Leita í fréttum mbl.is

Veslings litli einmanna dómarinn

Sá dómari héraðsdóms, sem úrskurðaði í samræmi við stjórnarskrá fyrir nokkru, að reglugerð um sóttkvíarhús stæðist ekki lög gerði ekki annað af sér, en að gæta að starfsskyldum sínum og dæma eftir lögunum. Þeir lögmenn sem ráku málið fyrir aðila, sem höfðu verið frelsissviptir ranglega sem og lögmenn sóttvarnarlæknis gerðu eki annað af sér en að gegna starfsskyldum sínum og reka málin skv. bestu þekkingu.

Það er því dapurlegt að heyra brigslyrði af vörum landsstjórans Kára Stefánssonar um veslings litla einmana dómarann þegar verið er að fjalla um slæm hópsmit sem komið er upp og ekki sér fyrir nú hvernig reiðir af. Þau hópsmit hafa ekkert með úrskurð héraðsdóms að gera. Þau eru til komin vegna aðila sem kom til landsins áður en reglugerðin tók gildi. Forsætisráðherra staðfestir þetta sbr. meðfylgjandi frétt. Sama hefur sóttvarnarlæknir gert. Svo notuð séu brigslyrði í umræðunni þá liggur fyrir að hvorki einmanna dómaranum né hinum ofurgráðugu lögmönnum verður um kennt. 

Það er alltaf mikilvægt að gæta að orsökum og afleiðngu sem og því sem mestu máli skiptir í vitrænni umræðu viti borins fólks að átta sig á orsakasamhengi hlutanna. 

Mál varðandi fullnægjandi varnir á landamærunum hefur ekkert með úrskurð vesalings einmanna dómarans að gera. Málið snýst um það, að heilbrigðisráðherra gætti ekki að því að setja lögmætar reglur. Sökin liggur alfarið hjá henni. Vilji einhver vera með köpuryrði í garð einhvers, þá væri réttast að beina þeim að þeim aðila sem ábyrgðina ber, en ekki þeim sem eru að framfylgja lögum í landinu.

Ef tryggja á góðar varnir á landamærunum þá dugar ekki að glæpamannavæða alla sem hingað koma heldur beita viðurlögum sem koma í veg fyrir að fólk þori að brjóta sóttkví. Það er aðalatriðið og þar skortir á, að stjórnvöld hafi  gætt skyldu sinnar.

Svo geta strandkapteinar eins og formaður Samfylkingarinnar eins og aðrir ofurpópúlistar á Alþingi reynt að fiska í gruggugu vatni, en það leysir ekki neinn vanda. 

 

 


mbl.is Frumvarp sem skyldar fólk í sóttvarnahús
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

„Svo að notuð séu brigslyrði í umræðunni,“ þá skal formaður Samfylkingarinnar kallaður strandkafteinn og ofurpopúlisti.

Finnur Birgisson (IP-tala skráð) 19.4.2021 kl. 16:45

2 Smámynd: Þórdís Björk Sigurþórsdóttir

Magnað hvernig hægt var að tengja saman sóttkvíarbrot fá því í lok mars við ný leikskólasmit. Og foreldrar æfir út í dómarann og lögmenn, því þetta var haft nógu loðið. Og hver sýnir fram á þessa tengingu - landstjórinn sem varð æfur út af dómnum?  Þarf hann að sanna þessa rakningu eitthvað frekar eða er nóg að segja það bara? Er eitthvað eftirlit með landstjóranum og hans rakningarteymi? ,,Sjáið hvað dómarinn hefur gert börnunum..."(sem eru í raun ekkert eða lítið veik). Þetta eru skilaboðin! Börnin eru ekki í neinni hættu af þessum vírus sem nú er sagður vera eitthvað undirafbrigði þess breska sem er undirafbrigði Sars Cov2. Jón Ívar Einarsson læknir gat sýnt fram á að norsku rannsóknirnar sem Alma og Þórólfur vísuðu í til að hræða með breska afbrigðinu, voru bara rangar. Þetta voru falsfréttir hjá þeim og þau hafa þurft að breyta málflugning sínum, börnin verða lítið veik varð landlæknir nú að segja, nema hún vilji gera sig af meira fífli.
íðanS eru þetta fyrirsagnir ríkisstyrktra fjölmiðla. Og foreldrar verða logandi hræddir. Þetta er ljótur leikur. 

Um 30 börn í eft­ir­liti á Covid-19-göngu­deild



Þórdís Björk Sigurþórsdóttir, 19.4.2021 kl. 16:49

3 identicon

Ef barn dettur í brunninn þá byrgjum við hann til að næsta barn detti ekki í hann líka. Við segjum ekki „Ojæja, þetta barn datt í brunninn áður en til umræðu kom að byrgja hann svo að það er ljóst að það hefði ekki skipt neinu máli hvort við gerðum það eða ekki.“

Það er auðvitað rétt hjá þér að þessi sóttkvíarbrjótur hefði ekki verið stöðvaður með úrræði sem tók gildi eftir að hann kom til landsins, en þetta sýnir fram á að úrræðið þjónar tilgangi þar sem því miður er til fólk sem brýtur sóttkví með skelfilegum afleiðingum.

Það var sannarlega illa til fundið hjá Kára o.fl. að hella sér yfir dómara fyrir að vinna vinnuna sína. Betra að leggja til lausnir, eins og hér er gert og ekki í fyrsta sinn.

Alexander (IP-tala skráð) 19.4.2021 kl. 16:52

4 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

100% sammála.

En hjarðhegðunin er slík að ekki má benda á

eða segja sannleikann.

Sigurður Kristján Hjaltested, 20.4.2021 kl. 08:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 220
  • Sl. sólarhring: 497
  • Sl. viku: 4436
  • Frá upphafi: 2450134

Annað

  • Innlit í dag: 200
  • Innlit sl. viku: 4129
  • Gestir í dag: 196
  • IP-tölur í dag: 194

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband