Leita í fréttum mbl.is

Eyþór hættir

Það kom á óvart, að oddviti Sjálfstæðisfólks í borgarstjórn verði ekki í kjöri fyrir næsta kjörtímabil. 

Sjálfstæðisfólk þarf að velja nýjan oddvita, sem er líklegur til að leiða flokkinn til sigurs. Í því sambandi skiptir máli, að góður oddviti fari fyrir samstilltum hópi frambjóðenda. 

Sjálfstæðisflokkurinn er ekki trúverðugur og fær ekki aukið fylgi, ef hver höndin er upp á móti annarri í mikilvægustu málum. 

Það er verk að vinna fyrir Sjálfstæðisfólk að velja þann besta leiðtoga sem kostur er á og vinna síðan saman að því að flokkurinn fái góða kosningu.

Óneitanlega yrðu það gríðarleg mistök ef Sjálfstæðisflokkurinn glutraði niður því tækifæri að fella óvinsælan meirihluta, sem tekur hagsmuni minnihlutahópa fram yfir hagsmuni almennings.

Sjálfstæðisfólk í Reykjavík stendur frammi fyrir því, að ákveða með hvaða hætti standa á að uppstillingu. Lagt hefur verið til að fram fari leiðtogaprófkjör, sem er ágæt tillaga.  Leiðtogaprófkjör útilokar ekki síðar prófkjör um framboðslistann að öðru leyti. 

Hvaða aðferð svo sem valin verður við val á framboðslistann,þá skiptir máli að Sjálfstæðisfólk kjósi samhentan framsækinn framboðslista, en láti ekki andstæðingum flokksins það eftir að gera það.

Það er ekki sérstök lýðræðisveisla að fólk skrái sig í flokkinn til þess eins að kjósa og segi sig síðan úr honum 10 mínútum síðar eins og í síðasta prófkjöri þegar jafnvel þekkt stuðningsfólk annarra stjórnmálaflokka vílaði ekki fyrir sér að ganga í flokkinn í 10 mínútur til að hafa áhrif á hverjir yrðu í framboði fyrir Sjálfstæðisflokkinn. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Því miður er Sjálfstæðissósíalistaflokkurinn búinn að vera. Hann dó haustið 2017. Eina framtíð ábyrgrar íhaldsmennsku er að stofna ábyrgan íhaldsflokk, og þá án tillits til vinsælda eða atkvæða. Þegar Sjálfstæðismenn urðu til úr Íhaldsflokk og Frjálslyndum fyrir tæpri öld, hófu þeir hægfara umbreytingu í sósíalistaflokk og bera einir ábyrgð á ofvexti skrifræðisbáknsins, sem er vitnisburður um framangreint.

Burke skilgreindi íhalds-afstöðu eða íhalds-stefnuna vandlega og það er minn skilningur að góð íhaldsstefna sé tvíþætt. Stór og vinsæll atkvæðaflokkur eins og Sjálfstæðisflokkurinn var áður en hann umbreyttist í Sjálfstæðissósíalistaflokk, og annar lítill bróðir sem ekki veiðir atkvæði en viðheldur ábyrgri íhaldssamri og hugvitssamlegri orðræðu menningar og frelsis.

Afsakið orðlengdina, en að mínu mati er þetta ein helsta ástæðan fyrir að Vesturlönd féllu fyrir vélabrögðum Marxismans í fyrra, að Íhaldsflokkarnir í Bretlandi og Bandaríkjunum urðu einnig frjálslyndissósíalistar, því þeir gleymdu þessari nauðsyn kjölfestunnar.

Guðjón E. Hreinberg, 21.12.2021 kl. 14:45

2 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Er ekki haegt ad hafa thad fyrir reglu ad thú tharft ad hafa verid

skrádur í flokkin í lágmark 3-5 mánudi fyrir kosningu..?

Annad er bara bull og vitleysa og vid vitum alveg

hverjir stodu ad smolun seinast.

Á ekki ad lídast.

Sigurður Kristján Hjaltested, 21.12.2021 kl. 17:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.1.): 64
  • Sl. sólarhring: 807
  • Sl. viku: 6263
  • Frá upphafi: 2471621

Annað

  • Innlit í dag: 53
  • Innlit sl. viku: 5714
  • Gestir í dag: 51
  • IP-tölur í dag: 51

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband