Leita í fréttum mbl.is

Skynsemi eða nauðhyggja

Í umræðuþætti á RÚV, Silfrinu í gær fóru fyrstu 80% þáttarins í að tala um getgátur eða allir eru sammála um. Þegar leið að lokum sagði stjórnandinn, að Ólafur Ísleifsson þingmaður Miðflokksins hefði hreyft ákveðnum hugmynum varðandi ólöglega innflytjendur(hælisleitendur), en vakti um leið athygli á að lítið væri eftir af þættinum. Ólafur vakti m.a. athygli á stefnu danskra jafnaðarmanna í málinu og taldi að um væri að ræða stefnumótun, sem ástæða væri fyrir okkur að skoða.

Fulltrúar nauðhyggjunar í málinu fundu þessu ýmislegt til foráttu. 

Páll Magnússon þingmaður Sjálfstæðisflokksins minnti á Altúngu í Birtingi Voltaire og sagði nánast,að frv. dómsmálaráðherra í málinu væri stefna, sem væri sú besta sem til væri. Raunar eru þær tillögur þegar grannt er skoðað ámóta skilvirkar til að yfirstíga vandamálið eins og að ætla að girða norðanáttina af í Reykjavík með því að setja upp skjólvegg í Örfirisey.

Fulltrúi Pírata vildi hætta öllu veseni á landamærunum, en mæltist að öðru leyti skynsamlega.

En svo kom rúsínan í pylsuendanum, Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmaður Samfylkingarinnar, sem fann stefnu bræðraflokks síns í Danmörku allt til foráttu og ekki var annað á henni að skilja en þarna færu danskir sósíaldemókratar villur vegar svo fordæmanlegt væri. Ekki var annað að skilja á þingmanninum, en allar breytingar á stjórnleysinu í þessum málum væri til hins verra og afstaða danskra krata fordæmanleg. 

Ólafur Ísleifsson þingmaður Miðflokksins benti m.a á, að með því að fara þá leið sem að danskir jafnaðarmenn vilja, væri hægt að hjálpa fleirum og þau vandamál, sem nú væri við að etja vegna stjórnlauss aðstreymi svokallaðra hælisleitenda, sem eru um 80% ungir karlmenn mundu verða að miklu leyti úr sögunni. 

Sérkennilegt að þinmenn og verðandi þingmenn skuli ekki vilja skoða þessar hugmyndir danskra krata, sem loksins sáu og viðurkenndu, að áfram yrði ekki haldið á þeirri óheillabraut, sem meirihluti þingmanna á Íslandi virðist vilja halda. 

Það væri hægt að hjálpa 135 manns í nágrenni við heimkynni sín sem eru í bráðri neyð, fyrir hvern einn hlaupastrák sem hefur haft ráð á því að láta smygla sér yfir hafið og þessvegna land úr landi í Evrópu. Hagnaður glæpamannanna sem sjá um þetta smygl hleypur á tugum milljarða íslenskra króna. Er það ekki glórulaus heimska að ætla að halda áfram vonlausu kerfi, sem  hjálpar fáum og síst þeim sem mest þurfa á að halda í stað þess að leita skynsamlegra leiða út úr vitleysunni?

Danskir sósíalistar eiga heiður skilið fyrir að sýna þá djörfung til tilbreytingar að bera sannleikanum og skynseminni vitni. Þeir vilja taka stjórn á sínum landamærum hvað þetta varðar. Af hverju gerum við það ekki líka. Fróðlegt verður að sjá hvaða þingmenn og stjórnmálaflokkar vilja að við höfum stjórn á landamærunum og hverjir vilja að við týnumst fyrr en síðar í þjóðahafinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Snilldar pistill. Rett sem thu segir..

Fróðlegt verður að sjá hvaða þingmenn og stjórnmálaflokkar vilja að við höfum stjórn á landamærunum og hverjir vilja að við týnumst fyrr en síðar í þjóðahafinu.

Thetta verdur gaman ad sja. M.b.kv.

Sigurður Kristján Hjaltested, 22.3.2021 kl. 09:36

2 Smámynd: Grímur Kjartansson

Það er nú einn stór galli á áætlun Pírata
Um leið og fréttist (snjallsímarnir virðast vera hjá öllum)
að hér sé auðvelt að fá hæli
Þá eykst straumurinn margfalt
Nægir þar að líta til hvað gerðist þegar Merkel sagði á Fésbók að allir flóttamenn væru velkomnir til Þýzkalands

Grímur Kjartansson, 22.3.2021 kl. 10:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 295
  • Sl. sólarhring: 702
  • Sl. viku: 4116
  • Frá upphafi: 2427916

Annað

  • Innlit í dag: 271
  • Innlit sl. viku: 3807
  • Gestir í dag: 263
  • IP-tölur í dag: 252

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband