Leita í fréttum mbl.is

Hin nýja sýn á vandanum.

Spakvitrasti stjórnmálamaður norðan Alpafjalla, Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar, fjallar stundum um mál með þeim hætti að vísuhending um fjallið Einbúinn verða næsta hugleiknar eins og segir: Hann Einbúi gnæfir svo langt yfir lágt að lyngtætlur stara á hann hissa.

Í fréttatíma RÚV í hádeginu fann hann 5 ára fjármálaáætlun fjármálaráðherra allt til foráttu og segir að ekki sé ráðist að rót vandans sem sé atvinnuleysi. Logi bendir samt ekki á nein arðbær atvinnuskapandi verkefni, en setti fram nýja kenningu sem er einkar athygliverð.

Þannig sagði Logi formaður að þegar talað væri um tekjubætandi aðgerð í fjármálaáætluninni væri verið að vísa til niðurskurðar og skattahækkana. 

Nú fer mér eins og lyngtætlunum í kvæðinu Einbúinn. Svo vís er þessi kenning Loga, að hún verður ekki sett í vitrænt samhengi við allílfið eða neinar hagfræðikenningar fyrr eða síðar hvorki borgaralegar né sósíalskar.

Hvað er tekjubætandi aðgerð? Skv.orðskýringu er það aðgerð sem kemur í stað skatta og eykur þá væntanlega ráðstöfunartekjur fólks. Okkur lyngtætlunum er því fyrirmunað að skilja þá rökfræðilegu útleggingu Loga formanns, að tekjubætandi aðgerð þ.e. lækkun skatta sé ávísun á niðurskurð og skattahækkanir. 

Umræða verður um málið á Alþingi á morgun og væntanlega mun Logi sem hefur hér haslað sér völl með nýja sýn á hagfræðileg hugtök, orsök og afleiðingu gera okkur lyngtætlunum vitsmunalega grein fyrir því hvernig þetta getur farið saman með þeim hætti sem hann heldur fram.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Nú vill hann ekki hærri skatta. Fyrir ári vildi hann ekki skattalækkanir og rökstuddi með því að þeir sem hefðu hærri tekjur fengju hærri afslátt í krónum talið en þeir sem minna höfðu.

Hann mætti í fjölmiðil með malt, appelsín og hangjikjöt svo hann gæti útskýrt þessa stórfenglegu hagfræðikenningu myndrænt.

Ég vildi mæla með honum til Nóbelsverðlauna. Nú hefur hnykkt frekar á og ég held að ég sendi nóbelsnefndini bréf hið snarasta.

Jón Steinar Ragnarsson, 23.3.2021 kl. 18:06

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það sýnir best hversu skarpur Logi er að hann skuli láta sér detta í hug að halda því fram að atvinnuleysi sé "rót vandans" þegar allir vita að atvinnuleysið er afleiðing af rót vandans.

Þorsteinn Siglaugsson, 23.3.2021 kl. 22:16

3 Smámynd: Halldór Jónsson

"Nú fer mér eins og lyngtætlunum í kvæðinu Einbúinn. Svo vís er þessi kenning Loga, að hún verður ekki sett í vitrænt samhengi við allílfið eða neinar hagfræðikenningar fyrr eða síðar hvorki borgaralegar né sósíalskar.

Hvað er tekjubætandi aðgerð? Skv.orðskýringu er það aðgerð sem kemur í stað skatta og eykur þá væntanlega ráðstöfunartekjur fólks. Okkur lyngtætlunum er því fyrirmunað að skilja þá rökfræðilegu útleggingu Loga formanns, að tekjubætandi aðgerð þ.e. lækkun skatta sé ávísun á niðurskurð og skattahækkanir. "

Mér fer sem þér vinur minn Jón. Gersamlega rökþrota við þessum texta Loga arkitekts.

Halldór Jónsson, 24.3.2021 kl. 01:18

4 Smámynd: Jón Magnússon

Heitir þetta ekki Þorsteinn, að skilja ekki hvað sé orsök og hvað afleiðing. Ekki gott veganesti. En stjórnmálamenn í dag komast upp með hvað eina án þess að almennt sé tekið á bullinu.

Jón Magnússon, 24.3.2021 kl. 10:43

5 Smámynd: Jón Magnússon

Við verðum að hlusta á hann í dag kæri Halldór til að ná samhenginu ef eitthvað er. 

Jón Magnússon, 24.3.2021 kl. 10:43

6 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Samkvæmt minni reynslu er þetta einmitt algengasta villan sem fólk gerir í orsakagreiningu, að rugla orsök og afleiðingu saman.

Þorsteinn Siglaugsson, 24.3.2021 kl. 20:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.1.): 362
  • Sl. sólarhring: 771
  • Sl. viku: 5915
  • Frá upphafi: 2461168

Annað

  • Innlit í dag: 328
  • Innlit sl. viku: 5392
  • Gestir í dag: 322
  • IP-tölur í dag: 318

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband