Leita í fréttum mbl.is

Vér einir vitum, en vitum samt ekki neitt.

Hvað á nú að gera tæpum 2 árum eftir að baráttan gegn Kóvíd hófst. Sumir leggja til, að enn á ný verði gripið til hertra takmarkana. Í Bretlandi, sagði David Frost einn besti maður ríkisstjórnarinnar af sér og neitar að taka  þátt í lokunarstefnunni lengur.

Smittíðni er í hámarki. Ríkið borgar þúsundir hraðprófa um hverja helgi til að fólk geti farið í leikhús,bíó eða á djammið. Þrátt fyrir hraðprófin þá fjölgar smitum. Hvaða gildi hafa þau?

Þjóðin er tvíbólusett eða þríbólusett, en ekkert gengur. Þá á að að bólusetja börn allt niður í 5 ára án þess að þau séu í hættu.

Er þá ekki eðlilegt að spyrja: 

Er líklegt þegar tvær bólusetningar duga ekki til að koma í veg fyrir smit eða að fólk smitist, að sú þriðja geri gagn?

Er skynsamlegt að bólusetja börn með bóluefni á tilraunastigi, sem hefur alvarlegar aukaverkanir.

Af hverju að útiloka óbólusetta þegar bóluefnið hefur þá annmarka sem liggja fyrir. 

Ef yfirvöld teldu að bólusetningarnar virkuðu svo sem þau segja, þyrfti þá að grípa til hertra aðgerða núna?

Þýða ekki hertar aðgerðir, að stjórnvöld hafa ekki trú á bóluefnunum og hraðprófunum.

Nýja afbrigðið Ómíkrónið æðir um veröldina og verður ekki stöðvað. Niðurstöður rannsókna sýna að um milt afbrigði er að ræða. Hvaða nauðsyn er þá að skella öllu í lás?

Af hverju hefur eðlileg umræða vísindamanna um gagnsemi og gagnsleysi aðgerða og hvaða aðgerðum skuli beitt, ekki fengið að eiga sér stað? 

Einu leyfðu vísindin verða að fá framgang hversu órökrétt, gagnlaus og vitlaus, sem þau kunna að vera. Þetta láta hræddir úrræðalausir stjórnmálamenn yfir sig ganga. Þá er spurning hvort að einhver sambærilegur David Frost er í íslensku ríkisstjórninni ef nú á að skella í lás eins og í Bretlandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Þetta eru allt saman mjóg góðar spurningar.

Vandamálið er; að 78% af öllum fjölmiðlum hér á jörðu

(Þar með talið RÚV og Moginn)

eru undir áhrifum frá New World Order

sem að sérhæfir  sig í að forheimska fjöldann vísvitandi,

auka á alla ringulreið, og knésetja hann vísvitandi

með einhliða fréttaflutningi:

Þessi gamla teiknimynd lýsir ástandinu best: 

https://www.youtube.com/watch?v=JSJHCT3oePk&t=127s

Jón Þórhallsson, 19.12.2021 kl. 12:26

2 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Þú meinar líklega, síðan barátta Kóvid mafíunnar gegn vestrænni menningu hófst og eyðilegging hennar heppnaðist.

Guðjón E. Hreinberg, 19.12.2021 kl. 22:08

3 Smámynd: Bjarni Jónsson

Sóttvarnarstefnan, sem sóttvarnarlæknir hefur mótað með forstjóra ÍE í aftursætinu, hefur beðið skipbrot.  Keisarinn er ekki í neinu.  Lokanir og frelsisskerðingar skila aðeins ímynduðu gagni, en valda miklu tjóni.  Bóluefnin eru gagnslítil og gagnslaus, þegar frá dregur, en geta valdið ákveðnum hópum, þ.á.m. börnum, varanlegu heilsutjóni, eins og dr Robert Malone, einn höfunda mRNA tækninnar, hefur lýst.  Að vísa stöðugt til þess, að Landsspítalinn sé að kikna undan örfáum C-19 innlögnum sýnir bara veikleika í stjórnun þess risaríkisapparats á íslenzkan mælikvarða. 

Bjarni Jónsson, 20.12.2021 kl. 09:24

4 Smámynd: Helgi Viðar Hilmarsson

Ég hugsa að bóluefnasamningarnir sem íslenska ríkið er aðili að og leynd hvílir yfir veiti svör við þessum spurningum.

Helgi Viðar Hilmarsson, 20.12.2021 kl. 13:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.1.): 64
  • Sl. sólarhring: 807
  • Sl. viku: 6263
  • Frá upphafi: 2471621

Annað

  • Innlit í dag: 53
  • Innlit sl. viku: 5714
  • Gestir í dag: 51
  • IP-tölur í dag: 51

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband