Leita í fréttum mbl.is

Frelsiđ er fallvalt

Lögreglan í Derbýhérađi á Bretlandi handtók ţćr Jessicu Allen og Elizu Moore fyrir nokkru. Ţćr ćtluđu í göngutúr á auđu svćđi og fóru frá heimilum sínum og óku 8 km. frá heimilum sínum hvor á sínum bíl ţangađ sem ţćr höfđu mćlt sér mót. Ţćr höfđu međ sér brúsa međ piparmyntute til ađ svala ţorstanum á göngunni.

Lögreglan gat ekki unnt ţeim ţessa og handók ţćr og sektađi hvora um sig um 200 pund eđa jafnvirđi kr. 35.000.- Glćpurinn var ađ ćtla út ađ ganga of langt frá heimilum sínum. Sektin var raunar síđan felld niđur en ţađ er annađ mál.

Ţegar borgarar fá ekki ađ fara á auđ svćđi til ađ fara í göngutúr, til ađ halda viđ heilsu sinni og styrkja sig auk ţess ađ fá lífsnauđsynlegt D vítamín til ađ berjast gegn Kórónuveirunni ţá er langt gengiđ í sóttvarnarráđstöfunum og sýnir betur en margt annađ hvađ ţađ er hćttulegt ađ afhenda stjórnvöldum möguleika á ađ loka inni íbúa á ákveđnum svćđum hvađ ţá heilar ţjóđir og svipta ţá grundvallarfrelsi sínu til ađ ráđa yfir verustađ sínum. 

Jafnvel hjólreiđamenn hafa veriđ handteknir og sektađir á Bretlandi jafnvel ţó ekki sé vitađ til ađ Kórónuveiran ferđist um á reiđhjóli. 

Viđ höfum orđiđ vitni ađ ţví ađ undanförnu hvađ auđvelt er ađ svipta einstaklinga frelsi sínu á grundvelli raunverulegra eđa ímyndađra heilsufarsráđstafana. 

Miđađ viđ ţá reynslu sem liggur fyrir eftir ítrekađar frelsisskerđingar borgaranna ţar sem fariđ er algjörlega umfram allt međalhóf, ţá verđur ekki annađ séđ, en ţađ sé glaprćđi af Alţingi ađ ćtla ađ samţykkja ađ opinberir starfsmenn geti svipt fólk frelsi sínu nánast ađ geđţótta og fyrirskipađ útgöngubann 

Útgöngubann bćja, borga og jafnvel íbúa heils lands er svo hriklaleg frelsisskerđing ađ ţađ er vćgast sagt fráleitt, ađ ćtla ađ samţykkja lög, sem heimila slíka frelsisskerđingu án ađkomu löggjafans. 

Fyrir nokkru samţykkti Alţingi lög sem stöđvuđu verkfall ákveđinna starfsmanan Landhelgisgćslunnar vegna öryggismála. Međferđ málsins á Alţingi tók dagpart. Ljóst má vera, ađ komi upp ađstćđur sem kalli á útgöngubann, ţá eru engin vandkvćđi á ţví ađ Alţingi geti afgreitt slíka tillögu verđi í raun nauđsyn á ađa beita slíkum ađgerđum. 

Alţingi ber ţví ađ hafna tillögum í nýjum sóttvarnarlögum um heimild fyrir heilbrigđisyfirvöld til a beita hatrammari sóttvarnarráđstöfnum en nú er ţ.á.m. útgöngubanni. Frelsiđ er vandmeđfariđ og viđkvćmt og dćmin á síđasta ári og ţessu sýna, ađ mikillar varúđar er ţörf og frekari framsal valds til heilbrigđisyfirvalda býđur hćttunni heim.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ţórhallsson

Er ţetta ekki bara illumanati-klíkan/ New Wold Order

sem er ađ koma hér á lögregluríki međ ţví hrópa úlfur, úlfur og hrćđa alla inn í sín búr/hús og ţannig geta ţeir haft betri stjórn á öllum?

(Nasistar nútímans án ţess ađ neinum hakakross sé flaggađ opinberlega).

Jón Ţórhallsson, 13.1.2021 kl. 12:58

2 Smámynd: Guđjón E. Hreinberg

Miđađ viđ hvernig umrćđur hafa veriđ undanfariđ ár, og undanfari ţeirra misserin á undan, ţá er vestrćn menning hrunin. Kommúnisminn hefur yfirtekiđ öll sviđ ţjóđfélaganna og öfugt viđ Sovétríki Kalda stríđsins, er hvergi hćgt ađ flýja.

Guđjón E. Hreinberg, 14.1.2021 kl. 19:52

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri fćrslur

Jan. 2025
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.1.): 669
  • Sl. sólarhring: 927
  • Sl. viku: 6405
  • Frá upphafi: 2473075

Annađ

  • Innlit í dag: 606
  • Innlit sl. viku: 5834
  • Gestir í dag: 581
  • IP-tölur í dag: 568

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband