Leita í fréttum mbl.is

Derringur í Erdogan

Einræðisherrann í Tyrklandi Tacip Erdogan lætur eins og sá sem valdið hefur í samskiptum við ríki Evrópu og Bandaríkin. Erdogan hefur fangelsað þúsundir Tyrkja og reynt að þurka út alla gagnrýni á sig. Meðal þeirra sem hafa verið í fangelsi Tyrkja er stjórnarandstöðuleiðtogi sem Erdogan hefur haft í fangelsi frá 2017 án þess að hann hafi nokkru sinni verið leiddur fyrir dóm 

Tíu sendiherrar mótmælti fangelsun stjórnarandstöðuleitogans án dóms og laga þ.á.m. önnur Norðurlönd en Ísland (Ísland er ekki með sendiherra í Tyrklandi) auk landa eins og t.d. Bandaríkjanna, Þýskalands og Frakklands og í framhaldi af því hótar Erdogan að reka þá úr landi. 

Nú ættu viðkomandi ríki að vera fyrri til og kalla sendiherra sína heim og tilkynna Erdogan að þau muni ekki senda þá til baka nema Tyrkir virði almenn mannréttindi. Á sama tíma ættu Evrópusambandsríkin að girða svo af landamæri Tyrklands og Evrópu, að Erdogan geti ekki sent hersveitir svokallaðra hælisleitenda yfir landamærin frá Tyrklandi til Evrópu. Á sama tíma eiga Evrópusambandslöndin líka að hætta að greiða miljarða á miljarða ofan til Tyrklands fyrir að halda hælisleitendum frá Evrópu. Hælisleitendur í Tyrklandi eiga að vera vandamál Erdogan en ekki okkar. 

Aumingjaskapur Vesturlanda gagnvart þessum ofstopamanni er þeim til skammar og nú er nóg komið. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Kjarni málsins;

"Aumingjaskapur Vesturlanda gagnvart þessum ofstopamanni er þeim til skammar og nú er nóg komið.".

Nema að þú hefðir getað bætt við Jón, að Erdogan er ekki ofstopamaður, hann er trúarofstækismaður, úr ranni þeirra öfga sem Saudar hafa fjármagnað, eða endurfjármagnað frá byrjun þessarar aldar.

Það var ljóst þegar ofstækismaðurinn (margfaldur morðingi í einhverju byltingarliði í Íran) var drepinn í drónaárás Trump, sakaregistur hans náði ekki lengra en að sjálfsmorðárásina á bandaríska sendiráðið í Beirút, seint á síðustu öld.

Saudar og menn eins og Erdogan skýra það sem hefur gerst síðan, uppgang ISIS, hryðjuverkaárásirnar á vestræn ríki.

Samt eru þessi skoffín og viðrini meintir bandamenn okkar, líka þegar þau reka sendiráðsmenn okkar úr landi.

Maður hélt stundum þegar maður las Guðlaug að manneskjan hafi gengið úr skafti þess sem maður kennir við vit og staðreyndir, svo les maður pistla þína Jón, og þá fær maður aftur trúna á vitið og skynsemina.

Hafðu þökk fyrir þessa pistla þína.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 24.10.2021 kl. 19:02

2 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Erdogan er eina ástæðan fyrir að Evrópa hefur ekki liðast í sundur og hann veit það. Sorglegt hversu lítið menn sinna heimavinnunni í alþjóðamálum (Geopolities).

Guðjón E. Hreinberg, 25.10.2021 kl. 01:25

3 Smámynd: Jón Magnússon

Nú erum við heldur betur sammála Ómar.

Jón Magnússon, 26.10.2021 kl. 13:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.1.): 681
  • Sl. sólarhring: 927
  • Sl. viku: 6417
  • Frá upphafi: 2473087

Annað

  • Innlit í dag: 618
  • Innlit sl. viku: 5846
  • Gestir í dag: 593
  • IP-tölur í dag: 580

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband