Leita í fréttum mbl.is

Tær snilld

Nýr stjórnarsáttmáli ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur er tær snilld. Aldrei áður hefur tekist að segja jafn lítið í jafn löngu máli. Sérfræðingarnir, sem færðu hugsun leiðtogana í ritað form eiga viðurkenningu skilið. Mikil orðgnógt er notuð til að setja fram aragrúa góðmálahugmynda, án þess að negla niður hvað eigi raunverulega að gera.

Þó stjórnarsáttmálin sé tær snilld að þessu leyti, þá er hann hrein skelfing m.a. þegar virt er heilstætt hvað ríkisstjórnin ætlar sér mikil opinber afskipti af fólki og fyrirtækjum. 

Áhersla er á græn verkefni án þess að þau hafi fengið viðhlítandi skilgreiningu og þar segir að ríkisstjórnin ætli að beita sér fyrir aukinni opinberri fjárfsetingu í grænum verkefnum.

Af hverju opinberri fjárfestingu?  Af hverju ekki að skapa skilyrði fyrir að hugmyndaríkir einstaklingar takist á við það verkefni að stofnsetja og reka "græn fyrirtæki" og sinna "grænum verkefnum".  Ef til vill vegna þess, að hvergi í heiminum eru hin svonefndu grænu verkefni rekin með öðru en stórkostlegu tapi og stórkostlega miklu framlagi hins opinbera. Gæluverkefni VG  "græn verkefni" munu því heldur betur kosta ríkissjóð fúlgur.

Vonandi gengur það eftir sem segir í nýrri spá varðandi fjárlögin að hagvöxtur hér á landi á næsta ári verði 5.3%. Slíkur hagvöxtur gæti þá staðið að einhverju leyti undir svona eyðsluskapandi hugmyndum. Spurningin er hvort að því var stefnt, að auknum hagvexti yrði alfarið eytt til að stækka báknið og borga gæluverkefni VG. "Dýr mundi Hafliði allur" var eitt sinn sagt og nú virðist Katrín kominn í stað Hafliða. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Jónsson

Mestu grænu fjárfestingarnar, sem ríkið getur stuðlað að og farið í, eru virkjanir sjálfbærra orkulinda Íslands, en það má varla nefna þær vegna fordildar smáflokksins í ríkisstjórninni.   Ríkið á að fullu Orkubú Vestfjarða og Landsvirkjun, sem hafa haldið að sér höndum um hríð.  Vonandi mun ný ríkisstjórn leysa þá krafta úr læðingi, sem duga til að hefja framkvæmdir í landi með gnótt kolefnisfrírra orkulinda.  Landið er í hópi, sem státar af einstakri stöðu í heiminum á tímum orkuskipta.  Nú hefur verið setið svo lengi með hendur í skauti á þessu sviði, að raforkuskortur er yfirvofandi strax í vetur.  Lausn á heimatilbúnum gervivanda verður prófsteinn á þessa ríkisstjórn.

Bjarni Jónsson, 30.11.2021 kl. 11:15

2 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Það tekur þrjár kynslóðir að endurskapa siðmenningu. Fyrst þarf þó að klára jarðarförina og síðan að kveða niður drauginn þ.e. viðurkenna staðreyndina.

Það er glundroði framundan. --Ímyndunarlúngnabólgan Ómíkrón.

Guðjón E. Hreinberg, 30.11.2021 kl. 15:13

3 Smámynd: Jón Magnússon

Takk fyrir það Bjarni Jónsson. Algjörlega sammála þér. 

Jón Magnússon, 2.12.2021 kl. 09:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.11.): 108
  • Sl. sólarhring: 134
  • Sl. viku: 5305
  • Frá upphafi: 2416326

Annað

  • Innlit í dag: 96
  • Innlit sl. viku: 4909
  • Gestir í dag: 91
  • IP-tölur í dag: 79

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband