Leita í fréttum mbl.is

Blæjan og frelsið

Hvað eiga Evrópuríkin Austurríki, Belgía, Búlgaría Danmörk, Frakkland,Ítalía, Lettland, Holland, Svíþjóð og Þýskaland sameiginlegt. Þau hafa öll bannað múslímska andlitsblæju kvenna. Innan skamms mun Sviss fylla þennan hóp, en um daginn var það samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu. 

En hvað með frelsið og umburðarlyndið. Hvernig stendur á því að hið frjálslynda Holland og Danmörk eru að hafa afskipti af klæðaburði fólks? Snýst búrkubannið og blæjubannið um það?

Stuðningsfólk blæjubannsins í Sviss bentu á, að blæjan væri aldagamall siður til að undirstrika að konur væru körlum undirgefnar. Blæjur voru nánast ekki til í Evrópu ekki heldur hjá múslimum sbr. t.d. Sarajevo, fyrr en hið pólitíska íslam gerði blæjuna að áróðurstákni, gegn vestrænum siðum og menningu, og konur í álfunni og víða annarsstaðar voru neyddar til að bera þetta tákn ófrelsis og kynjamisréttis. 

Saida Keller Messahli stofnandi og formaður samtaka um framfarasinnað Íslam, segir að með því að banna blæjuna sé verið að hafna hugmyndafræði alræðis, sem sé andstæða lýðræðis. Saída Keller er múhameðstrúar, fædd í Túnis og baráttukona fyrir mannréttindum. Hún hefur horft upp á það hvernig hið herskáa pólitíska Íslam hefur þrengt sér inn í moskur í Evrópu og samtök múslima og valdið stöðugt meiri sundrungu og fornaldarhyggju.

Boðskapur þessarar stjórnmálastefnu, en það er hún mun frekar en trúarbrögð, er alræðishyggja í ætt við fasisma og kommúnisma. Blæjan  sem einkennismerki þessarar hugmyndafræði gerir konur að andlitslausum annars flokks verum, og er hvað augljósasta táknið um kvennfyrirlitningu. Bann við andlitsblæjunni er því ekki spurning um að vegið sé að frelsi fólks til að ákveða hvernig það klæðist ekki frekar en að bannað er að bera nasísk tákn í Þýskalandi.

Svissneskir kjósendur kusu í þjóðaratkvæðagreiðslu að banna skyldi þetta einkennismerki herskárrar pólitískrar stefnu Íslamsks alræðis, kvennakúgunar og haturs á vestrænum gildum. Fyrir áratug síðan greiddu þeir líka atkvæði með því að banna mínarettur eða kallturna við moskur, sem að Erdogan Tyrklandsforseti hefur lýst sem vígvopni gegn vestrænum gildum.

Við Íslendingar ættum fyrr en síðar að taka umræðu um þessi mál einkum og sér í lagi vegna þess slappleika sem stjórnvöld sýna í útlendingamálum og taka okkur stöðu með öðrum lýðfrjálsum ríkjum í Evróp og banna tákn kvennakúgunar og alræðishyggju, áður en það verður vandamál í íslensku samfélagi. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ætli svona niðurstaða yrði samþykkt af Sjálfstæðisflokknum.

Kjörsókn rúm 50% (óvenju góð)

Bann vildu 51,2%

Jón (IP-tala skráð) 13.3.2021 kl. 15:39

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Mætti banna þessar fjandans grímur líka. Undirliggjandi ástæður þeirra eru vafalaust skyldar blæjublæti múslima. Allavega er sýmt að það munar eingu í sýkingum hvort menn nota þær eða ekki. Margar rannsóknir styðja það. 

Jón Steinar Ragnarsson, 13.3.2021 kl. 20:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 297
  • Sl. sólarhring: 691
  • Sl. viku: 4118
  • Frá upphafi: 2427918

Annað

  • Innlit í dag: 273
  • Innlit sl. viku: 3809
  • Gestir í dag: 264
  • IP-tölur í dag: 253

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband