Leita í fréttum mbl.is

Færri fiskar úr sjó

Hafrannsóknarstofnun krefst þess að 13% færri þorskar verði dregnir úr sjó á næsta fiskveiðiári. Verði farið að tillögunum dragast tekjur í sjávarútvegi gríðarlega mikið saman og þjóðartekjurnar sem því nemur. 

Um árabil voru veidd árlega á Íslandsmiðum tæp 500 þúsund tonn af þorski. Ýmsir fiskifræðingar töldu það algjöra ofveiði. Í skýrslu 1966 hvetur þáv. forstöðumaður Hafrannsóknarstofnunar til víðtækrar friðunar vegna algjörrar ofveiði á þorski. Ekki gekk það eftir og svartari og svartari skýrslur komu í kjölfarið, þó veiðin væri samt sem áður góð. Svo fór þó, að löggjafinn féllst á það árið 1983 að sjávarútvegsráðherra gæti ákveðið skiptingu hámarksafla á árinu 1984. Kvótakerfið varð til. 

Kvótakerfið var til og hefur staðið með breytingum frá þeim tíma og valdið gríðarlegri auðsöfnun þeirra, sem nutu úthlutunar ríkisins á þjóðarauðlindinni og misskiptingu auðs. 

Kvótaúthlutuninni má að mörgu leyti líkja við það, að ákveðið hefði verið að Íslandsbanki yrði einkavæddur og þeir sem væru inn í bankanum við lokun kl. 17. þ. 15.maí 2021 ættu bankann, án þess að þurfa að leggja nokkuð fram.

Forsenda kvótakerfisins árið 1984 og síðar er sú, að með þeirri vísindalegu nálgun sem til væri hjá Hafrannsóknarstofnun yrði veiðum stillt í hóf svo að nýliðun þorsks yrði meiri og meiri. Við værum með því að takamarka veiðarnar að byggja upp eins konar bankareikning þar sem vaxtatölurnar yrðu ævíntýralega háar með stigvaxandi þorskafla þegar fram í sækti. Allt hefur þetta reynst rangt. Aflinn hefur alla tíð frá því að kvótakerfið var tekið upp verið minni en hann var fyrir daga kerfisins.

Þegar fólk lemur ítrekað höfðinu við steininn og fær alltaf þá sömu útkomu, að því verður illt í höfðinu við þann árekstur mætti ætla að flestir mundu átta sig á, að það væri ekki farsælt að halda áfram að berja höfðinu við steininn. En ráðamenn þjóðarinnar gera það samt.

Jón Kristjánsson fiskifræðingur hefur ítrekað haldið því fram, í ræðu og riti, að beita þurfi öðrum aðferðum og veiða meira og með því mundi stofnstærðin aukast. Þau sjónarmið styður hann líffræðilegum og fiskifræðilegum vísindasjónarmiðum. 

Þegar nú blasir enn og aftur við, að hugmyndafræðin á bakvið núverandi hömlur á veiðar og forsendur kvótakerfisins er röng, er þá ekki rétt, að breyta um stefnu.

Spurning er um hvort íslenskir stjórnmálamenn átti sig á mikilvægi þessa máls. Það ætti að verða helsta viðfangsefni stjórnmálanna við næstu þingkosningar þar sem svo gríðarlegir hagsmunir eru í húfi á sama tíma og nauðsynlegt er að þjóðarsátt náist um skipulag fiskveiða og útdeilingu fiskveiðiréttinda í framtíðinni.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Það er misskilnigur að kvótahafar vilji auknar veiðar á þorski. Þvert á móti vilja þeir stýra magninu um 200.000 tonn til að halda verðinu uppi. Fiskeldið á að taka við þessum þorskveiðum og mun gera það og erlend ítök í sjávarútvegi aukast.

Það er einfalt að hætta að láta greifana komast upp með að sextánfalda verðið sem þeir borga  í veiðigjöld, 15 kr/kg og það sem þeir leigja kvótann á sem er 250 kr/kg.Hver hefur sagt að þetta sé eðlilegt leiguverð til eigenda auðlindarinnar? En þetta viðgengst hjá hverri ríkisstjórn eftir aðra.Af hverju má ekki prófa að hækka þetta og bjóða þeim að skila inn kvótanum ef þeir ekki vilja borga? 

Halldór Jónsson, 16.6.2021 kl. 16:32

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Kvótaeigendur hafa engan áhuga á auknum þorskafla. Það bara lækkar verðið á leigukvóta úr 250 kalli sem þeir borga 15 kall fyrir í veiðigjöld til ríkisins.

Þeir vilja bara hafa kvótann um 200 þús und tonnin eins og verið hefur lengi.Það er ekkert að marka tölur um lélegan veiðistofn, allt saman lygi og samráð kvótagreifanna og Hafró.

Fiskeldið tekur við af veiðunum í fyllingu tímans.

Halldór Jónsson, 16.6.2021 kl. 20:24

3 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Það er umhugsunarefni, að við forstjóraskipti á Hafró skuli koma í ljós að ofmetinn hafi verið þorskstofninn og nauðsynlegt að draga úr veiðum um þrettán prósent, því reikniskekkja hafi komið í ljós? Hversu mörg ár hefur Hafró haft rangt fyrir sér í sinum áætlunum, til og frá um þrettán prósent? Alltaf, stundum, eða af og til og hvað ætli þvælan sem vellur frá þessari stofnun hafi kostað samfélagið í töpuðum fjármunum?

 Steingeldir pólitíkusar lepja síðan þvæluna upp, óskoðaða og rýnda og dengja fram sem hinum heilaga kaleik. Það ber jú ávallt að hlusta á sérfræðingana, ekki satt?

 Gefum skít í exelguttana á Hafró, varðandi ráðgjöf og veiðum a.m.k. þrjú hundruð þúsund tonn af þorski næsta fiskveiðiár. 

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 17.6.2021 kl. 02:09

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Það er misskilningur að kvótagreifarnir vilji veiða meiri þorsk en þessi 200þúsund tonn, Það bara lækkar verðið sem þeim finnst ágætt að borga 15 kall fyrir á kíló og leigja síðan út á 250. Þessvegna verður ekkert meira veitt hvað sem var í gamla daga. 

Halldór Jónsson, 17.6.2021 kl. 16:54

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Þetta eru góðir punktar en eftir stendur að framseljanlegar veiðiheimildir hafa skapað forsendu fyrir fjárfestingum í greininni og möguleikanum á að skipuleggja til framtíðar.

Persónulega finnst mér að það ætti bara að meðhöndla fiskimið eins og landskika: Bændur stjórna beitinni og álagi á þau. Útgerðir geta gert eitthvað svipað. 

Geir Ágústsson, 18.6.2021 kl. 19:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 340
  • Sl. sólarhring: 598
  • Sl. viku: 4844
  • Frá upphafi: 2467795

Annað

  • Innlit í dag: 312
  • Innlit sl. viku: 4502
  • Gestir í dag: 309
  • IP-tölur í dag: 304

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband