Leita í fréttum mbl.is

Kæri Pútín

Heilbrigðisráðherra hefur biðlað til Pútíns um að Rússar selji okkur rússneska bóluefnið Spútnik V. Með því er raungerð viðurkenning á, að samflot með Evrópusambandinu varðandi bóluefni,hafi verið mistök. 

Betra væri að heilbrigðisráðherra og ríkisstjórnin hefði séð ljósið fyrr og leitað strax eftir samningi við Rússa þegar fyrir lá, að Spútnik V er eitt besta ef ekki besta bóluefnið á markaðnum. Evrópusambandsglýja ráðamanna kom í veg fyrir það. 

Nú þegar biðlað er til Pútín um að sjá aumur á okkur, þá væri e.t.v. rétt, að við hættum um leið samfloti með Evrópusambandinu um viðskiptaþvinganir gagnvart Rússum. 

Samstarf Íslands og Rússlands hafa verið góð og arðsöm fyrir Íslendinga. Gönuhlaup Gunnars Bragi Sveinssonar, sem anaði út í að setja viðskiptabann á Rússland, veldur tugum milljarða tjóni fyrir íslenska frameleiðendur á ári hverju og þessi maður er enn þingmaður og ekkert hefur verið gert í að víkja frá þessu rugli. Ísland í dag er furðufyrirbæri að þessu leyti.

Fyrst ríkisstjórnin fer nú bónarveg að Pútín í bóluefnismálum, er þá ekki rétt, að hún tilkynni nú þegar, að fallið sé frá öllum hömlum á viðskipti við Rússa og harmað, að Ísland skyldi hafa anað út í það fen með Evrópusambandinu.

Af hverju ættu Rússar að láta okkur hafa bóluefni þegar við erum á sama tíma að fjandskapast við þá? Það er glópska að halda áfram þessum ruglanda gagnvart Rússum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Bravó Jón, þér bregst ekki

Halldór Jónsson, 27.3.2021 kl. 16:55

2 Smámynd: Grímur Kjartansson

Hétu þau ekki Dear John bréfin þar sem kærusturnar sögðu hermönnunum upp?

Gætum við ekki sent eitt slíkt til ESB og hætt að taka þátt í þessu kolvitlausu viðskiptahindrunum m.a. gagnvart Jemen. Viðskiptahindranir með vinstri hendinni en svo er peningum dælt í gegnum hjálparstarf til Jemen  með hægri hendinn.

Pútín mun aldrei gefa eftir Krímskaga svo þessar viðskiptahindranir á Rússa eru komnar til vera að eilífu. Það væri helst fellt niður ef Þjóðverjar gætu fengið afslátt á gasinu sem þeir fengu undanþágu til að kaupa af Rússunum.

Grímur Kjartansson, 27.3.2021 kl. 17:36

3 identicon

Það er ekki Putin sem þarf að spyrja heldur er nóg að spyrja Ram Nath Kovind.

Oskar Gudmundsson (IP-tala skráð) 28.3.2021 kl. 09:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.1.): 639
  • Sl. sólarhring: 804
  • Sl. viku: 6192
  • Frá upphafi: 2461445

Annað

  • Innlit í dag: 581
  • Innlit sl. viku: 5645
  • Gestir í dag: 568
  • IP-tölur í dag: 556

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband