás á lýðræði en það sem gerðist í gær.

Munurinn er á því sem gerðist í gær og á kosningakerfissvikum, er sá það sem gerðist í gær er sýnilegt, en kosningasvik fara ósýnilega fram eins og þegar Lehmansbræðrabankinn var tæmdur án þess að neinn stæði þar í biðröð fyrir utan. Sama má segja um það þegar íslensku bankarnir voru rændir innanfrá.

Hingað til hafa allar athafnir stuðningsmanna Trumps verið friðsamlegar, og þetta sem gerðist í gær á eftir að rannsaka.

Ekki er hægt að segja hið sama um það sem Demókratar hafa stutt við bakið á síðustu 12 mánuðina.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 7.1.2021 kl. 08:08

2 identicon

Það var ekkert kosningasvindl í gangi, Gunnar. Kominn tími á að hætta þessu bulli og éta allt upp eftir Trump. Mín skoðun er sú að nú eigi að reyna að koma vitinu fyrir Trump. Annars verður að víkja honum frá. Það er nauðsynlegt að lægja öldurnar í Bandaríkjunum og það að skikka hann úr embætti 13 dögum fyrir embættisskipti er kannski ekki sniðugasta leiðin. Vona að republikanir finni betri kandidat til að bjóða fram eftir fjögur ár. Hlutverk Bidens hlýtur að vera að sætta þjóðina og koma lýðræðislegri hugsun til skila inn í þjóðfélagið. Síðan verð ég nú að segja að liggjandi hér á bakinu og get mig ekki hreyft þá vildi ég ekki lifa í Bandaríkjum Trumps án Obamacare. Hér þarf ég ekki að borga fyrir skurðaðgerðina sem í vændum er en fullt verð í USA. Kannski ættu þeir sem hafa talað gegn Obamacare hérlendis að hugleiða það að sá tími getur komið að þeir þurfi á heilbrigðiskerfinu að halda.

Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 7.1.2021 kl. 09:12

3 Smámynd: Valdimar H Jóhannesson

Jón

þessir atburðir í þinghúsinu í gær eru afar skringilelgir og líkastir því að vera draumastaða allra óvina Trumps. Þó að hann sé þurs í framkomu oft á tíðum og sjálfur sinn versti óvinur þá er þetta með slíkum endemum að argasta fífli er varla ætlandi að vilja gera sér slíkt.

Valdimar H Jóhannesson, 7.1.2021 kl. 11:08

4 Smámynd: Jón Magnússon

Hann fríjar sig ekki af því Valdimar að hafa hvatt til mótmæla og ekki brugðist við um leið og farið var að sýna ofbeldi. Að sjálfsögðu er þetta vatn á myllu andstæðinga hans, en honum var nær að bregðast ekki við og tala fyrir gildi stofnana lýðræðisins og gegn árásum á þær. 

Jón Magnússon, 7.1.2021 kl. 12:05

5 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Það var nú einmitt það sem forsetinn gerði Jón, en Twitter ritskoðaði það burt: sjá hér.

Gunnar Rögnvaldsson, 7.1.2021 kl. 12:09

6 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Hvet Gunnar og hitt klára fólkið sem hefur svörin umfram okkur hin að færa sannanir, sannanir sem hafa verð samþykkir af þar til gerðum dómstólum, dómstólum sem eru jú skipaðir af dómurum sem Trump treysti bezt til að vinna að málefnum réttlætiz.

Á meðan eru svona yfirlýsingar eins og hjá Gunnari og hans líkum, sögusagnir á meðan. 

Ekki nema að Gunnar sé enn að áti í konfekti og hafi ekki haft tíma til að kynna sér niðurstöður dómsstóla í um 60 málum sem var vísað á braut.

Það er naumast sem konfektið má vera gott....

Sigfús Ómar Höskuldsson, 7.1.2021 kl. 13:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.1.): 27
  • Sl. sólarhring: 820
  • Sl. viku: 5763
  • Frá upphafi: 2472433

Annað

  • Innlit í dag: 22
  • Innlit sl. viku: 5250
  • Gestir í dag: 21
  • IP-tölur í dag: 21

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband