Leita í fréttum mbl.is

Áhrif út yfir gröf og dauða.

Margrét Thatcher er einn merkasti stjórnmálamaður veraldarinnar síðari hluta 20.aldarinnar. Hún og Davíð Oddsson eiga það sameiginlegt, að bjáti eitthvað á hjá fólki vinstra megin við miðlínu stjórnmálanna er nærtækast að kenna þeim um. 

Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna á að hefjast í Glasgow um næstu helgi og svo virðist, sem Glasgow sé nú sem oftast með sóðalegustu borgum á norðurhveli jarðar, þar sem rottugangur og óhreinindi eru ógn við lýðheilsu fólks í borginni. 

Formaður borgarráðs Glasgow  Susan Aitken frá skoska þjóðarflokknum er með það á hreinu, að ástæða þess, að Glasgow skuli vera með sóðalegustu borgum veraldar, sé Margaret Thatcher að kenna. Vinstra fólk á yfirleitt ekki í erfiðleikum með að finna blóraböggla og kenna öllum öðrum um en sjálfum sér og og varast að  horfast í augu við afleiðingar  sósíalískra stjórnunarhátta sinna.

Mikill má máttur Margaret Thatcher vera fyrst hún nú rúmum 30 árum eftir að hún lét af embætti sem forsætisráðherra og rúmum 8 árum eftir að hún andaðist ber alla ábyrgð á sóðaskapnum og rottuganginum í Glasgow eins og borgarráðsformaðurinn í heldur fram.

Sérkennilegt að svona snargalin umræða skuli eiga sér stað og það frá fólki sem gegnir mikilvægum áhrifastöðum og vinstri fjölmiðlaelítan lætur sem ekkert sé og tekur jafnvel undir bullið.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Og vertu viss Jón. Dagur og co. munu kenna

Davíd Oddsyni um fjármála klúdur theirra

í Reykjavík sl.ár. Lýsandi hegdun vinstri/samfó manna.

Alltaf allt odrum ad kenna.

Sigurður Kristján Hjaltested, 26.10.2021 kl. 07:26

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Jón.

Stundum þarf að anda, þó ég geti alveg skrifað marga pistla um áhrif þess í neðra þar sem Frú Thatcher er birtingarmynd, sem og ég get alveg skrifað pistla þar sem vitnað er í staðfestu hennar, og það hef ég oft gert.

Þá er frú Thatcher enginn greiður gerður með svona þrasi.

Thatcher lagði drög að hugmyndafræði sem bjargaði því sem bjargað varð í jaðarbyggðum Stóra Bretlands, jafnt í norður hluta Englands, sem og í gömlum iðnaðarborgum eins og Glasgow eða Belfast.

Þar var hún framsýn og fáir hafa fetað í fótspor hennar hvað það varðar.

Röfl um annað er vanþekking, og sú vanþekking hefur ekkert með ungt vitlaust fólk að gera, þó það vitni í lofslagtrúboðið sem heimild sína.

Ef það bara vissi hvaðan kennisetningar þess trúboðs koma, þá myndi það allavega steinhalda kjafti hvað varðar frjálshyggju fyrri tíma, þar voru kenningar Friedmans og Hayeks aðeins æfing þess sem koma skyldi.

Þannig séð er það dulítið spúki Jón, eins einarðlegur fylgismaður þerra félaga þú hefur verið í gegnum tíðina, að sjá þig rífast við þá með þeirri einni röksemd sem hinn rökþrota getur gripið til.

Að afneita staðreyndum um vána sem blasir við og öskrar á alla íhaldsmenn heimsins að bregðast við.

Þannig séð er ekki langt á milli þín og Susan, hún veit ekki neitt og talar í frösum, þú hefur vit til að vita, og nýtir ekki það vit.

Eftir stendur, ef íhaldsmenn bregðast, hverjir eru þá eftir??

Allavega ekki börnin sem trúa öllu sem þeim er sagt.

Það eitt er víst.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 26.10.2021 kl. 13:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 617
  • Sl. sólarhring: 653
  • Sl. viku: 4664
  • Frá upphafi: 2427508

Annað

  • Innlit í dag: 557
  • Innlit sl. viku: 4317
  • Gestir í dag: 526
  • IP-tölur í dag: 506

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband