Leita í fréttum mbl.is

Að ala nöðru við brjóst sér

Biskupakirkjan á Englandi hefur fundið fyrir því hvernig það er að ala nöðru við brjóst sér. Íslömsku hryðjuverkamennirnir í Liverpool voru teknir undir verndarvæng kirkjunnar og gátu því undirbúið hryðjuverkaárásina í hennar skjóli. 

Ekki er dregið í efa að margir kirkjunnar þjónar hafa mikinn áhuga og vilja til að láta gott af sér leiða og huga þá stundum ekki að því þegar verið er að misnota velvilja þeirra. Þetta getur leitt til fáránlegra viðbragða kirkjunnar þjóna eins og þegar þeir með fulltingi biskups hindruðu störf lögreglunnar með uppákomu í Laugarneskirkju um árið. 

Sami barnaskapur og hjá biskupnum forðum einkenndi þá í biskupakirkjunni  í Liverpool. Þar komu nokkrir múslimskir strákar og vildu kasta trú sinni að eigin sögn og gerast kristnir. Þeim var tekið fagnandi. Kirkjunnar menn athuguðu ekki að þessum mönnum hafði verið neitað um hæli og vísað úr landi í Bretlandi þegar þeir sóttust eftir að komast undir náðarfaðm kirkjunnar. Þeir voru teknir nánast undirbúningslaust inn í samfélag kristins fólks, en hjá þeim var þetta allt í plati af því að skv. trúarskoðunum múslima, þá mega þeir ljúga og svíkja alla sem eru ekki múslimar. 

Ekki má útiloka það að múslimskur hælisleitandi vilji skipta um trú. Kirkjunnar menn verða að gæta allrar varúðar í því sambandi einkum þegar liggur fyrir, að smyglararnir sem moka inn peningum fyrir að smygla fólki til Vesturlanda gefa þeim grundvallarráðleggingar eins og þær að henda öllum skilríkjum eins og vegabréfum, svo þeir geti haldið því fram, að þeir séu að koma frá stríðshrjáðum ríkjum eins og Sýrlandi eða Írak. Þeim er einnig ráðlagt af smyglurunum og raunar ýmsum lögmönnum hælisleitenda líka að skipta um trú og gerast kristnir að nafninu til. Þá njóti þeir verndar kristinnar kirkju og jákvæðar verði litið á umsóknir þeirra enda geti þeir  þá haldið því fram að þeir verði ofsóttir þegar heim er komið vegna trúskiptanna. Þannig lætur kristin kirkja í allri Evrópu þó síst kaþólska kirkjan misnota sig til að veita lögbrjótum skjól og hryðjuverkamönnum athvarf. Naðran þrífst því vel í náðarfaðmi kirkjunnar.

Kristin kirkja getur að sjálfsögðu haft skoðanir á þjóðfélagsmálum, en má ekki gleyma því að það eru stjórnvöld, ríkisstjórn og Alþingi sem stjórna í þjóðfélaginu og þeim reglum verður að hlíta sem þessir aðilar setja. Í Laugarneskirkju virtust kirkjunar yfirvöld hafa gleymt þessu grundvallaratriði. 

Kirkjan getur að sjálfsögðu mótað ákveðnar skoðanir um móttöku hælisleitenda og hefur gert það. En það merkilegasta við kristna kirkju á Vesturlöndum undanfarna tvo áratugi er að þeim virðist helst ekki koma neitt við nema múslimskir strákar sem þykjast vera á flótta undan harðræði heima fyrir á sama tíma og kristið fólk sætir mestum ofsóknum í löndum eins og Sýrlandi, Írak og raunar um allan hinn múslimska heim. Í Íran eru kerfisbundnar ofsóknir gegn kristnum og í Pakistan vegna laga um guðlast.

Ofsóknir gegn kristnu fólki í Sýrlandi og Írak leiða til þess, að því er ekki vært í flóttamannabúðum Sameinuðu þjóðanna. Kristið fólk eru hinir réttlausu og kristin kirkja Vesturlanda er svo upptekin við að ala nöðruna við brjóst sér, að hún hefur engin úrræði til að veita þeim hjálp sem mest þurfa á henni að halda. Trúarsystkinum okkar.  

Leiðtogar kristins fólks á Vesturlöndum hafa því miður brugðist eigin fólki, öryggi þess og hagsmunum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Jamm og jæja Jón.

Svona fór fyrir þér á gamals aldri, að skrifa meitlaðan pistil, engu skiptir að eitthvað gæti verið réttara (sannara), kjarni orða þinna æpa á hugsandi fólk.

Viska er eitt, hæfni til að tjá hana er annað, mikið vildi ég að þú hefðir ekki skotið sjálfan þig í fótinn við að rífast við sóttvarnarþekkingu vestrænnar menningu sem á sér rætur í fornmenninu okkar.

Því þeir sem frjósa við að lesa meitluð orð þín, þeir leita að veikleikum rökhugsunarinnar, þar sem pólitísk lífsýn þín tók yfir heilbrigða skynsemi og ályktunarhæfni.

Líkt og þú héldir að þróun visku þinnar og þekkingu með aldri, væri eitthvað sem ætti að fóðra fíflin þarna úti.

Jæja, við höfum rætt þetta áður, þessi athugasemd mín er ekki hugsuð til birtingar, hún er ætluð þér en ekki misgáfuð fólki, með fullri virðingu fyrir því.

Ég veit Jón að þú hundsar orð mín eins og hvert annað röfl, en sú hundsun er um leið hundsun á hlutverki þínu og tilgangi á gamals aldri, þegar enginn spyr um Jón Magnússon, stjórnmálabaráttu hans og lífsskoðanir.

Þá er það eins og þú trúir því sjálfur að þú hafir ekki neitt að segja, að þú sért liðinn og eftir standir tuð hinna eldri manna.

Þessi pistill þinn afsannar það viðhorf.

Hafðu þökk fyrir hann.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 18.11.2021 kl. 16:47

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Núna heyrist ekki bofs um 17 Ameríska trúboða sem eru gíslar á Haití og hafa verið í margar vikur.  Þar á meðal börn. Kirkjan gæti kannski imprað a þessu í stað þessarar sýndardyggðar í garð öfgafólks.

Jón Steinar Ragnarsson, 18.11.2021 kl. 18:10

3 Smámynd: Jón Magnússon

Ómar ég tek mikið tillit til þín og þinna skoðana. Við erum hinsvegar ekki sammála um Covid aðgerðinar og í stuttu máli Ómar. Vísindin á bakvið ákvarðanir sóttvarnaryfirvalda voru í upphafi mjög bágborin og fátækleg og eru enn. Því miður er óttinn svo mikill að það hamlar eðlilegri umræðu. En Ómar minn ég hef alltaf reynt að standa með hugsjónum mínum og vil gera það. Jafnvel þó þær séu óvinsælar. Kveðja frá Spáni. 

Jón Magnússon, 18.11.2021 kl. 18:58

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Mér hefur sklist að það geti varðað lífláti að kasta múslímatrú.

Halldór Jónsson, 18.11.2021 kl. 21:03

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Ég efa það ekki Jón að þú standir með hugsjónum þínum, það hefur allavega blasað við mér frá því ég las þig fyrst, og oft séð að þú kaust ekki flokkshygli þegar þú taldir að eitthvað þyrfti að segja, og sagðir það.

Kannski þess vegna sem maður tók eftir þér þegar ég var mun yngri, og þú aðeins eldri, ekki vegna þess að ég væri sammála, þar að baki liggja mismunandi lífsskoðanir og pólitískar áherslur, heldur út frá skýrleika rökfærslurnar.

Ósk mín um að þú slepptir því að skjóta þig í fótinn á gamals aldri kemur meintum óvinsældum eða vinsældum ekkert við, aðeins þeirri staðreynd að þegar þú hefur eitthvað að segja sem máli skiptir, þá eru fáir betri í því í dag.  Sem aftur held ég að hafi með aldur og reynslu að gera, Styrmir aðeins batnaði með árunum, líkt og Matthías, urðu svona akkeri í samtíma sem upphóf tómhyggju postmóderismans, sem þandi sig út eins og svarthol, og varð að þeirri froðu sem kennd er við rétthugsun.

Það þarf ekki 2 fingur til að telja á fingrum annarrar handar þá sem þora og hafa getu til að segja það sem þú ert að segja hér að ofan, vitna svo í marga mjög góða pistla þína sama eðlis, með sama kjarna.

Að gefa rétthugsuninni sjálfviljugur höggstað er ekki að velja sér sínar orrustur.

Þá fer það neðan garðs sem þarf að ræða, en hún treystir sér ekki í.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 18.11.2021 kl. 21:40

6 Smámynd: Jón Magnússon

Það er rétt Halldór. Frjálslyndi þeirra nær ekki svo langt að það megi virða einstaklingsbundið val þegar trúarbrögðin eru annars vegar. 

Jón Magnússon, 19.11.2021 kl. 10:05

7 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka þér fyrir Ómar. Mér verður orða fátt við svona mikið hrós og þá er sennilega best að segja ekki meira. Kveðja góð.

Jón Magnússon, 19.11.2021 kl. 10:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.1.): 23
  • Sl. sólarhring: 816
  • Sl. viku: 5759
  • Frá upphafi: 2472429

Annað

  • Innlit í dag: 22
  • Innlit sl. viku: 5250
  • Gestir í dag: 21
  • IP-tölur í dag: 21

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband