Leita í fréttum mbl.is

Beðið eftir Godot

Á sínum tíma var sýnt leikritið "Beðið eftir Godot" eftir Samuel Becket. Þrátt fyrir biðina þá kom Godot aldrei. Í hinum íslenska veruleika þá er undirbúningsnefnd kjörbréfanefndar Alþingis sem er í hlutverki Godot.

Fréttamenn og forsætisráðherra sem og fleiri hafa hamast á því, að ekki sé hægt að mynda nýja ríkisstjórn fyrr en undirbúningsnefnd kjörbréfanefndar hefur lokið störfum. En þetta er rangt.

Starf undirbúningsnefndarinnar og hvenær hún lýkur störfum hefur ekkert með það að gera hvort mynduð verður ný ríkisstjórn eða ekki. Alþingi myndar ekki ríkisstjórn.

Talsmenn þeirra flokka sem standa að stjórnarmyndunarviðræðum geta gengið á fund forsta Íslands á morgun fyrir hádegi og farið fram á að hann komi ríkisstjórn Framsóknar, Sjálfstæðis og Vinstri grænna á koppinn og telji forseti að líkur séu á að Alþingi muni þola ríkisstjórnina þ.e. ekki verði samþykkt á hana vantraust svo farið, þá ber honum að verða við því og í hádegisfréttum á morgun gæti nýr forsætisráðherra gert grein fyrir hinni nýju ríkisstjórn.

Þannig skiptir engu máli þó að Godotarnir í undirbúningsnefnd kjörbréfanefndar koma sér einhverntíma saman eða ekki. Þeir hafa ekkert með myndun ríkisstjórnar að gera og ný ríkisstjórn getur tekið við völdum án þess að Alþingi sé kallað saman. Þannig eru nú einfaldlega ákvæði stjórnarskrár lýðveldisins. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.1.): 61
  • Sl. sólarhring: 805
  • Sl. viku: 6260
  • Frá upphafi: 2471618

Annað

  • Innlit í dag: 50
  • Innlit sl. viku: 5711
  • Gestir í dag: 48
  • IP-tölur í dag: 48

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband