Leita í fréttum mbl.is

Ef

Ef sóttvarnarlæknir hefði ekki farið á taugum fyrir 5 dögum og krafist harkalegra aðgerða er þá líklegt að hann mundi gera það í dag, þegar fyrir liggur að engin ástæða var til svo hörkulegra aðgerða. Ríkisstjórnin fylgdi eins og vanalega sem hlýðinn kjölturakki. Gerir hún eitthvað til að stytta tímann eða aflétta þessu fári þegar í ljós er komið að ekki var ástæða til þessara aðgerða?

Miðað við tíðni smita utan sóttkvíar frá því að þessi ákvörðun var tekin, þá liggur fyrir að viðbrögðin voru yfirdrifin. Samt sem áður verður frelsisskerðingin ekki afnumin vegna þess að það er auðveldara að svipta fólk frelsi en veita því það á nýjan leik. 

Fyrir um ári var talað um, að við yrðum að læra að lifa með veirunni. Það var þá, en sú afstaða gufaði upp, þrátt fyrir að viðkvæmustu hóparnir hafi að mestu leyti fengið bólusetningu.

Í ráðstjórnarlýðveldum verða hömlurnar sífellt víðtækari. Það þótti vel í lagt þegar fólk var skimað á landamærunum og þurfti síðan í sóttkví í 5 daga og fara síðan aftur í skimun. Nú hefur bæst við að fólk þarf að skila inn PCR prófi sem má ekki vera eldra en 72 stunda frá inngöngu í flugfar og þar við bætist, að innlendir sem erlendir þurfa að sæta því að fara í nauðungarvistun í séstöku sóttvarnarhúsi í viku eftir að viðkomandi kemur frá löndum með töluverða smittíðni.

Sovétið lætur aldrei að sér hæða og það er bara Sigríður Andresen ein stjórnmálafólks, sem þorir að andæfa og enginn annar spyr um lögmæti þessara aðgerða, sem vægast sagt orka mjög tvímælis. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Jón.

Líklegast það ömurlegasta við þessa færslu þína er að kenna vestræna þekkingu, sem jú nútíminn byggist á, við Sovét.

Hvort sem það er þekking vestrænna samfélaga og vísindamanna á sóttvörnum, eða stærðfræðina sem hefur verið þróuð allt frá dögum Pýþagórasar.

Það er sök sér að þið lögfræðingar eru flest fólk sem völdu praktískt nám sem skaffaði, og viðskiptafræðin kom ekki til greina því hún krafðist lágmarkskunnáttu í stærðfræði eða það sem var kallað á þinni tíð, að kunna að reikna.

Þess vegna er hægt að fyrirgefa að þú og Sigríður þekki ekki til veldisvaxtar, sem aðeins er kæfður í fæðingu, og þar með skilji þið ekki hvað í því felst að óþekktir einstaklingar sem hafa í sér smit sem breiðist út með veldisvexti, en að þakka kommúnistum þekkinguna, það er að fara yfir allan þjófabálk.

En þeir sem vilja vera ríkir, og treysta sér ekki í viðskiptafræðina, þeir ná samt ekki prófi nema þeir séu læsir.  Og þú átt að geta lesið þér til um þróun heimsfaraldurs kóvid veirunnar Jón.  Um útbreiðslu hans hjá þjóðum sem tókust ekki á við hann í byrjun, og þurftu seinna meir að að grípa til allsherjarlokunar, sem og þjóða sem tókust strax á dreifð óþekkt smit.

Það seinna eru þjóðirnar sem eru með dauðsföll innan við 100 per milljón, þær fyrri með dánarhlutfallið yfir 1.500 per milljón.

En það kunna samt sumir lögfræðingar að reikna Jón, Bjarni Ben er einn af þeim.

Og hann er ekki kommúnisti frekar en þú, höfum það á hreinu.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 29.3.2021 kl. 17:03

2 Smámynd: Bjarni Jónsson

Angela Merkel hafði næga víðsýni til að bera í síðustu viku til að afturkalla nýfyrirskipaða aflokun Þýzkalands um páskana.  N.B. þýzka aflokunin átti bara að gilda í tæplega viku, en íslenzki sóttvarnarlæknirinn taldi ekki minna duga en 3 vikur hér.  Þessar samkomutakmarkanir og lokun skóla var bráðræðisákvörðun, sem ætti að afturkalla strax.  Hún sýnir okkur, að núverandi stjórnfyrirkomulag með einn mann í lykilhlutverki er stórgallað og þarfnast umbóta strax.  

Bjarni Jónsson, 29.3.2021 kl. 17:18

3 Smámynd: Jón Magnússon

Jæja Ómar þetta var löng athugasemd um lítið efni og afbakanir. Ekki gott og fjarri því að vera málefnalegt.

Jón Magnússon, 29.3.2021 kl. 17:34

4 Smámynd: Jón Magnússon

Alveg rétt Bjarni það var mikið að hún tók skynsamlega ákvörðun. 

Jón Magnússon, 29.3.2021 kl. 17:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 283
  • Sl. sólarhring: 741
  • Sl. viku: 4104
  • Frá upphafi: 2427904

Annað

  • Innlit í dag: 262
  • Innlit sl. viku: 3798
  • Gestir í dag: 255
  • IP-tölur í dag: 244

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband