Leita í fréttum mbl.is

Fjör í umferðinni

Vinstri meirihlutinn í Reykjavíkurborg grípur til hvaða ráða,sem hugmyndaflug þeirra nær til.Nú á að lækka hámarkshraða í henni Reykjavík í 40 km. eða hægar eftir atvikum. 

Vinstra meirihluta fólkið, sem virðist flest búa í 101 Reykjavík eða nágrenni þess póstnúmers, telur greinilega að það sé komið út á land, þegar það fer yfir Elliðaárnar og leyfir því þar meiri hámarkshraða.

Allt er þetta gert til að draga úr svifryki, sem sagt er stafa af notkun nagladekkja. Að sjálfsögðu kemur ekki til greina að aðskilja sauðina frá höfrunum og láta þá sem spæna upp svifrykinu á nagladekkjunum sínum lúta öðrum lögmálum en þá, sem hafa ekkert til saka unnið. Jafnt skal yfir alla ganga jafnt seka sem saklausa. 

Ef til vill væri eðlilegra að leggja naglagjald á þá sem vilja aka um á negldum dekkjum þannig að helstu orsakavaldar svifryksins mundu borga fyrir sig, en aðrir ekki. 

Svifryk er sagt draga fleiri til dauða á ári hverju en Covíd sjúkdómurinn og því mikið til að vinna að koma í veg fyrir það. Vinstra meirihlutanum virðist ekki detta í hug í því sambandi, að gangast fyrir reglulegri hreinsun gatna í Reykjavík og stuðla að almennu hreinlæti og snyrtimennsku. Svifrykið er ekki síst vegna lélegrar gatnahreinsunar í borginni,en það virðist fara framhjá latte lepjandi elítunni í vinstri meirihlutanum í Reykjavík. 

Svifryk er ekki eini orsakavaldur öndunarerfiðleika fólks. Gera má ráð fyrir að meiri loftmengun verði í henni Reykjavíkinni þegar langar og endalausar biðraðir bíla myndast við þær aðstæður að ekki má aka á eðlilegum hraða í borginni. Hætt er því við að markmiðinu verði ekki frekar náð, en þegar yfirvöld í Moskvuborg setti þær reglur, að engin mætti fá fleiri en tvo áfenga drykki í veitingastað til að draga úr umferðarslysum. Þessi regla varð til þess, að dauðaslysum í borginni fjölgaði til mikilla muna vegna þess fjölda fólks sem þurfti að fara á milli veitingastaða til að ná sér í fleiri drykki. Hætt er við að þessi ráðstöfun vinstri meirihlutans í Reykjavík beri dauðann í för með sér eins og ráðstafanir vinstri meirihluta kommúnista í Moskvu forðum og valdi fleiri ótímabærum dauðsföllum. 


mbl.is Hraðalækkun samþykkt og fyrstu 40-göturnar í sumar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ekkert hefur heyrst frá fulltrúum minnihlutans í þessu ráði. Ætli þeir hafi samþykkt þetta?

Og sé markmiðið að enginn megi lenda í umferðarslysi, hvers vegna er þá ekki umferð bara bönnuð?

Þorsteinn Siglaugsson, 14.4.2021 kl. 19:08

2 Smámynd: Grímur Kjartansson

Ætli Borgarlínan fái undanþágu frá þessum hraðatakmörkunum?
Ef ekki þá verður hún dýrari eð verri.
Ídag þarf vissan fjölda af vögnum til að halda uppi vissri þjónustu hjá Strætó
Ef halda á uppi sömu þjónustu en tefja vagnana á ferð frá A til B þá þarf fleiri vagna - þetta er einföld þríliða

Grímur Kjartansson, 14.4.2021 kl. 19:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 217
  • Sl. sólarhring: 504
  • Sl. viku: 4433
  • Frá upphafi: 2450131

Annað

  • Innlit í dag: 198
  • Innlit sl. viku: 4127
  • Gestir í dag: 194
  • IP-tölur í dag: 192

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband