Leita í fréttum mbl.is

Máttur myrkursins og afl ljóssins.

Biskupinn yfir Íslandi hefur tilkynnt,að helgihald falli niður um áramótin, kirkjurnar loka. Af því tilefni datt mér í hug myndband, sem var á samfélagsmiðlum af enskum presti og Douglas Murray gerði að umtalsefni í grein í DT þ.23 desember s.l.

Enski presturinn talaði til safnaðar síns fyrir framan jólatré og sagði m.a. "Við erum ekki kvikmyndahús eða fótboltavöllur, við erum fjölskylda bræður og systur sem komum saman á helgidögum til að sýna trú okkar og lotningu á hinum lifandi Jesú. Ég mun ekki loka á mína þjónustu nema mér verði meinað það skv. lögum, en þá mun ég berjast gegn lokun af öllum mætti og þeim krafti sem ég hef.

Kristin trú gegnir mikilvægu hlutverki í samfélaginu, en yfirvöld kirkjunnar ná ekki að fóta sig í núinu  og koma fram í auknum mæli sem baráttusamtök fyrir vinstri sinnaðri félagshyggju, baráttu gegn meintri loftslagsvá og fyrir því að skattgreiðendur taki við fleiri ólöglegum flóttamönnum og furðuveröld transhugmyndafræðinnar.

Þegar stofnun missir sýn á meginmarkmiði sínu, þá þarf engan að undra, að fólk hverfi frá enda skilið eftir vegalaust og án þess sem skiptir máli varðandi kristilega boðun. Í nýrri skoðanakönnun kom fram,að 73% fólks 15-21 árs telur sig ekki trúað og 76% þeirra sem eru 25-40 ára. Þetta eru uggvænlegar tölur. 

Þegar kirkjunnar yfirvöld horfa stöðugt á skuggahliðar og meinta ógn í stað þess að boða fagnaðarerindið um Jesú Krist og ljósið sem þeirri boðun fylgir í ópólitískri skírskotun án vísindahyggju heldur þeirri einlægu trú og von að hjálpræðið hlotnist fyrir trúna eins og Jesú boðaði. Þá er illt í efni. En slíka boðun geta þeir einir fært, sem eru brennandi í andanum og tilbúnir til að berjast fyrir að kirkjur séu opnar og kristið fólk veiti hvort öðru þann styrk og hjálp sem trúin ein getur fært fólki á erfileikatímum.

Fréttir berast af gríðarlega aukinni sjálfsmorðstíðni og auknum erfiðleikum fjölda einstaklinga vegna lokana og hamfaraboðskapar heilbrigðisyfirvalda sem og fleiri. Þá er mikilvægt að kristið fólk átti sig á því að það er meiri þörf fyrir það en á öðrum tímum og einstaklingarnir verða að geta fundið griðarstað fyrir trúna.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Öll trúarbrögð heimsins féllu á prófinu í mars 2020. Eins og spáð var fyrir um að þau myndu gera.

Þau rísa ekki aftur, ekki frekar en vísindi Húmanismans sem nú er að fremja stærsta voðaverk mannkynssögunnar.

Hugsanlega þriðja stærsta, eftir því hversu langt maður fer í dulúð sögunnar.

Hvort sem það er hið stærsta eða þriðja stærsta, eru þau öll óafturkræf. Það verður ekki bakkað.

Guðjón E. Hreinberg, 29.12.2021 kl. 13:03

2 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Sorgleg er staða þjóðkirkjunnar, hún virðist ekki þekkja hlutverk sitt. Hvar er trúin?? hvar er vonin??? hvar er hjálpræðið????

Mér sýnist kirkjan, hinir sanntrúuðu, muni í auknum mæli koma saman í heimahúsum til að lofa Guð, lesa og uppörfast saman í Guðs Orði þar sem fjársjóð er að finna.

Ég veit að það eru einstakir söfnuðir sem reyna hvað þeir geta að halda opið og sameinast í Guðsþjónustu, en því miður er stór hluti safnaða landsins bundnir ótta, en ótti stendur gegn Guðs Orði.

Ótti er ekki í elskunni heldur burt rekur fullkominn elska óttann, stendur í Heilagri ritningu. Því er það svo að kirkja sem er full af ótta er ekki í Guði því Guð er kærleikur og náið samfélag við lifandi Guð hrekur burt óttann.

Guð gefi að þjóð okkar, landsmenn allir, auðnist sú náð að beina sjónum sínum til Himins, til Hans sem lifir og gefur líf, trúi á Hann og treysti. Þá munum við fá að reyna mátt Guðs og kærleika umlykja okkur.

GUÐ BLESSI ÍSLAND.

Tómas Ibsen Halldórsson, 29.12.2021 kl. 17:39

3 Smámynd: Jón Magnússon

Því miður er hnignun Þjóðkirkjunar ótrúleg. Sennilega vegna þess, að kirkjan hefur talið sig meiru máli skipta að vera í ímyndarleik en látið fram hjá sér fara ofsóknir gegn kristnum víða í heiminum og trúarleg samstaða með þeim ofsóttu. Þess í stað hefur biskupinn gert að inntaki og baráttumáli sínu að hjálpa hlaupastrákum til að komast ólöglega inn í landið. Það eru nánast undantekningarlaust ungir múslimskir karlmenn, sem eru í mun minni hættu en trúarsystkini okkar í Mið-Austurlöndum.

Jón Magnússon, 30.12.2021 kl. 10:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 220
  • Sl. sólarhring: 491
  • Sl. viku: 4436
  • Frá upphafi: 2450134

Annað

  • Innlit í dag: 200
  • Innlit sl. viku: 4129
  • Gestir í dag: 196
  • IP-tölur í dag: 194

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband