Leita í fréttum mbl.is

Spámaður er oss fæddur

Þegar síldin hvarf seinni hluta sjöunda áratugs síðustu aldar minnkaði þjóðarframleiðsla og gjaldeyristekjur þjóðarinnar verulega. Þá átti þjóðin frábæra hagfræðinga, sem voru með báða fætur á jörðinni menn eins og Ólaf Björnsson alþingismann og prófessor, Davíð Ólafsson alþingiasmann og síðar Seðlabankastjóra og Birgi Kjaran alþingismann og hugmyndafræðing svo nokkrir séu nefndir. 

Þessir hagfræðingar voru sér meðvitaðir um að afla verður þeirra fjármuna, sem borgað er með og hvorki heimili né ríkissjóður verða endalaust rekinn fyrir lánsfé. 

Við eigum enn góða hagfræðinga, sem greina ástandið með einföldum og skýrum hætti. Einn þeirra er Ragnar Árnason prófessor, sem benti m.a. á í Morgunblaðsgrein þ.6.mars s.l. að ferðaþjónustan hefði staðið undir þorranum af hagvexti áranna 2014-2019. Þá benti hann líka  á, að núverandi velmegun sé tekin af láni og segir m.a. "Þessar lántökur verður að greiða til baka fyrr eða síðar." Í sjálfu sér ekki ný sannindi, en horfin sumum. 

Á sínum tíma setti Böðvar Guðmundsson skáld og trúbadúr fram þá kenningu að hér á landi þyrftum við engu að kvíða því ameríski herinn mundi sjá um þjóðina þá ekki síst íslenskar alþýðupíkur eins og skáldið orðaði það í kvæði sínu. Allir gerðu sér grein fyrir, að Böðvar var með ádeilukvæði sínu að gera grín. 

Nú hefur þjóðin eignast spámann í líki Gylfa Zoega,sem hefur fundið þá einföldu lausn allra vandamála þjóðarinnar, að með því að loka landinu og halda áfram skuldsetningu, verði þjóðinni best borgið. Fagnaðarboðskap Gylfa hefur verið tekið með miklum fögnuði. Þekkt er úr sögunni fyrr og nú að dansinn í kringum gullkálfinn er fólki hugleikinn, sérstaklega ef ekkert þarf annað á sig að leggja en að dansa.

En veruleikinn skyggnist alltaf fram um síðir jafnvel þó hann verði ekki í líki Móse komnum af fundi Jahve á fjallinu helga. Spurningin er hvort falsspámenn verði þá vegnir og léttvægir fundnir eða geti sveiflað sér á aðra grein eins og skáldmæringar hagfræðinnar á árunum fyrir hrun gerðu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.1.): 202
  • Sl. sólarhring: 700
  • Sl. viku: 5740
  • Frá upphafi: 2462414

Annað

  • Innlit í dag: 189
  • Innlit sl. viku: 5190
  • Gestir í dag: 186
  • IP-tölur í dag: 185

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband