Leita í fréttum mbl.is

Er þetta virkilega svona?

Í leiðara Fréttablaðsins í dag segir m.a.

"Meðalhitastig jarðar hefur aldrei mælst hærra og undanfarin ár hefur hamfaraveður ofhitað Norður-Ameríku, Evrópu, Brasilíu og Ástralíu með tilheyrandi skógareldum. Jöklar halda áfram að hopa, sjávarmál hækkar, flóð og þurrkar geisa og dýrategundir deyja út. Það er í raun óskiljanlegt að umhverfismál skuli ekki vera það eina sem við tölum um!"

Er þetta virkilega svona eins og leiðarahöfundur lýsir eða er þetta rangt. Leiðarahöfundurinn getur afsakað sig með því að í meginhluta hefðbundinna fjölmiðla má finna sambærilegar lýsingar, þó rangar séu. 

Meðalhitastig á jörðinni hefur oft verið hærra en nú er, en það er e.t.v. rétt að yfirborðshiti hafi aldrei mælst hærri þar sem að nýjum  hitamælum í borgum þar sem hitinn er nokkuð hærri en á víðavangi hefur fjölgað mikið og frávikið er svo lítið að líklegasta skýringin á niðurstöðu mælinganna er sú en ekki að um hamfarahlýnun sé að ræða. Blaðamenn og stjórnmálamenn ættu að kynna sér það sem raunverulega stendur í skýrslu alþjóða loftslagsnefndarinnar en ekki láta nægja að lesa bara yfirlit nefndarinnar á niðurstöðum vísindamanna hennar, en þar er um stórlega ýkta mynd að ræða um hamfarahlýnun sem jafnvel þeirra vísindi eru ekki að staðfesta.

Hamfaraverður hefur ekki ofhitað þau svæði jarða sem leiðarahöfundur heldur fram og t.d. í Evrópu hefur hitastig á þessu ári og því síðasta ekki verið sérlega hátt og í Norður Ameríku hefur fer fjarri að hitastig hafi verið hátt á síðustu misserum. 

Fólk ætti að skoða nærumhverfi sitt. Er eitthvað vont að gerast, sem ekki hefur gerst áður. Eru kuldarnir undanfarið og fjárfellirinn dæmi um hlýnanandi veður eða kólnandi. Raunar hvorugt heldur tilvik og veðuraðstæður sem koma öðru hvoru. 

Hefur náttúran með sínum fjölbreytileika ekki verið með þeim hætti að tegundir hafa dáið út og aðrar komið í staðinn. Er eitthvað óvenjulegt að gerast sem bendir til að við þurfum vakin og sofin að óttast hlýnun.

Þannig er það í raun og veru ekki og jafnvel þó að skýrslur Alþjóðlegu loftslagsnefndarinnar væru lagðar til grundvallar, þá er ljóst, að hækkun hitastigs á jörðinni er eftir allt saman ekki meira en það að á ævitíma barns sem fæddist í dag mundi ekkert skelfilegt gerast vegna meintrar loftslagshlýnunar. Það er nú hin raunverulega staða. Annað eru tilhæfulausar upphrópanir. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Hefur þeirri spurningu verið svarað

hvert sé KJÖR-HITASTIG lífsins á jörðinni?

Myndum við t.d. vilja að það væri alltaf

20 stiga hiti á íslandi

allan ársins hring?

Jón Þórhallsson, 5.10.2021 kl. 09:38

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það mætti senda þessum hræðslumöngurum hina 15 ára gömlu An Inconvenient Truth með Al Gore.

Ekkert hefur staðist af heimsendaspám hennar og hún er reyndar eins og parodía á að horfa nú. Maður skellir meira að segja uppúr sumstaðar, sem var væntanlega ekki það sem framleiðendurnir sáu fyrir heldur. 

Jón Steinar Ragnarsson, 5.10.2021 kl. 10:02

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Eftir að hafa séð fjallið í Útkinn Þingeyjarsýslu,beinlínis leka niður á landareign ábúenda,átti ég von á að "hlýnunarsinnar"bentu á þetta sjaldgæfa fyrirbrigði sem eina af mörgum sönnunum, um hlýnandi veðurfar. En ég kíki oft í kortin hans Trausta og komst að því að árið 1863 hefði samskonar úrhelli átt sér stað á svipuðum slóðum líklega víðfeðmara ef eittvað er.Er nokkuð nýtt undir sólinni??

Helga Kristjánsdóttir, 5.10.2021 kl. 17:19

4 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Thakka godan pistil.

 Frettaflutningur, ef frettaflutning er haegt ad kalla, af hamfarahlynun og odrum yfirvofandi hormungum, er ordinn svo yfirgengilegur ad engu tali tekur. Stjornmalamenn hrifast med i ruglinu og nu er svo komid ad byrjad er ad innprenta oskopin i aesku landsins i skolakerfinu. Ef einhver vogar ser ad efast a opinberum vettvangi, er sa hinn sami umsvifalaust uthropadur kuldasinni, eda annad thadan af verra. Umraedan er ordin half galin og getur varla talist annad en hamfararugl.

 Godar stundir, med kvedju ad sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 6.10.2021 kl. 04:27

5 Smámynd: Grímur Kjartansson

Ég heyrði nýlega í "fréttamanni" sem fullyrti að rigningaveðrið fyrir austan væri vegna hlýnunar jarðar og þar væri bíllinn stærsti bófinn en Svíarnir segja að uppþurkaðar mýrar valdi eins miklu útstreymi.
Samt ahyglisvert að þessir skurðir voru grafnir til að auka jarðnæði og bjarga þannig fólki frá að svelta
Så fungerar klimatbomben som gömmer sig i marken | SVT Nyheter

Grímur Kjartansson, 6.10.2021 kl. 07:20

6 identicon

Sæll Jón,

Alveg er ég sammála þér í þessu. Er orðin svo þreyttur á stanslausum greinum og fréttum um loftlagshlýnunar í heiminum. Sömu aðilar virðast bara taka fréttir sem tengjast hitatölum þegar fleiri met eru að falla í kuldatölum. Það var athyglisvert að sjá faldna myndavél Project Veritas taka við Technical director hjá CNN þegar hann sagði að þegar Covid fréttir hætta að vera vinsælar þá ætla þeir að fara á fullt með Global Warming fear mongering enda sagði hann sjálfur að "hræðsla" selur mest. Hann viðurkenndi líka að þeir búa til fréttir úr engu ef það getur haft áhrif á áhorf. Það kæmi mér ekki á óvart að hann hafi verið sendur í útlegð til Amundsen-Scott bækistöðina þar sem hann hefur ekki sést opinberlega síðan og CNN hefur aldrei kommentað á það sem hann sagði.

Aldrei áður mælst jafn mikill kuldi á Suðurskautalandi og í ár á Amundsen-Scott bækistöðinni. Meðalhitinn á Amundsen-Scott bækistöðinni var mínus 61 gráða á tímabilinu frá apríl fram í september. Þetta er lægstur hiti, sem mælst hefur þar síðan hitamælingar hófust ár 1957.

https://www.seattletimes.com/nation-world/south-pole-posts-most-severe-cold-season-on-record-an-anomaly-in-a-warming-world/?utm_source=twitter&utm_medium=social&utm_campaign=article_inset_1.1

Þröstur (IP-tala skráð) 6.10.2021 kl. 09:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 219
  • Sl. sólarhring: 505
  • Sl. viku: 4435
  • Frá upphafi: 2450133

Annað

  • Innlit í dag: 200
  • Innlit sl. viku: 4129
  • Gestir í dag: 196
  • IP-tölur í dag: 194

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband