Leita í fréttum mbl.is

Hinir alvitru

Samfylkingin fékk undir 10% atkvæða í síðustu Alþingiskosningum. Í rúman áratug hefur þessi flokkur verið smáflokkur. 

Það skýtur því nokkuð skökku við að 90% af þeim sem Ríkissjónvarpið kallar til sem "sérfræðinga" til að fjalla um mál skuli vera innvígðir og innmúrað Samfylkingarfólk. Nánast ekkert Sjálfstæðisfólk eða Framsóknarfólk er kallað til. Greinilegt að stjórnendum fréttastofu og Kastljóss Ríkissjónvarpsins finnst ekki vera önnur sérfræði sem mark sé á takandi en Samfylkingarsérfræði. 

Sem betur fer er þjóðin á annarri skoðun.

En hvað getur Ríkissjónvarp lengi verið Ríkissjónvarp, sem hafnar því að meirihluti þjóðarinnar og meirihlutaviðhorf fái sambærilega umfjöllun og auglýsingu og Samfylkingar"sérfræðin"? 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki er það skárra hjá stöð 2 þar sem þáttastjórnendur eru jafnvel skráðir í samfylkinguna,og þarafleiðandi mjög svo hlutdrægir.

Björn. (IP-tala skráð) 2.10.2021 kl. 15:44

2 Smámynd: Hrossabrestur

Sæll Jón, já þjóðin lætur ekki landsöluliðið fífla sig, það er nú ánægjulegt, en hvað í ósköpunum er hægt að gera til að ryðja þetta greni RUV "Útvarp allra starfsmanna", hvað heldur verndarhendi yfir þessu liði eiginlega?

kv. hrossabrestur

Hrossabrestur, 2.10.2021 kl. 18:05

3 identicon

Hvað hefur pissukeppni með lýðræði að gera?

Alþingi Íslendinga hefur hreinlega ekkert með hagsmuni þjóðarinnar að gera.

Skiptir þá ENGU máli hverra flokka þeir eru!

Allra síst XD!

Heiðar Þór Leifsson (IP-tala skráð) 3.10.2021 kl. 03:47

4 identicon

Sæll Jón,

Samspillingin (S) ásamt Vinstri grænum (Vg) kom á þessum skerðingum á öryrkja í júní 2009, svo og kom á þessari gjaldborg yfir heimilin, nú og EKKI einhverri skjaldborg, þar sem að yfir 10 þúsund fjölskyldur voru bornar út. Samspillingin (S) ásamt Vinstri grænum (Vg) hafa aldrei beðist fyrirgefningar eða hvað þá afsökunar á þessu öllu. Skjaldborg var hins vegar sett yfir Sjóvá og SpKef, því að Samspillingin stendur meira fyrir fyrirtækjaisma (e. corporatism), heldur en góðvild og réttlæti. Ef þessir einhliða og ritstýrðu fjölmiðlar væru ekki hérna, þá væri Samspillingin (S) með ekkert fylgi eða allt af því horfin.
KV. 
   

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 3.10.2021 kl. 12:43

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Sú spurning er virkilega aðkallandi,við hvern á meirihlutinn að kvarta útvarpsstjóra eða forseta?  

Helga Kristjánsdóttir, 3.10.2021 kl. 14:29

6 Smámynd: Bjarni Jónsson

Ef einhver fagmennska væri við lýði á frétttastofu RÚV, þá væri gætt eðlilegrar fjölbreytni í viðhorfum viðmælenda spyrlanna, en þetta virðist vera innrætingarstofa fremur en fréttastofa.  Fréttastofan er vísir að áróðursmálaráðuneyti. 

Bjarni Jónsson, 3.10.2021 kl. 18:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 220
  • Sl. sólarhring: 497
  • Sl. viku: 4436
  • Frá upphafi: 2450134

Annað

  • Innlit í dag: 200
  • Innlit sl. viku: 4129
  • Gestir í dag: 196
  • IP-tölur í dag: 194

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband