Leita í fréttum mbl.is

Fórnarlambið

Í janúar 2019 tilkynnti leikarinn Jussie Smollet, sem er dökkur á hörund, til lögreglu í Síkakó í Bandaríkjunum, alvarlegan hatursglæp gegn sér. Hann sagði að tveir hvítir menn hefðu ráðist á sig barið sig vegna kynþáttar hans, kallað hann ýmsum ónefnum og hellt yfir hann litarefni. Af þessu tilefni sagði leikarinn, að þetta væri það sem við mætti búast í svona MAGA landi (make America great again)og vísaði þar til Donald Trump. 

Fjölmiðlar um allan heim fóru hamförum yfir því hverskonar ríki Bandaríkin væru orðin undir stjórn Trump, þar sem hvítir rasistar teldu sér allt leyfilegt. Frambjóðendur Demókrata notuðu þennan "rasíska hatursglæp" út í æsar.

Ekki er allt sem sýnist. Í ljós kom,að árásarmennirnir á Smollet voru ekki hvítir heldur þeldökkir Nígeríumenn. Það sem meira var Smollet borgaði þeim fyrir að sviðsetja árásina, alls 3.500 dollara og 100 dollara í útgjöld fyrir litarefnið. Dómstóll í Síkakó dæmdi Smollet sekan á fimmtudagskvöldið fyrir að sviðsetja árásina og ljúga að lögreglu varðandi atburðinn.

Fróðlegt verður að sjá hvort talsmenn Demókrata sem gerðu málið að áróðursatriði í síðustu kosningum, leiðrétti og biðjist afsökunar. Sjálfsagt gera þeir það ekki frekar en fjölmiðlarnir sem fóru hamförum. Reynt verður af þessum aðilum að þegja um málið.

Lygin hleypur iðulega marga hringi umhverfis hnöttinn  á meðan sannleikurinn er enn að reima á sig skóna. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Hann er líka náfrændi núverandi varaforseta USA

Kamala-Jussie

Guðmundur Jónsson, 11.12.2021 kl. 13:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.1.): 747
  • Sl. sólarhring: 1051
  • Sl. viku: 5050
  • Frá upphafi: 2459593

Annað

  • Innlit í dag: 669
  • Innlit sl. viku: 4629
  • Gestir í dag: 652
  • IP-tölur í dag: 641

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband