Leita í fréttum mbl.is

Eyþór hættir

Það kom á óvart, að oddviti Sjálfstæðisfólks í borgarstjórn verði ekki í kjöri fyrir næsta kjörtímabil. 

Sjálfstæðisfólk þarf að velja nýjan oddvita, sem er líklegur til að leiða flokkinn til sigurs. Í því sambandi skiptir máli, að góður oddviti fari fyrir samstilltum hópi frambjóðenda. 

Sjálfstæðisflokkurinn er ekki trúverðugur og fær ekki aukið fylgi, ef hver höndin er upp á móti annarri í mikilvægustu málum. 

Það er verk að vinna fyrir Sjálfstæðisfólk að velja þann besta leiðtoga sem kostur er á og vinna síðan saman að því að flokkurinn fái góða kosningu.

Óneitanlega yrðu það gríðarleg mistök ef Sjálfstæðisflokkurinn glutraði niður því tækifæri að fella óvinsælan meirihluta, sem tekur hagsmuni minnihlutahópa fram yfir hagsmuni almennings.

Sjálfstæðisfólk í Reykjavík stendur frammi fyrir því, að ákveða með hvaða hætti standa á að uppstillingu. Lagt hefur verið til að fram fari leiðtogaprófkjör, sem er ágæt tillaga.  Leiðtogaprófkjör útilokar ekki síðar prófkjör um framboðslistann að öðru leyti. 

Hvaða aðferð svo sem valin verður við val á framboðslistann,þá skiptir máli að Sjálfstæðisfólk kjósi samhentan framsækinn framboðslista, en láti ekki andstæðingum flokksins það eftir að gera það.

Það er ekki sérstök lýðræðisveisla að fólk skrái sig í flokkinn til þess eins að kjósa og segi sig síðan úr honum 10 mínútum síðar eins og í síðasta prófkjöri þegar jafnvel þekkt stuðningsfólk annarra stjórnmálaflokka vílaði ekki fyrir sér að ganga í flokkinn í 10 mínútur til að hafa áhrif á hverjir yrðu í framboði fyrir Sjálfstæðisflokkinn. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 291
  • Sl. sólarhring: 736
  • Sl. viku: 4112
  • Frá upphafi: 2427912

Annað

  • Innlit í dag: 267
  • Innlit sl. viku: 3803
  • Gestir í dag: 259
  • IP-tölur í dag: 248

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband