Leita í fréttum mbl.is

Hver gaf þeim þetta vald?

Fáum stjórnmálamönnum hef ég minni samúð með en Kommúnistanum, Maduro einræðisherra Venesuela. Hann á samt að hafa frelsi til að tjá sig, jafnvel um mál sem hann hefur ekkert vit á. 

Þau orð, sem höfð eru eftir franska heimspekingnum Voltaire "Ég fyrirlít skoðanir þínar en er reiðubúinn til að fórna lífinu til að þú getir haldið þeim fram" lýsa vel þeirri hugsun sem raungerðust á tíma upplýsingastefnunar í Evrópu og leiddu til fulls tjáningarfrelsis allra, en að fólk þyrfti að bera ábyrgð á ummælum sínum. Sú regla hefur gefist vel. 

Einokunarvefirnir Google og Facebook taka sér það vald, að loka fyrir aðgang ákveðinna aðila og meta ummæli röng eða rétt, æskileg eða óæskileg. Nú síðast hafa þeir sett Maduro í bann fyrir það að mæla með einhverjum dropum til að lækna Covid. Áður settu þessir risar m.a. bann á að þáverandi Bandaríkjaforseti Donald Trump fengi að tjá sig. 

Angela Merkel átti í vandræðum eftir að hafa opnað fyrir hælisleitendum árið 2015 og fékk á sig heiftarlega gagnrýni frir þá heimsku. Hún talaði við stjórnanda facebook á ráðstefnu og tali sig vera á öruggu svæði, en var það ekki þannig að ummælin urðu kunn.

Merkel spurði stjórnanda facebook hvort ekki væri  hægt að loka fyrir eða takmarka aðgengi þeirra sem gagnrýndu stefnu hennar á facebook til að tjá sig. Stjórnandi Facebook sagði "We are working on it" (við erum að vinna í því). Semsagt vinna í því að útrýma óæskilegum skoðunum. 

Lýðræðisríki heims þurfa að taka sig saman og gera þær kröfur, að  facebook og Google virði mannrétti og samskiptareglur. Það er ekki einokunarfyrirtækja eins og þessara að stjórna umræðunni.

Hvaðan kemur facebook og Google vald til að ákveða hvað er rétt og hvað er rangt? Hvaða skoðanir séu æskilegar og hverjar ekki? Þetta vald hafa þessir einokunarfursta tekið sér andstætt stjórnarskrárvörðum rétti einstaklinga í lýðræðisríkjum. Öllum þeim ríkjum ber að tryggja að farið sé að lögum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 294
  • Sl. sólarhring: 704
  • Sl. viku: 4115
  • Frá upphafi: 2427915

Annað

  • Innlit í dag: 270
  • Innlit sl. viku: 3806
  • Gestir í dag: 262
  • IP-tölur í dag: 251

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband