Leita í fréttum mbl.is

Alræðisríkið

Fasistaleiðtoginn Benito Mussolini kom með hugmyndina um alræðisríkið. Hann lýsti því hvernig fasisminn þyrfti að ná til allra sviða þjóðfélagsins og gæti ekki viðurkennt neina takmörkun afskipta af hvaða vettvangi þjóðfélagsins sem er enda engar málamiðlanir leyfðar.

Fasistar Mússólíni börðust fyrir sínum sósíalisma á Ítalíu og vildu á grundvelli hugmydafræði sinnar um allsherjarríkið stjórna því sem gerðist í vinnustöðum, verkalýðsfélögum, skólum, hverfum, sveitarfélögum o.s.frv.

Nú hefur íslenska þjóðin eignast svipaðan sósíalistaflokk og flokk Mússólínis, sem krefst alræðisstjórnar, sósíalistaflokk Gunnars Smára Egilssonar.

Íslensku sósíalistarnir boða eins og ítölsku fasistarnir gerðu á sínum tíma að það eigi ekki að gera neinar málamiðlanir. Semsagt andstaða lýðræðislegra hugmynda, en málamiðlanir eru ein meginstoð lýðræðislegra stjórnarhátta, þar sem tekið er tillit til mismunandi skoðana og reynt að ná sameiginlegri framtíðarlausn án ofbeldis. Sósíalistaflokkurinn er því andlýðræðislegur.

Í stefnuskrá flokksins segir: "Þess vegna þarf almenningur að ná völdum ekki aðeins yfir opinberum stofnunum heldur einnig nærumhverfi sínu. Vinnustaðurinn, verkalýðsfélagið, skólinn,hverfið, sveitarfélagið, þorpið---." Alræðisflokkurinn ætlar að koma á sósíalísku þjóðfélagi, sem hefur í för með sér biðraðir, skort og frelsisskerðingu. Sérkennilegt ef slíkar skoðanir eiga fylgi í íslensku samfélagi.

Í dag má sjá felst ungt fólk og miðaldra, sjálfsöruggt fólk, sem hefur þekkingu og vit á því hvað það vill og hegðar sér almennt eins og upplýstir neytendur sem vilja velja sjálfir hvort þeir kaupa þessa tegund af sjónvarpi, bifreið eða hverju sem er. Það kynnir sér mismunandi verð og gæði á netsíðum og það ætlast til að því sé mætt sem fólki með sjálfstæðan vilja en ekki aðgerðarlaust fólk í biðröð eftir að geta keypt það sem kommúnistaeinokun Gunnars Smára býður þeim þann daginn fyrir það verð sem alræðisstjórn verksmiðju öreigana ákveður þann daginn. Það er að segja ef það verður þá ekki allt uppselt þegar röðin kemur að viðkomandi. Veruleiki sósíalistaflokksins er bergmál og afturhvarf til hugmynda frá því fyrir einni öld síðan, sem átti við allt aðra þjóðfélagsgerð en okkar.  

Fólk ætti að hugleiða að í raun er Gunnar Smári og sósíalistarnir hans ekki að boða annað en fráhvarf frá frelsi einstaklinganna til eigin ákvörðunartöku og alræðis Sósíalista enda á ekki að leyfa neinar málamiðlanir. 

 

  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Atli Hermannsson.

Sæll Jón... Þú skýtur svo langt yfir markið að það er ekki einu sinni fyndið. Að skrifa grein og byrja á orðinu Fasistaleiðtoginn og nefna aðeins tvo menn með nafni, Gunnar Smára og líkja honum við Benito Mussolíni.. Hvaða örvænting er eiginlega í gangi. 

Atli Hermannsson., 21.9.2021 kl. 09:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 17
  • Sl. sólarhring: 465
  • Sl. viku: 4064
  • Frá upphafi: 2426908

Annað

  • Innlit í dag: 14
  • Innlit sl. viku: 3774
  • Gestir í dag: 14
  • IP-tölur í dag: 14

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband