Leita í fréttum mbl.is

Jafnvel gamlir símastaurar syngja

Guðmundur Árni Stefánsson fyrrum þingmaður, ráðherra og sendiherra hefur ákveðið að gefa kost á sér við bæjarstjórnarkosningar í Hafnarfirði. Ekki fór hjá því,að mér dytti í hug stef úr ljóði Tómasar Guðmundssonar "Austurstræti" þegar ég las hjartnæma yfirlýsingu Guðmundar Árna, þar sem skáldið segir "og jafnvel gamlir símastaurar syngja".

Nú skal tekið fram, að Guðmundur Árni er á besta aldri yngri en við Trump, sem erum þó enn í fullu fjöri.

Guðmundur Árni á margt gott skilið. Hann var hógvær geðþekkur stjórnmálamaður. Hann hrökklaðist úr ráðherrasæti vegna athugasemda Ríkisendurskoðunar fyrir atriði, sem mundu ekki teljast miklu máli  skipta í dag. Alla vega hefur núverandi forsætisráðherra tekið ákvarðanir án heimilda í fjárlögum um margfallt meiri ríkisútgjöld án heimilda, en þeirra,sem Ríkisendurskoðun gerði athugasemd við á sínum tíma í ráðherratíð Guðmundar Árna. Guðmundur Árni hefði ekki þurft að segja af sér, en gerði það samt og það var mannsbragur af því. 

Jafnvel þó að stjórnmálamönnum verði eitthvað á, þá eru það kjósendur sem ákveða pólitísk örlög þeirra.

Það er kærkomið að eðalkrati eins og Guðmundur Árni skuli gefa kost á sér til starfa í pólitík á ný. Samfylkingin hefur ekki verið í raunpólitík undanfarin ár og núverandi formaður hefur ýtt flokknum út á ystu brún bjargsnasar villta vinstrisins þar sem hann lafir á klettabrúninni ásamt Pírötum. Maður eins og Guðmundur Árni ætti að geta spornað við þessari pólitísku vinstri nauðhyggju formannsins og flokksins og gert hann að raunverulegum pólitískum valkosti á ný.

Fyrsta verkefni Guðmundar Árna eftir 28 ára hvíld við kjötkatla sendiherraembætta og froðumennsku íslenskrar utanríkisþjónustu verður að fá stuðning til forustu í Hafnarfirði, sem ég vona að honum takist og síðan að heyja kosningabaráttu þar sem hann ætlar sér að sækja að Sjálfstæðisflokknum.

Á sama tíma og ég óska Guðmundi Árna til hamingju með endurkomu í pólitík og vona að hann hafi mikil og góð áhrif innan eigin flokks, þá vona ég að honum mistakist það ætlunarverk sitt að koma meirihluta Sjálfstæðismanna í Hafnarfirði frá völdum. 

Meirihluti Sjálfstæðismanna í Hafnarfirði hefur staðið sig vel á kjörtímabilinu og á það skilið að fá víðtækan stuðning kjósenda. Guðmundur Árni veit það en telur greinilega að best sé að byrja pólitísk afskipti á nýjan leik með þessum hætti. En hugur hans stefnir örugglega frekar í landsmálin, þar sem hann á frekar heima og getur gefið meira af sér.  Þar er verk að vinna fyrir Guðmund, en ekki í bæjarstjórnarmálum í Hafnarfirði. Þar getur hann ekki bætt um betur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.12.): 14
  • Sl. sólarhring: 912
  • Sl. viku: 3702
  • Frá upphafi: 2449186

Annað

  • Innlit í dag: 14
  • Innlit sl. viku: 3477
  • Gestir í dag: 14
  • IP-tölur í dag: 14

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband