Leita í fréttum mbl.is

Milliliđur allra milliliđa

Pétur Benediktsson heitinn, sendiherra, bankastjóri og alţingismađur gaf á sínum tíma út kveriđ "Milliliđur allra milliliđa" Á ţeim tíma hömuđust sósíalistar og kommúnistar ţess tíma sem og ţesslyndir Framsóknarmenn viđ ađ gagnrýna svonefndan milliliđagróđa og héldu ţví fram ađ lífskjör mundu batna til ef hćgt yrđi ađ útrýma honum. 

Pétur benti međ beinskeyttum hćtti á ţađ, hversu vitlaus ţessi umrćđa vćri og ekki yrđi hjá milliliđum komist ţó ekki vćri til annars en ađ framleiđa vörur, koma ţeim á markađ og milli markađa. Til gamans benti hann á, ađ kýrin vćri í raun milliliđur allra milliliđa. Hún biti gras og afurđin mjólk yrđi til. 

Pétur benti líka á hversu vitlausar niđurgreiđslur vćru ţ.e. ađ ríkiđ tćki peninga skattgreiđenda og lćkkađi međ ţví vöruverđ á sumum neysluvörum. Í ţví sambandi birti hann skopmynd, ţar sem feitur mađur situr viđ borđ og skóflar í sig dýrindis krásum. Mjór og glorsoltinn hundur kemur ađ borđinu og mćnir á feita manninn biđjandi augum. Feiti mađurinn tekur upp hníf og sker af rófunni á hundinum og stingur upp í hann og hundurinn labbar alsćll í burtu. 

Pétri fannst ţessi skopmynd sýna vel ađ fólk borgi alltaf fyrir niurgreiđslur ađ lokum neytendur og skattgreiđendur. 

Ráđherra Sjálfstćđisflokksins leggur til, ađ "gefa" fólki ferđagjöf. Ráđherrann ćtlar ekki ađ borga ferđagjöfina sjálf. Ţeir sem fá gjöfina borga hana. Sama og ţegar feiti mađurinn skar hluta rófunnar af hundinum og stakk upp í hann. 

Ferđagjöf ferđamálaráđherra er ţó smárćđi á viđ ţađ sem félagsmálaráđherra er búnn ađ unga út upp á síđkastiđ og greinilegt ađ hann er búinn ađ vera í kosningabaráttu lengi á kostnađ skattgreiđenda til ađ tryggja sér ţingsćti í Reykjavík. 

Ţegar viđbrögđ stjórnvalda viđ Kóvíd faraldrinum leiddu til mikils tekjufalls flestra á frjálsa markađnum, sem ríkisvaldiđ ákvađ ađ bćta međ myndarlegum hćtti fyrir suma, ţá virđist sem flóđgáttir millifćrslna og ríkishyggju hafi skyndilega brostiđ og peningum skattgreiđenda er ausiđ út eins og ţeir séu óţrjótandi og aldrei ţurfi ađ borga fyrir ţessa innistćđulausu veislu. 

Sú hugsun virđist gleymd ađ stjórnmálamenn eru alltaf ađ fara međ fjármuni annars fólks og ţeim ber skylda til ađ gćta ţess vandlega. Hvađ skýrast kom ţetta fram í viđhorfi formanns BSRB fyrir nokkru ţegar hún sagđi, ađ ríkissjóđur vćri ekkert heimilisbókhald og ţví vćru engin tormerki á ţví ađ auka enn hallarekstur ríkissjóđs međ myndarlegri framlögum til tekjuauka fyrir hálaunafólk. 

Samband íslenskra samvinnufélaga var stćrsta fyrirtćki landsins og ţar var ekki fylgt lögmálum heimilisbókhaldsins. SÍS fór í raun á hausinn vegna ţess ađ grundvallarreglur heimilisbókhaldsins eru alltaf til stađar. 

Sama var um Baug, umsvifamesta fyrirtćkis landsins um árabil. Ţar var ekki fylgt heimilisbókhaldsreglum frekar en hjá SÍS og ţađ endađi međ ţúsund milljarđa gjaldţroti. 

Ríkissjóđur lítur sömu lögmálum ţegar upp er stađiđ. Auknar lántökur og hallarekstur ríkissjóđs í núinu leiđa til hćkkunar skatta og vaxta. Ţađ eru ţau óumflýjanlegu efnahagslömál, sem aldrei er hćgt ađ komast framhjá ţegar hallarekstur ríkis eđa fyrirtćkja er eingöngu til eyđslu í núinu.

En veislunni sem millifćrslufurstarnir í ríkissjóđ hafa bođiđ til enda ekki fyrr en eftir kosningar og svo virđist sem nánast öll stjórnmálastéttin sem og drjúgur hluti ţjóđarinnar vilji dansa sem lengst í kringum ţennan gervi gullkálf í draumi ţess sýndarveruleika ađ ţađ sé ekkert til ađ hafa áhyggjur af ţar sem gömlu lánin megi alltaf greiđa međ nýjum eins og stjórnendur Baugs og SÍS töldu.   


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri fćrslur

Nóv. 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 298
  • Sl. sólarhring: 691
  • Sl. viku: 4119
  • Frá upphafi: 2427919

Annađ

  • Innlit í dag: 274
  • Innlit sl. viku: 3810
  • Gestir í dag: 265
  • IP-tölur í dag: 254

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband