Leita í fréttum mbl.is

Ber ekki ábyrgð á Stalín

Arnar Þór Jónsson héraðsdómari og Gunnar Smári Egilsson foringi Sósíalista ræddu málin í spjallþætti á Bylgjunni í gærmorgun.

Arnar Þór benti af gefnu tilefni á ýmsar staðreyndir varðandi sósíalismann og arfleifð hans um víða veröld. 

Sósíalistaforinginn kom sér fimlega hjá því að svara fyrir syndir sósíalismans, en sagði Sjálfstæðisflokkinn sekan um að hafa ætíð staðið gegn réttmætum kröfum og réttindabaráttu verkafólks og almennings í landinu.

Upptalning Gunnars Smára á þessum meintu ávirðingum, var athyglisverð en röng. En sósíalistaforinginn bregður á það ráð, sem sósíalistar hafa alltaf gert, að veifa frekar röngu tré en öngvu.

Gunnar Smári sagði t.d., að Sjálfstæðisflokkurinn hefði staðið einarðlega gegn svonefndum vökulögum um lágmarkshvíldartíma sjónamanna. Vökulögin voru samþykkt á Alþingi 1921 en Sjálfstæðisflokkurinn var stofnaður 1929.

Þá sagðist Gunnar Smári ekki bera ábyrgð á Stalín. Það er vissulega rétt. Hann ber enga ábyrgð á Stalín og hann ber heldur enga ábyrgð á Karli Marx, Rauðu Khmerunum og áfram mætti halda. En hann er að boða hugmyndafræði þeirra. Hugmyndafræði sem alltaf og alls staðar hefur leitt til frelsisskeringar, örbirgðar og ógnarstjórnar.  

Þó Gunnar Smári beri ekki ábyrgð á Maó eða Stalín, þá er hann að boða kenningu þeirra, þrátt fyrir að sósíalisminn leiði ævinlega til hörmunga. Tilraunir með sósíalismann ættu því að vera fullreyndar eftir hörmungasögu hans í rúm 100 ár. 

Þeir, sem gera alltaf sömu mistökin og halda að næst verði það öðruvísi eru firrtir öllum ályktunarhæfileika auk annars.

Boðskapur sósíalista og afsökun er í því sambandi alltaf sá sami. Þeir sem stjórnuðu í nafni sósísalismans gerðu það ekki í raun og veru. Gerðu margvísleg mistök hans, en núna verði þetta öðruvísi. Það sögðu bankamennirnir og útrásarvíkingarnir líka fyrir hrun. Þú skilur þetta ekki sögðu þeir. Þetta er allt öðru vísi en áður þá voru gerð mistök, en fjármálakerfið hefur aðlagað sig.  Gunnar Smári flytur að breyttum breytanda boðskap sósíalismans á þessum fölsku forsendum þeirra sem ekkert muna og engu hafa gleymt.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Heyrði nú ekki þennan þátt.

En ósvífni Gunnars Smára, fjögurra blaða Smárans,og tilætlunarsemi að halda að hann geti bara þvælt og haldið fram þessu kommabulli sínu eins og engin sé fortíðin hans né trúverðugleiki gengur fram af mér.

En nægilega margir kjánar munu kjósa flokkinn hans líklega til að skaffa honum þægilega og velborgaða innivinnu, sem er líklega það eins sem skiptir hann máli.

Halldór Jónsson, 11.8.2021 kl. 12:20

2 Smámynd: Grímur Kjartansson

Ég held bara að ungt (IPhone)fólk í dag muni aldrei geta hrifist með Gunnari Smára og síðustu fregnir af njósnara í Þýzkalandi sem afhenti skjöl gegn greiðslu styðja það.
Á blómaskeiði sósíalista þá gerðu t.d. Cambridge Five  þetta allt af hugsjón en ekki vegna $
Samt fyndið að einn af njósnurunum sem flúði til USSR og fékk sér elskhuga var aldrei viss hvort elskhuginn var hjá honum af eigin frumkvæði eða sendur af Flokknum sem refsing eða bónus?

Hugsanleg er einhvers staðar hægt að finna á Gunnari Smári merkinguna Made in China - en mjög svo penningavæddur Sósíalist er hann

Grímur Kjartansson, 11.8.2021 kl. 12:54

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hann náði ekki auðgast á Jóni Ásgeiri, svo hann veðjar Chi Chi Ping í þetta sinn.

Jón Steinar Ragnarsson, 12.8.2021 kl. 22:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 221
  • Sl. sólarhring: 487
  • Sl. viku: 4437
  • Frá upphafi: 2450135

Annað

  • Innlit í dag: 201
  • Innlit sl. viku: 4130
  • Gestir í dag: 197
  • IP-tölur í dag: 195

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband