Leita í fréttum mbl.is

Hatursorðræðan og glæpasamtökin

Fyrir nokkru var forgangsraðað með þeim hætti í lögreglunni, að stofnuð var sérstök deild til að fylgjast með hatursorðræðu. Þeir glæpir hafa aldrei verið fyrirferðamiklir í íslensku samfélagi eða skaðað fólk verulega eða valdið því fjörtjóni.

Á sama tíma er ljóst, að að það eru önnur mál, sem skipta meira máli fyrir heill og öryggi borgaranna.

Þá er einnig ljóst, að lögreglan er of fáliðuð og hefur orðið hlutfallslega fáliðaðri á undanförnum árum, þrátt fyrir að verkefnin hafi vaxið með auknum íbúafjölda og gríðarlegri fjölgun ferðamanna. Dómsmálaráðherra hefur ekki gætt þess, að gera tillögur um og sjá svo til, að lögreglan sé svo búinn hvað varðar mannskap, tæki og aðbúnað að hún geti sinnt brýnustu verkefnum sínum. 

Það segir e.t.v. sína sögu, að á sama tíma og lögreglumenn eru uppteknir viða að skoða meinta hatursorðræðu á samfélagsmiðlum, þá skuli ná rótfestu í landinu 15 erlend glæpagengi, eftir því sem yfirmenn í lögreglunni greina frá. Þau víla ekki fyrir sér að fremja alvarlega glæpi, sem varða líf og heilsu borgaranna.

Það er óneitanlega ámælisvert,að dómsmálaráðherra skuli ekki hafa gert neitt í þessu máli og forgangsraðað fyrir öryggi borgaranna en ekki gæluverkefni. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Hú sagði nú um daginn að opna þyrfti landið meira

og auðvelda erlendum að setjast hér að.

Lögin og reglurnar eru nú svo léleg að ekki

var hægt að vísa Rauðagerðis morðingjanum úr landi

þrátt fyrir að búið væri að biðja um framsal ári fyrr.

Væri ekki þarft eins og þú segir Jón að fara fyrir alvöru

að hugsa um öryggi íslenskra borgara áður lagt er af stað

í einhverskonar kosningar gælu loforða verkefni

sem engvu mun skila og gert bara til að ná sér í atkvæði.

Lög og reglur eru þverbrotinn trekk í trekk og látið undan

þrýstingi samanber No borders, Refugees Iceland, Solaris og 

fleiri. Til hvers að hafa lög og reglur þegar ekki er hægt

að fylgja þeim eftir.?

Öryggið verður að engvu þegar hægt er að hunsa lög og reglur

og það sjá þessi glæpagengi og nýta sér það óspart. 

Sigurður Kristján Hjaltested, 3.6.2021 kl. 10:51

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Skírasta dæmið um hnignun stjórnskipunar í þessu ráðuneiti og leiðir hugann að stefnu grænbláu ríkisstjórnarinnar,sem stóðst fárra væntingar.   

Helga Kristjánsdóttir, 3.6.2021 kl. 14:43

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Jón.

Hvort er mikilvægara á efri árum þínum, að not vit þitt og hæfni til að hafa áhrif á umræðuna, til þess að bulla varðandi nútímaþekkingu mannsandans á sóttvörnum og því sem þarf að gera til að halda drepsóttum í skefjum, eða skrifa pistil eins og þennan, og svo marga aðra sem þú hefur skrifað af vit og þekkingu??

Ég bara spyr.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 3.6.2021 kl. 16:09

4 Smámynd: Grímur Kjartansson

Auka ætti samstarf við lögreglunnar við Svíþjóð

Þeir eru búnir að fara í gegnum þetta allt (líka mjúku málin)
og núna eru Svíar með langflestar skotárásir og  dráp með byssum í evrópu 


Rauðagerði er bara byrjunin og við stefnum í sömu átt

Grímur Kjartansson, 3.6.2021 kl. 19:32

5 Smámynd: Jón Magnússon

Því miður rétt hjá þér Sigurður Kristján Hjaltested.

Jón Magnússon, 3.6.2021 kl. 22:36

6 Smámynd: Jón Magnússon

Einmitt Helga alveg rétt.

Jón Magnússon, 3.6.2021 kl. 22:36

7 Smámynd: Jón Magnússon

Kæri Ómar. Við erum sammála um flest annað en viðbrögðin við Cóvíd eða þannig hefur mér sýnst það vera. Eigum við ekki að að slíðra sverðin í Cóvídinu þar sem að nú er búið að bólusetja flesta og einbeita okkur að hinum málunum sem við erum sammála um. 

Jón Magnússon, 3.6.2021 kl. 22:37

8 Smámynd: Jón Magnússon

Það er rétt Grímur við ættum að gera það. 

Jón Magnússon, 3.6.2021 kl. 22:38

9 Smámynd: Ómar Geirsson

cool

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 4.6.2021 kl. 20:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 23
  • Sl. sólarhring: 867
  • Sl. viku: 4170
  • Frá upphafi: 2523042

Annað

  • Innlit í dag: 21
  • Innlit sl. viku: 3805
  • Gestir í dag: 21
  • IP-tölur í dag: 21

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband