Leita í fréttum mbl.is

Hóflegar aðgerðir?

Aðgerðir í sóttvarnarmálum, sem ríkisstjórnin kynnti í gær eru skynsamlegar og hóflegar miðað við stöðuna og þær kröfur sem settar eru fram af sóttvarnarlækni og heilbrigðisstarfsfólki. Aðgerðirnar eru tímabundnar og falla sjálfkrafa úr gildi verði þær ekki endurnýjaðar. Þessar aðgerðir takmarka lítið frelsi fólks og koma ekki niður á ferðaþjónustunni.

Um nokkurt skeið hefur verið ljóst, að fólk er  smitast helst í miðborg Reykjavíkur um helgar. Þessvegna var sérstakt að sóttvarnarlæknir skyldi ekki hafa lagt til aðgerðir vegna þess um leið og hann mælti fyrir hertum aðgerðum á landamærunum.

Ríkisstjórnin er samstíga í málinu eins og jafnan í þessum málaflokki og ákveður nú sem betur fer tímabundnar aðgerðir.

Um nokkurt skeið hefur verið látið í veðri vaka af ýmsum fréttamiðlum, að upplausn sé í ríkisstjórninni vegna mismunandi áherslna í sóttvarnarmálum. Þar hefur fréttastofa RÚV farið fremst í flokki og af fréttmönnum á RÚV hefur Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir leikið traustastasta sóknarleikinn til að koma því inn hjá fólki, að nú léki allt á reiðiskjálfi og litlar líkur á að stjórnarsamstarfið yrði endurnýjað eftir kosningar. 

Eftirtektarverðast var þegar Jóhanna dró Ólaf Harðarson fyrrum prófessor einu sinni sem oftar upp úr pússi sínu og spurði hann ítrekað að því hvort ekki væri sýnt að stjórnarsamstarfið væri í hættu vegna ágreinings í sóttvarnarmálum. Ólafur svaraði ítrekað, "jamm og já og humm og ha, kannski og ef til vil og erfitt að segja til um". Þetta barnaði Jóhanna síðan með því að halda fram í yfirskrift þessarar ekki fréttar, að prófessor í þjóðfélagsfræði, teldi verulegan vafa leika á að stjórnarsamstarfið yrði endurnýjað eftir kosningar.

Það sagði prófessorinn raunar aldrei.

Gagnrýna má ríkisstjórnina og stjórnarflokkana fyrir að fela sig stöðugt bakvið sóttvarnarlækni og setja hann í þá óþægilegu aðstöðu að vera í raun sá sem öllu ræður í sóttvarnarmálum. Um þá afstöðu hefur ríkt einhugur innan ríkisstjórnarinnar eins og raunar flestra ríkisstjórna í Evrópu. Vegna þessa afstöðuleysis og skorts á langtímastefnumörkun liggur það ekki fyrir hverju fólk og fyrirtæki mega búist við.

Meginspurningin er sú eftir sem áður.

Ætlum við að lifa með veirunni og þá hvernig eða freista þess að útrýma henni úr landinu? Þeim spurningum verða allir stjórnmálaflokkar að svara fyrir kosningar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 16
  • Sl. sólarhring: 464
  • Sl. viku: 4063
  • Frá upphafi: 2426907

Annað

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 3773
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 13

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband