Leita í fréttum mbl.is

Ráðherraval Sjálfstæðisflokksins.

Þá liggur fyrir hvernig ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur er skipuð of fátt kemur á óvart varðandi ráðherraskipunina nema það að Guðrún Hafsteinsdóttir skuli ekki vera ráðherra eins og ég spáði að hún mundi verða. 

Vissulega kemur á óvart að Jón Gunnarsson skuli hafa verið valinn til að vera dómsmálaráðherra, þar sem hann er ekki lögfræðingur en hingað til hefur Sjálfstæðisflokkurinn ekki verið uppiskroppa með lögfræðinga til að skipa til hvaða verka sem er. Jón Gunnarsson er hinsvegar vel að ráðherradómi kominn. Hann stóð sig vel á sínum tíma á sínum stutta ráðherraferli og er hörkuduglegur maður og fylginn sér. 

Á sínum tíma skipaði John F. Kennedy,  Robert Kennedy bróður sinn í embætti dómsmálaráðherra Bandaríkjanna og svaraði gagnrýnendum með því að segja að það væri gott fyrir Robert að læra svolítið í lögfræði, en auk heldur treysti hann honum til allra góðra verka. Sama get ég sagt um nafna minn Gunnarsson

Guðrún Hafsteinsdóttir er líka vel að ráðherradómi komin, en það er sjálfsagt skynsamlegt af formanni flokksins að hafa þessa skipan, þannig að hún eigi þess kost sem nýgræðingur á þingi að kynna sér aðstæður og samskipti þings og framkvæmdavalds í það rúma ár sem líður áður en hún tekur við ráðherradómi. 

Það sem kom mest á óvart og eru vonbrigði, að Guðlaugur Þór Þórðarson, sem verið hefur utanríkisráðherra og áður heilbrigðisráðherra, skuli nú taka við umhverfismálum.  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Hvernig sem á þetta er litið, þá er áframhaldandi stjórnarsamstarf flokksins ekkert annað en einbeittur vilji til að leggja flokkinn niður. Enda Sjálfstæðissósíalistaflokkurinn löngu orðið réttnefni. Ísland er búið að vera og nú var tækifæri til að stöðva skriðuna. Hún verður ekki stöðvuð úr þessu.

Guðjón E. Hreinberg, 29.11.2021 kl. 02:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.11.): 95
  • Sl. sólarhring: 146
  • Sl. viku: 5292
  • Frá upphafi: 2416313

Annað

  • Innlit í dag: 83
  • Innlit sl. viku: 4896
  • Gestir í dag: 78
  • IP-tölur í dag: 71

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband