Leita í fréttum mbl.is

Hrikaleg gráglettni örlaganna.

Þ.30.september 2005 birtist grein í danska blaðinu Jyllands Posten, sem hét Sjálfsritskoðun og tjáningarfrelsi(selvcensur og ytringsfrihed)Með myndinni fylgdu teikningar af Múhameð spámanni eftir danska skopmyndateiknarann Kurt Vestergård, sem lést fyrir nokkrum dögum.

Skopmyndirnar af Múhameð leiddu til fjöldauppþota múslima um allan heim og ríkisstjórnir flestra Íslamskra landa kröfðust þess að bannað yrði að birta þær og teiknaranum og útgefendum Jyllands Posten yrði refsað. 

Þáv. forsætisráðherra Dana, Anders Fogh Rassmussen, stóð sig vel og sagði Danmörku lýðræðisland, sem virti tjáningarfrelsi. 

Fjöldamótmæli urðu í Íslömskum ríkjum, danski fáninn var brendur,kveikt var í sendiráðum Dana í Damascus og Beirut, danskar vörur eyðilagðar í verslunum og bannað að kaupa þær. Fornaldarveldið Saudi Arabía birti lista yfir danskar vörur og fyrirtæki sem á bannlista m.a. Radisson SAS hótelin, 7 up, Halls hálsbrjóstykur, Carlsberg o.fl. o.fl.

Það voru örfáir, sem þorðu að birta Múhameðs teikningarnar. Eitt blað í Noregi, gerði það og þáv.forsætisráðherra Noregs og núverandi framkvæmdastjóri NATO, Jens Stoltenberg,Kallaði Vebjörn ritstjóra blaðsins á teppið skammaði hann og sagði hann hafa leitt skömm yfir Noreg. Mikil virðing fyrir lýðfrelsi þar.

Danska lögreglan gætti Kurt Vestergård teiknara eftir þetta allan sólarhringinn og útbúið var sérstakt neyðarherbergi í íbúð hans ef svo illa tækist til að íslamistar kæmust inn. 

12.febrúar 2008 handtók danska lögreglan marga Íslamista vegna fyrirhugaðs morðs á Vestergård. Daginn eftir birtu 17 fjölmiðlar Múhameðs teikningar Vestergård. Síðan hafa þær ekki birst í fjölmiðlum. Endurbirting myndanna leiddi til óeirða í Pakistan og Gaza svæðinu, hvatt var til sniðgöngu á dönskum vörum og kveikt í dönsku sendiráði.

Síðar voru fleiri morðtilræði gegn Vestergård.

Við andlát Vestergård hefði mátt búast við því að einhverjir fjölmiðlar birtu myndir hans af Múhammeð spámanni. Svo varð ekki. Sjálfritskoðun fjölmiðla á Vesturlöndum er svo mikil. Í sjálfu sér ekki óeðlilegt þegar litið er til þess hve marga Íslamistarnir hafa drepið í hinum kristnu löndum Evrópu fyrir að þeirra mati að hafa móðgað þá eða þennan spámann þeirra. Svo ekki sé minnst á þegar þeir drápu alla ritstjórn og stóran hóp blaðamanna franska skopmyndablaðsins Charlie Hebdo. 

Það sýnir sig vel hvað sjálfsritskoðunin í Vestrænum löndum er mikil, að nú við andlát Vestergård þorir ekki einn einasti fjölmiðill að birta skopmyndir hans. 

Ég sótti ráðstefnu á vegum félagsins "Tjáningarfrelsið" í Danmörku á 10 ára afmæli birtingar Múhammeðsteikninganna í september 2015 við það tækifæri var vakin athygli á því að þó að ýmsir fjölmiðlar fjölluðu um þetta afmæli, þá birti engin myndirnar. Einnig að vegna ráðstefnunnar þá þurfti sérstaka öryggisgæslu og fundarstaðurinn var vaktaður og nákvæm leit var gerð á öllum sem sóttu ráðstefnuna.

Á ráðstefnunni var m.a. sagt frá því, að í dönskum skólum væri fjallað um Múhammeðsteikningarnar og viðbrögð Íslamska heimsins við þeim, en myndirnar væru hvergi sjáanlegar og þegar dönsk skólayfirvöld hafa verið innt eftir af hverju, þá hefur verið svarað, að þær skiptu ekki máli í þessu samhengi. 

Hvað skyldi þá skipta máli í samhenginu?

Hinn hrikalega gráglettni örlaganna er sú, að myndirnar, sem prýddu grein um sjálfsritskoðun og tjáningarfrelsi fæst hvergi birt vegna sjálfsritsskoðunar og hræðslu við að nýta tjáningarfrelsið. 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Þetta er mikilvægt mál. Ég tek algjörlega undir boðskap þessa pistils. Hér kemur vel fram hvernig þrýstingurinn í þessu máli sem kemur mest frá vinstriflokkunum hefur haft áhrif. Samt er enn reynt að segja að ekkert hafi breyzt, að tjáningarfrelsið sé það sama, osfv. Þegar betur er að gáð hefur stefnunni miðað afturábak í þessu efni.

Blessuð sé minning þessa merka teiknara og listamanns, hans ætti að vera lengi minnst fyrir framlag hans til hins frjálsa samfélags.

Ingólfur Sigurðsson, 21.7.2021 kl. 14:55

2 Smámynd: Grímur Kjartansson

Því hefur verið haldið fram að þeir sem stóðu fyrir æsingnum  í miðausturlöndunum út af þessum myndum hafi verið þar í heimsókn frá Danmörku

Grímur Kjartansson, 22.7.2021 kl. 01:55

3 Smámynd: Jón Magnússon

Það er ekki rétt Grímur. Það var hinsvegar einn múlli sem fór minnir mig til Egyptalands, sem stóð í því að vekja sérstaka athygli á málinu mig minnir að hann hafi heitað eða heiti Laban.

Jón Magnússon, 22.7.2021 kl. 18:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 21
  • Sl. sólarhring: 467
  • Sl. viku: 4068
  • Frá upphafi: 2426912

Annað

  • Innlit í dag: 18
  • Innlit sl. viku: 3778
  • Gestir í dag: 18
  • IP-tölur í dag: 18

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband