Leita í fréttum mbl.is

Hnípnar þjóðir í vanda

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir segir frá því í pistli sínum í Morgunblaðinu í dag, að hún sitji samráðsfund Norðurlandaráðherra þar sem fjallað er um útlendingamál. Vonandi verður þetta gagnlegur fundur. 

Af grein dómsálaráðherra að dæma, þá virðist fundurinn eiga að fjalla um þessi mál á grundvelli verkferla og skilvirkrar stjórnsýslu, en gæta þess að stinga höfðinu í sandinn gagnvart þeim vandamálum sem Norðurlöndin standa frammi fyrir vegna rangrar stefnu í þessum málum á undanförnum árum. Það væri verra ef ekki yrði rætt um alvöru málsins.

Við getum margt lært af Norðurlöndunum og gætt þess, að lenda ekki í sama vandamáli og þau varðandi innfleytjendur. Samt virðist sem íslensk stjórnvöld vilji ótrauð ana áfram ofan í sama forarpyttinn og Norðurlöndin eru sokkin í.

Dómsmálaráðherra segir að tryggja verði þeim forgang sem eru í mestri neyð. Það er rétt. Þá liggur fyrir að hin "kristnu" Norðurlönd ættu að einhenda sér í að taka á móti kristnu fólki frá Mið-Austurlöndum, sem er í mestri neyð. Á sama tíma að vísa múslimskum skilríkjalausum hlaupastrákum í burtu. 

Dómsmálaráðherra getur líka um frumvarp sitt til breytinga á útlendingalögum varðandi þá sem þegar hafa fengið svokallaða alþjóðlega vernd í öðrum Evrópuríkjum og vill draga úr möguleikum þeirra til að fá líka alþjóðlega vernd á Íslandi. Þetta frumvarp gengur ekki nógu langt. Það á ekki að fjalla um mál þeirra sem þegar hafa fengið alþjóðlega vernd annarsstaðar en vísa þeim lóðbeint úr landi. Íslenskir skattgreiðendur þurfa ekki fleiri velferðarfarþega.

Í grein sinni nefnir dómsmálaráðherra,að taka þurfi til skoðunar atvinnuleyfi erlendra ríkisborgara og möguleika þeirra til að koma hér til starfa. Hér hreyfir dómsmálaráðherra mjög mikilvægu máli, sem þarf að skoða vel. Við höfum í dag enga stjórn á landamærunum hvað þetta varðar og erum með opinn vinnumarkað með allri Evrópu og það getur verið þungt fyrir 350.000 manna þjóð. Þessvegna lagði ég til á sínum tíma, að við fengjum ákveðnar undanþágur frá fjórfrelsi EES samningsins varðandi frjálsa för fólks til atvinnuþáttöku til þess að við gætum haft einvherja stjórn á málum við sérstakar aðstæður. Á sama tíma er líka mikilvægt að fólk sem er nauðsynlegt fyrir framþróun og vöxt íslensks atvinnulífs geti komist til landsins. Það liggur því fyrir að hér þarf að vanda til verka og bregðast við skjótt. 

Ráðherrafundurinn getur verið gagnlegur og gott ef dómsmálaráðherra leitar eftir því að fá heiðarleg svör frá samráðsráðherrum sínum í Danmörku, Svíþjóð og Noregi hvernig þessar þjóðir klúðruðu innflytjenda- og útlendingamálum sínum svo gjörsamlega og hvað við getum af þeim lært til að detta ekki ofan í sama pyttinn. Þar hljóta að koma til skoðunar framsæknar hugmyndir ríkisstjórnar Dana um að meðhöndla umsóknir hælisleitanda í öðru ríki. Það er besta tillagan sem hefur komið  fram í Evrópu varðandi þessi mál. Gott væri ef íslenska ríkisstjórnin tæki upp sömu stefnu og Danir í þessum málum.

Við viljum ekki lenda í sama fári og Danir, Norðmenn og Svíar, þar sem heilu hverfin eru í sumum borgum þessara landa, þar sem fólk talar ekki tungumálið en er sérstakt samfélag út af fyrir sig. Þar sem lögreglan getur ekki farið inn í ákveðin hverfi nema þungvopnuð jafnvel til að hjálpa slökkviliði eða sjúkrabílum til að gera skyldu sína.

Ræða þarf hvernig á því stóð að þúsundir múslismskra innflytjenda til Norðurlandanna fóru til að berjast með Ísis hryðjuverkasamtökunum og snéru svo aftur til baka eftir að hafa verið þáttakendur í þjóðernishreinsunum, kynlífsþrælkunum Yasída kvenna og kristinna kvenna og mannsali á uppboðsþingum sem og mörgum öðrum viðbjóði. 

Er í lagi að bjóða slíkt fólk velkomið til baka og hvaða þýðingu hefur það fyrir öryggi borgara Norðurlanda að bæta enþá fleirum við þessarar gerðar. 

Vonandi ræða ráðherrarnir með hreinskiptum hætti um þær ógnir sem við okkur blasa vegna innflytjendastefnunnar, sem kristallast m.a. í útlendingalögunum íslensku og ákveða að taka upp gjörbreytta stefnu sem tryggir norrænum ríkisborgurum öryggi  það hlítur að vera aðalatriðið. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónatan Karlsson

Það er sem ferskur súrefnisríkur blær berist af sífellt daufari og daprari síðum þessa Moggabloggs þegar þú sýnir þann kjark og manndóm að tala fullkomlega opinskátt til flokksfélaga þinna og reyndar líka okkar flestra, sem hýrumst nöldrandi í skuggum öfga demo-feminiskra skurðgoða samtímans.

Það er kaldhæðnislegt að þessi fundarhöld fari fram í Svíþjóð, sem nýlega var krýnd af Evrópusambandinu sjálfu sem hættulegasta ríki sambandsins og hefur það reyndar síðan haft þau jákvæðu áhrif að jafnvel RÚV, þetta musteri "góða fólksins" hér á Íslandi er hætt að afneita hörmungar ástandinu þar, líkt og þau hafa stundað árum saman.

Ein óhuggulegasta frétt síðustu daga var af foreldrum sem stungu fyrst börnin sín tvö og fleygðu þeim að því loknu út um glugga úr háhýsinu, þar sem þau bjuggu. Þessi hræðilega frétt þótti sennilega svo ömurleg, að þrátt fyrir að nú sé opinskátt fjallað um ofbeldis verknaði allra nýju Svíana, þá fylgdi hvergi með þessari frétt, að auðvitað var ekki um innfædda Svía að ræða.

Jónatan Karlsson, 20.11.2021 kl. 12:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.11.): 11
  • Sl. sólarhring: 408
  • Sl. viku: 5208
  • Frá upphafi: 2416229

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 4824
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 11

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband