Leita í fréttum mbl.is

30.000

Þrjátíuþúsund sanntrúaðir koma saman í Glasgow á lofstlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP 26. Fulltrúar Íslands eru 50,fjölmennasta sendinefndin m.v. fólksfjölda. Minna má ekki gagn gera þar sem íslensku sendinefndirnar hafa heldur betur samið af sér bæði í Kýótó og París svo alvarlega að við eigum ekki annars kost ef við viljum búa við góð lífskjör og berjast gegn fátækt í landinu en segja okkur frá þessum samningum.

Á umliðnum loftslagsráðstefnum hefur lítið farið fyrir tillögum íslensku sendinefndanna, jafnvel ekkert. Þó bar svo við í Kaupmannahöfn og París um árið, að íslensku fulltrúarnir, gumuðu af því að hafa komið inn í umræðuna því mikilvæga atriði "kynræn áhrif á loftslagsvandann".

Vel kann að vera að Katrín Jakobsdóttir telji að við svo búið megi ekki standa og íslenska sendinefndin verði nú að láta til sín taka og knýja í gegn ályktun um kynáttunarvanda sem og kynjavandann með tilliti til loftslagshlýnunar af manna völdum þá sérstaklega karlmanna. Slíkt framlag yrði ómetanlegt í baráttunni fyrir vistvænum heimi. 

Þau 30 þúsund sem streyma nú til Glasgow í farþegaflugi og með einkaþotum hafa býsnast yfir því að alþýðan skuli leyfa sér að fara í sólarlandaferð einu sinni á ári og skuli auk þess aka um á einkabíl. Slíkt á ekki að vera í boði fyrir aðra en hina nýju upphöfnu stétt "nomen klatura" ríkisveldis ný-sósíalismans. 

Ráðstefnan í Glasgow er andvana fædd og þar gerist ekkert nema e.t.v. að Evrópa ákveði að hraða enn meir efnahagslegu sjálfsmorði sínu til þess að Kína fái enn meir afgerandi stöðu í heimsviðskiptum.

Kína mætir ekki til leiks og Gréta Túnberg og þau 30 þúsund sanntrúaðir í Glasgow ættu að fara á Torg hins himneska Friðar í Peking til að upplýsa alþýðu um loftslagsvanda af mannavöldum.  Kína ber jú ábyrgð á losun meir en þriðjungi meintra skaðlegra lofttegunda, en Evrópa innan við 10%. Sá er líka munurinn að Kína bætir stöðugt í, en Evrópa dregur úr. 

Hvernig stendur annars á því að þetta vistvæna fólk,sem mætir á trúarbragðahátíðina í Glsgow heldur ekki fjarfund. Af hverju datt hinum hugumstóra,framúrstefnulega forsætiráðherra Íslands í fóstureyðinga, kynjafræði og lofstlagsmálum þetta ekki í hug? 

Hvað svo með Kóvíd. Skiptir það engu máli þegar yfirstéttin kemur saman. Þrjátíuþúsund manns, sem þurfa ekki að undirgangast neinar skimanir og funda mun fleiri saman en þau hámörk sem miðað er við fyrir almenning. Það skiptir engu máli þegar útvaldir eiga í hlut. 

Þegar horft er til þeirra stóru miklu og alvarlegu aðsteðjandi og raunverulegra vandamála, sem heimurinn á við að stríða í dag og veldur dauða þúsunda og hundraðaþúsunda á ári hverju, þá er eðlilegt að spurt sé hvort vandamál, sem raungerist ekki á næstu árum megi ekki bíði um sinn meðan ráðist er að raunverulegum aðkallandi vanda:  

Hungri. Skorti á hreinu vatni. Malaríu og Fátækt. Barátta til að yfirvinna þessi vandamál er mest aðkallandi í núinu en Nomen katúran. Hin nýja stétt virðist ekki sjá það. Því miður. Lúxus nomen klatúrunnar gengur fyrir öðru á kostnað alls annars. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Amen fyrir þessu.

Sigurður Kristján Hjaltested, 30.10.2021 kl. 23:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.1.): 681
  • Sl. sólarhring: 927
  • Sl. viku: 6417
  • Frá upphafi: 2473087

Annað

  • Innlit í dag: 618
  • Innlit sl. viku: 5846
  • Gestir í dag: 593
  • IP-tölur í dag: 580

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband