Leita í fréttum mbl.is

Á gröf hins látna blikar bensíntunna

Eitt af höfuðskáldum 20.aldar Steinn Steinar orti á sínum tíma um andlát Kommúnistaflokks Íslands, þegar Sameiningarflokkur alþýðu, Sósíalistaflokkurinn var stofnaður. Kvæðið hét Kommúnistaflokkur Íslands, in memoriam. Í lokahendingum kvæðisins segir:

"En orðstír hans mun lifa um ár og aldir

 þó allt hans starf sé löngu fyrir bí. 

 Á gröf hins látna blikar bensíntunna

 Frá British Petroleum Company"

Skáldinu fannst sínir gömlu félagar vera komnir í bland við hin kapítalísku tröll með því að samsama sig með Sósíalistaflokknum. 

Í gær fór Katrín Jakobsdóttir formaður VG í æðsta musteri kapítalískra pappírsbaróna, Kauphöllina til að hringja bjöllu til að opna fyrir það veðmang og lotterí kauphallarfursta, sem framleiðendakapítalistar hafa á stundum haft illar bifur á sbr. þá Thomas Alva Edison og Henry Ford, sem vildu með störfum sínum og uppfinningum leggja grunn að bættum lífskjörum hins vinnandi manns. En þeir gátu aldrei séð að kauphallarbrask gæti orðið til þess.

Varla er hægt að komast lengra frá sósíalískri hugsun en samsama sig með hugmyndafræði pappírsbarónanna eins og Katrín gerði í gær. Raunar verður að segja það pappírs- og lotterískapítalistunum á Nasdaq, það til hróss, að þeim tókst að selja alþjóðakvennahreyfingu og sumum stjórnmálamönnum þ.á.m. Katrínu, að bjölluhringing framákvenna til að opna fyrir viðskipti í hámusteri pappírskapítalismans einn dag á ári,  hefði eitthvað með kynjajafnrétti að gera.  

Upphaf kvæðis Steins Steinars gætu því sanntrúaðir sósíalistar nú kyrjað um útför sósíalískrar hugmyndafræði Vinstri grænna, sem er þó í sjálfu sér Guðsþakkarvert þar sem þeir hafa nú fundið hið Kapítalíska leiðarljós.

"Sic transit gloria mundi(Þannig fer um dýrð heimsins) mætti segja"

sagði Steinn Steinar í kvæði sínu um hugmyndafræðilegt andlát Kommúnistaflokks Íslands. Spurning er hvort það sama á ekki við um VG í dag.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll. Þetta með bensíntunnuna frá BP er auðvitað skot á Héðinn Valdimarsson, sem var forstjóri þess hér á landi. Hann var einn af þeim krötum sem stóð fyrir því að hluti af Alþýðufl. sameinaðist Kommúnistafl. 

Ingibjörg Ingadóttir (IP-tala skráð) 9.3.2021 kl. 15:26

2 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Í örvæntingarleit nútíma sósíalista að haldreypi og nýrri stefnumálum, er hvert tækifæri nýtt til að afla vinsælda. Úrelt og gelt hugsjón, sem allir þenkjandi menn hafa alla tíð séð að að aldrei gat virkað, hefur runnið sitt skeið, en fylgjendurnir hringja bjöllum í musterum græðginnar, ef ske kynni að stóllinn vermdi aðeins lengur. Hugsjónagelt lið sem aldrei hafði það að markmiði að vernda hag samborgara sinna. Nægir þar að nefna stofnanda VG, Þistilfjarðarkúvendinginn, sem sveik allt áður en haninn svo mikið sem kom upp raust að fyrsta gali morgunsins.

 Fyrirlitlegt lið, svo ekki sé sterkara að orði kveðið.

Góðar atundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 9.3.2021 kl. 20:23

3 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Aldrei efrópusamband sgðai Þistilfjarðar kjapturinn klukkutímum fyrir kosningar, Þistilfjarðar kjapturinn er nú forseti alþingis í boð Bjarna Ben og æðsti fulltrúi Evrópusambabds umsókknar. 

Hrólfur Þ Hraundal, 10.3.2021 kl. 16:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 326
  • Sl. sólarhring: 643
  • Sl. viku: 4147
  • Frá upphafi: 2427947

Annað

  • Innlit í dag: 301
  • Innlit sl. viku: 3837
  • Gestir í dag: 288
  • IP-tölur í dag: 269

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband