Leita í fréttum mbl.is

Aðgát skal höfð

Í dag mun heilbrigðisráðherra, fulltrúi sóttvarnarlæknis í ríkisstjórninni, leggja fram minnisblað á fundi þeirrar ágætu stjórnar, þar sem kveðið verður á um frekari takmarkanir á frelsi fólksins í landinu til athafna. 

Í fyrirsögn í höfuðblaði þjóðarinnar segir að 26 veirusmit hafi greinst um helgina, sem er geigvænleg fjölgun smita lesið í því samhengi. En þegar nánar er skoðað, þá eru smitin sem betur fer bara þrjú innanlands utan sóttkvíar og þessi þrjú smit eru öll innan sömu fjölskyldu. 

Þrjú smit innan sömu fjölskyldu eru allt annað en 26 og kalla tæpast á hertar stjórnvaldsaðgerðir, en eðlilegt er að brýna það fyrir almenningi að fara varlega meðan uppruni smitana og útsmit eru rakin. 

Þrátt fyrir að heilbrigðisráðherra hafi gerst sek um stórfellt klúður við að fá bóluefni gegn veirunni til landsins, þá hefur samt tekist að bólusetja meginþorra viðkvæmustu hópa landsmanna. Með þá staðreynd í huga er eðlilegt að stjórnvöld ég tala nú ekki um Sjálfstæðisflokkinn, sem byggir á einstaklingsfrelsi og trúnni á getu einstaklingsins til að fást við hin flóknustu mál til hagsbóta fyrir land og lýð vísi málinu til almennings í landinu og geri fólki með öfga- og ýkjulausum hætti grein fyrir ástandinu og hvað beri sérstaklega að varast, en lífið gangi að öðru leyti sinn vanagang.

Þjóðin hefur ítrekað orðið vitni að því, að það er auðveldara að svipta fólk frelsi en að veita því það aftur jafnvel þó að tilefni frelsissviptingarinnar sé löngu liðið hjá.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 292
  • Sl. sólarhring: 716
  • Sl. viku: 4113
  • Frá upphafi: 2427913

Annað

  • Innlit í dag: 268
  • Innlit sl. viku: 3804
  • Gestir í dag: 260
  • IP-tölur í dag: 249

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband