Leita í fréttum mbl.is

Stöðnun og kyrrstaða

Í gær lét Angela Merkel af embætti kanslara Þýskalands. Hún naut fádæma vinsælda lengst af á ferli sínum, en eftir 2015 fór að halla undan fæti. Hún var lengi kanslari í samsteypustjórn stóru flokkana tveggja,helstu andstæðinganna, Kristilegra og Sósíalista.

Angela Merkel hafði þá einu hugmyndafræði,að láta enga hugmyndafræði þvælast fyrir sér. Inntak stefnu hennar var að hanga á völdunum hvað svo sem gera þyrfti til þess. Að því leyti var hún e.t.v. frumkvöðull þeirrar nýbylgju stjórnmálanna, sem stór hluti stjórnmálamanna fylgir í dag. 

Merkel var ekki framsýnn stjórnmálamaður. Hún tók almennt ekki á neinum málum fyrr en þau voru orðin að vandamáli. Hún mótaði almennt ekki framtíðarstefnu nema í loftslagsmálum með slæmum afleiðingum. Þessvegna býr Þýskaland við orkuskort.

Því miður virðist eftirmaður Merkel á kanslarastóli vera slæm eftirlíking af henni og með sömu grunnhugsjónir um að hanga á völdum. Þýskaland verður því sennilega ekki pólitísk forustuþjóð í Evrópu á næstunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.4.): 223
  • Sl. sólarhring: 292
  • Sl. viku: 2544
  • Frá upphafi: 2506306

Annað

  • Innlit í dag: 207
  • Innlit sl. viku: 2374
  • Gestir í dag: 198
  • IP-tölur í dag: 195

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband