Leita í fréttum mbl.is

Mitt er þitt

Ríkissjóður er rekinn með meir en milljarðs halla á sólarhring. Þannig gengur það ekki endalaust. Fyrr en síðar lendum við í ógöngum.

Einn af þeim sem skilur ekki samhengi á milli tekna og útgjalda ríkissjóðs er félagsmálaráðherrann Ásmundur Einar Daðason. Nýverið ákvað hann, að erlendir velferðarfarþegar, sem heita á fínu máli umsækjendur um alþjóðlega vernd skyldu fá sömu þjónustu og svonefndir kvótaflóttamenn.

Að sjálfsögðu er reginmunur á kvótaflóttamönnum,sem ríkisstjórn ákveður að taka inn í landið, vegna báginda sinna og hlaupastráka, sem leita uppi hagkvæmasta landið í Evrópu þar sem viðgjörningurinn er bestur og margir hafa þeir farið yfir mörg lönd Evrópu áður en þeir ákveða að reyna að koma sér inn hér á þeim vafasömu forsendum sem þeir jafnan byggja á.

Velferðarfarþegarnir eru venjulegast með nýjustu og dýrusta farsíma, en svo merkilega vill til að þeir hafa týnt öllum sínum persónulegu gögnum þ.á.m. vegabréfi og því upphefst dýr málarekstur á kostnað skattgreiðenda og á þeim tíma hefur félagsmálaráðherra ákveðið að þeir skulu hafa betri kjör en þeir Íslendingar sem lakast eru settir. 

Nú á að verðlauna þessa ólöglegu innflytjendur með því að útvega þeim sama viðgjörning og kvótaflóttamenn sem leiðir til verulegs útgjaldaauka ríkissjóðs. 

Af hverju er félagsmálaráðherra svona heillum horfinn, að hann telji rétt að verðlauna þessa svonefndu hælisleitendur með því að bjóða þeim upp á betri kjör en Íslendingum sem eru í fjárhagsvanda? 

Félagsmálaráðherra þykir greinilega mikilvægt að ólöglegu innflytjendurnir fái hér betri viðgjörning á kostnað skattgreiðenda úr galtómum ríkissjóði, en hann er tilbúinn til að bjóða þeim sem hafa íslenskan ríkisborgararétt. 

Ásmundur Einar telur þetta greinilega til vinsælda fallið. En er ekki rétt að íslenskir kjósendur sýni honum svörtu á hvítu í næstu kosningum að svona óráðssíufólk eins og hann eiga ekkert erindi í íslenska pólitík lengur. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

- Heitir félagsmálaráðherrann ekki ,,Ásmundur Einar" ? en sú ónákvæmni er kannski í samræmi við annað í pistlinum.

Flosi Eiríksson (IP-tala skráð) 4.3.2021 kl. 16:16

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Sæll! Áttar Ásmundur Daði sig ekki á hugdyrfsku kjósenda eftir meðferðina á okkar minnstu bræðrum eftir hrun. Íslendingar eru að ná áttum og afneita þessum tilskipunum ESB.

Helga Kristjánsdóttir, 5.3.2021 kl. 01:08

3 Smámynd: Jónatan Karlsson

Vel mælt og hárrétt.

Jónatan Karlsson, 5.3.2021 kl. 07:08

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Sveitungi minn góður,Flosi.Seint mun ég láta falla kusk á sérlega vandaða pistla höfundar. Er mér því ljúft að leiðrétta seinna nafn Ásmundar,sem er Einar Daðason. 

Helga Kristjánsdóttir, 5.3.2021 kl. 14:35

5 Smámynd: Grímur Kjartansson

Utanríkisráherra gaf um daginn 275 miljónir úr ríkiskassanum til Jemen. Nú er náttúrlega best ef við reyndum frekar að aðstoða fólk við að búa áfram í sínum löndum. En þetta er flókið og það eru líka viðskiptahindranir í gangi á Jemen og þegar fólk treystir algjörlega á matargjafir áratugum samnan þá sýnir það getuleysi alþjóða samtaka.
The decade-long conflict in Yemen has left an estimated 20 million people - two-thirds of the population - dependent on humanitarian assistance

Grímur Kjartansson, 6.3.2021 kl. 10:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.2.): 725
  • Sl. sólarhring: 737
  • Sl. viku: 2310
  • Frá upphafi: 2489955

Annað

  • Innlit í dag: 681
  • Innlit sl. viku: 2107
  • Gestir í dag: 631
  • IP-tölur í dag: 621

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband