Leita í fréttum mbl.is

Máttur myrkursins og afl ljóssins.

Biskupinn yfir Íslandi hefur tilkynnt,að helgihald falli niður um áramótin, kirkjurnar loka. Af því tilefni datt mér í hug myndband, sem var á samfélagsmiðlum af enskum presti og Douglas Murray gerði að umtalsefni í grein í DT þ.23 desember s.l.

Enski presturinn talaði til safnaðar síns fyrir framan jólatré og sagði m.a. "Við erum ekki kvikmyndahús eða fótboltavöllur, við erum fjölskylda bræður og systur sem komum saman á helgidögum til að sýna trú okkar og lotningu á hinum lifandi Jesú. Ég mun ekki loka á mína þjónustu nema mér verði meinað það skv. lögum, en þá mun ég berjast gegn lokun af öllum mætti og þeim krafti sem ég hef.

Kristin trú gegnir mikilvægu hlutverki í samfélaginu, en yfirvöld kirkjunnar ná ekki að fóta sig í núinu  og koma fram í auknum mæli sem baráttusamtök fyrir vinstri sinnaðri félagshyggju, baráttu gegn meintri loftslagsvá og fyrir því að skattgreiðendur taki við fleiri ólöglegum flóttamönnum og furðuveröld transhugmyndafræðinnar.

Þegar stofnun missir sýn á meginmarkmiði sínu, þá þarf engan að undra, að fólk hverfi frá enda skilið eftir vegalaust og án þess sem skiptir máli varðandi kristilega boðun. Í nýrri skoðanakönnun kom fram,að 73% fólks 15-21 árs telur sig ekki trúað og 76% þeirra sem eru 25-40 ára. Þetta eru uggvænlegar tölur. 

Þegar kirkjunnar yfirvöld horfa stöðugt á skuggahliðar og meinta ógn í stað þess að boða fagnaðarerindið um Jesú Krist og ljósið sem þeirri boðun fylgir í ópólitískri skírskotun án vísindahyggju heldur þeirri einlægu trú og von að hjálpræðið hlotnist fyrir trúna eins og Jesú boðaði. Þá er illt í efni. En slíka boðun geta þeir einir fært, sem eru brennandi í andanum og tilbúnir til að berjast fyrir að kirkjur séu opnar og kristið fólk veiti hvort öðru þann styrk og hjálp sem trúin ein getur fært fólki á erfileikatímum.

Fréttir berast af gríðarlega aukinni sjálfsmorðstíðni og auknum erfiðleikum fjölda einstaklinga vegna lokana og hamfaraboðskapar heilbrigðisyfirvalda sem og fleiri. Þá er mikilvægt að kristið fólk átti sig á því að það er meiri þörf fyrir það en á öðrum tímum og einstaklingarnir verða að geta fundið griðarstað fyrir trúna.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 217
  • Sl. sólarhring: 506
  • Sl. viku: 4433
  • Frá upphafi: 2450131

Annað

  • Innlit í dag: 198
  • Innlit sl. viku: 4127
  • Gestir í dag: 194
  • IP-tölur í dag: 192

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband