Leita í fréttum mbl.is

Er ekki bara best að kjósa ekki Framsókn?

Framsóknarflokkur og Viðreisn heyja harða baráttu um hvor flokkanna sé meiri "miðjuflokkur" Baráttan felst í því að sýna kjósendum, að þeir geti unnið með hverjum sem er, hvenær sem er. Þeir láti ekki hugsjónir eða stefnumál þvælast fyrir sér. Þessvegna getur Viðreisn auðveldlega stutt vilta vinstrið í borgarstjórn Reykjavíkur.

Framsóknarmenn stæra sig af því að þeir hafi jafnan verið valkostur við stjórnarmyndanir vegna þess hvað þeir séu mikill mðjunafli íslenskra stjórnmála. Réttara væri að segja að Framsókn hafi um langt árabil verið flokkur, sem hefur þann eina pólitíska tilgang að vera í ríkisstjórn, sér og sínum til framdráttar.

Miðja stjórnmála hvar sem er í heiminum er kyrrstöðuafl. Framsóknarflokkurinn kynnir sig í kosningabaráttunni sem flokk, sem þeir geti kosið,sem hafa ekkert annað að kjósa og engar sérstakar skoðanir í pólitík.

Vandi íslenskra stjórnmála er síst sá, að það séu ekki nógu margir flokkar á miðju hefðbundinna stjórnmála og sækist eftir að vera þar. Vandinn er mun frekar sá, að það vanti flokka, sem boði stefnu sem sé líkleg til að verða hreyfiafl nýrrar sóknar til velferðar einstaklinga og samfélags. Slíkir flokkar eru sjaldnast á miðjunni og alla vega ekki hér á landi.

Ekki gleyma því sem Winston Churchill forsætisráðherra Breta sagði eitt sinn. "Vandi þeirra sem eru á miðjum vegi er að það er keyrt yfir þá." Þannig er það líka í pólitíkinni þeir sem hafa enga hugmyndafræðilega rótfestu láta allt falt ef því er að skipta. Þessvegna hefur Framsóknarflokkurinn jafnan verið opinn í báða enda eins og fyrrum foringi hans orðaði það.    


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Framsókn er þá skömminni skárri en viðreisn

þar sem að framsókn vil ekki sækja um aðild að esb.

En þar sem að framsókn samþykkti lögin um kynræna sjálfræðið 

að þá falla þeir úr náðinni hjá mér.

Jón Þórhallsson, 22.9.2021 kl. 12:08

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Nei Jón, það er reginmunur á Viðreisn og Framsókn. Framsókn er íslenskur flokkur og Patríótar. Viðreisn er flokkur sem vill Ísland feigt sem sjálfstætt ríki. Ekki vil ég slíkan flokk til valda.

Halldór Jónsson, 22.9.2021 kl. 15:11

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Það er í tísku að tala um fjórflokkinn en kannski þetta sé orðið enn einfaldara: Þríflokkurinn er sósíalistaflokkurinn (Samfylkingin, ekki Sósíalistaflokkurinn), miðjan (Framsókn) eða hægri-kratar (Sjálfstæðisflokkurinn). Því miður ekkert lengra til hægri en hægri-kratar en það er eins og það er. 

Geir Ágústsson, 22.9.2021 kl. 18:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 25
  • Sl. sólarhring: 858
  • Sl. viku: 4659
  • Frá upphafi: 2468324

Annað

  • Innlit í dag: 25
  • Innlit sl. viku: 4298
  • Gestir í dag: 25
  • IP-tölur í dag: 25

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband